Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 19. júlí 2019 22:12 Það er allt til alls í Queen Mary. Mynd/Samsett Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Skipið er lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Fréttamaður Stöðvar 2 og ljósmyndari Vísis skyggndust bæði inn í skipið í dag, sem er afar íburðarmikið. Það tók um tvo tíma að kanna skipið þvert og endilangt. Þar er allt til alls, fimmtán veitingastaðir og barir, fimm sundlaugar, spilavíti, kvikmyndahús, danssalur, listasafn og lítill tennisvöllur. Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir skipaumferð hafa tvöfaldast frá árinu 2016. „En hins vegar má ekki rugla saman skipaumferð og skipum. Hins vegar eru skipin að koma oftar til landsins en þau hafa gert áður.“ Hún bendir á að þessi aukning hafi jákvæð efnahagsleg áhrif. „Cruise Iceland gerði könnun árið 2018. Þá kom í ljós að það voru 16,4 milljarðar íþjóðarbúið og 920 störf yfir tímabilið sem að sköpuðust.“ Drottningin kom frá Liverpool og var um tvo sólahringa á leiðinni hingað til lands. Hún stoppar í rúman sólahring og mun halda til Halifax klukkan tvö á morgun. Skipið er gert út af breska skipafélaginu Cunard og siglir á milli Southampton á Englandi og New York í Bandaríkjunum.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með heimsókn Stöðvar 2 í Queen Mary 2 í dag.Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru af herlegheitunum, einnig í dag.Öllu tjaldað til í þessum sal.Vísir/VilhelmHér ræður rauði liturinn ríkjum.Vísir/VilhelmHér er eflaust hægt að láta fara vel um sig yfir bíómynd.Vísir/VilhelmHér væsir ekki um listunnendur.Vísir/vilhelmSkipið er það lengsta sem komið hefur hingað til lands, og gangarnir langir eftir því.Vísir/vilhelmEin af sundlaugunum fimm sem skipið státar af.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. 19. júlí 2019 12:45 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Skipið er lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Fréttamaður Stöðvar 2 og ljósmyndari Vísis skyggndust bæði inn í skipið í dag, sem er afar íburðarmikið. Það tók um tvo tíma að kanna skipið þvert og endilangt. Þar er allt til alls, fimmtán veitingastaðir og barir, fimm sundlaugar, spilavíti, kvikmyndahús, danssalur, listasafn og lítill tennisvöllur. Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir skipaumferð hafa tvöfaldast frá árinu 2016. „En hins vegar má ekki rugla saman skipaumferð og skipum. Hins vegar eru skipin að koma oftar til landsins en þau hafa gert áður.“ Hún bendir á að þessi aukning hafi jákvæð efnahagsleg áhrif. „Cruise Iceland gerði könnun árið 2018. Þá kom í ljós að það voru 16,4 milljarðar íþjóðarbúið og 920 störf yfir tímabilið sem að sköpuðust.“ Drottningin kom frá Liverpool og var um tvo sólahringa á leiðinni hingað til lands. Hún stoppar í rúman sólahring og mun halda til Halifax klukkan tvö á morgun. Skipið er gert út af breska skipafélaginu Cunard og siglir á milli Southampton á Englandi og New York í Bandaríkjunum.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með heimsókn Stöðvar 2 í Queen Mary 2 í dag.Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru af herlegheitunum, einnig í dag.Öllu tjaldað til í þessum sal.Vísir/VilhelmHér ræður rauði liturinn ríkjum.Vísir/VilhelmHér er eflaust hægt að láta fara vel um sig yfir bíómynd.Vísir/VilhelmHér væsir ekki um listunnendur.Vísir/vilhelmSkipið er það lengsta sem komið hefur hingað til lands, og gangarnir langir eftir því.Vísir/vilhelmEin af sundlaugunum fimm sem skipið státar af.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. 19. júlí 2019 12:45 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. 19. júlí 2019 12:45