Með breyttum tímum og auknu jafnrétti kynjanna hefur þetta viðhorf breyst og fleiri konur farnar að biðja makans.
Sum okkar höldum samt sem áður fast í þessa hefð meðan aðrir segja það engu máli skipta hvor aðilinn beri upp bónorðið.
Á Írlandi og Skotlandi hefur skapast sú hefð að 29. febrúar á hlaupaári sé eini dagurinn sem konur „megi“ bera upp bónorð.
Makamálum langar til að heyra viðhorf lesenda Vísis til þessa málefnis og er spurning vikunnar því þessi:
Hver á að bera upp bónorðið?
Spurningin á við um gagnkynhneigð sambönd.
Til að athuga hvort að það sé einhver munur á viðhorfi fólks milli kynslóða eru tvær kannanir settar í loftið.
Fyrsta könnunin er ætluð fólki UNDIR þrítugu og seinni könnunin fólki sem komið er YFIR þrítugt.