Tregða í þróun flugfargjalda Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. júlí 2019 06:30 Icelandair hefur reitt sig á það að meðalfargjöld í flugbransanum muni hækka með tímanum. Vísir/vilhelm Væg hækkun á flugfargjöldum í sumar getur átt sér nokkrar skýringar að sögn greinenda sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að það geti tekið tíma að laga fargjöld að breyttu samkeppnisumhverfi. Lægra olíuverð geti einnig spilað inn í. Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að taka verði mælingunni með fyrirvara enda hafi fall WOW air raskað mælingum Hagstofunnar. Samkvæmt verðmælingum Hagstofu Íslands fyrir júlímánuð hækkuðu flugfargjöld til útlanda um einungis 6,3 prósent á milli mánaða. Þetta er mun vægari hækkun en hefur sést síðustu tvö ár þegar hækkunin nam rúmlega 20 prósentum á milli mánaða. Ef litið er til síðustu fimm ára þá hafa flugfargjöld hækkað að meðaltali um 21 prósent í júlímánuði. Gefi nýjasta mæling Hagstofunnar rétta mynd af verðþróuninni er 12 prósentum ódýrara að fljúga til útlanda í júlí í ár en í júlí fyrir ári. Það kom greinendum á óvart enda hefur samkeppnin minnkað eftir fall WOW air og flugframboð dregist saman. Mælingin var töluvert lægri en spá greiningardeilda Arion banka og Landsbankans, en aðeins lægri en spá Íslandsbanka um níu prósenta hækkun. „Það hefur verið öðruvísi hækkunartaktur í fluginu á þessu ári samanborið við síðustu ár en það er okkar skoðun að minni samkeppni muni jafnt og þétt skila sér í hækkandi verði. Hins vegar getur verið að í þessari mælingu hafi vegið á móti að Icelandair, sem vegur þungt í mælingum Hagstofunnar á flugfargjöldum, hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig. Þannig vilji þeir frekar fylla vélarnar heldur en að bregðast of snarpt við minnkandi samkeppni með því að keyra upp verðin,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í samtali við Fréttablaðið. „Það tekur oft smá tíma fyrir markaðinn að uppgötva nýtt samband milli eftirspurnar og verðs þegar miklar breytingar verða á framboðshliðinni á skömmum tíma, eins og þegar WOW air féll.“ Tölfræðigreining bankans sýnir að til skemmri tíma sé eldsneytisverð á heimsmarkaði, gengi krónunnar og árstíðasveiflur helstu áhrifaþættirnir sem stýra þróun fargjalda. Jón Bjarki bendir á að eldsneytisverð hafi lækkað verulega seinni hlutann í maí. Það geti verið önnur skýring á verðþróuninni. „Icelandair hefur vissulega meiri varnir gagnvart sveiflum í eldsneytisverði heldur en WOW air hafði en samt sem áður er félagið næmt fyrir sveiflum í verðinu. Það var brött lækkun í síðari helmingi maímánaðar og það er ekki ósennilegt að sú lækkun hafi haft áhrif,“ segir Jón Bjarki. Auk þess geti gott veðurfar hér á landi hafa dregið úr eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda í sumar. „Breytt samkeppnisumhverfi á eftir að skila sér af fullum krafti í hærri verðum, sérstaklega í ljósi þess að afkoma Icelandair síðustu misseri hefur gefið til kynna að fargjöld þurfi að hækka. Hækkunin gæti hins vegar verið að færast yfir á seinni hluta ársins,“ segir Jón Bjarki. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að mælivandi geti að einhverju leyti skýrt þessa niðurstöðu í mælingum Hagstofunnar. „Hagstofan er með ákveðið reiknilíkan fyrir fargjöldin. Hagstofan athugaði verð til nokkurra ólíkra áfangastaða. Miðað er við flug þar sem brottför er 14 dögum, einum mánuði og tveimur mánuðum eftir að flugmiði er keyptur. Fyrir fall WOW var vægi þess 30 prósent á móti 70 prósent hjá Icelandair. Það sem síðan gerist er að fall WOW air raskar reiknilíkaninu og það þurfti að ákveða hvernig ætti að mæla fargjöldin framvegis,“ segir Sveinn. „Tölurnar eru áhugaverðar, sérstaklega samanburðurinn milli ára en við tökum þeim með fyrirvara. Ég held að uppgjör Icelandair muni gefa skýrari mynd af stöðunni,“ segir Sveinn en Icelandair Group birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung fimmtudaginn 1. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru önnur flugfélög tekin inn í verðmælinguna eftir fall WOW air en aðferðum við útreikninga var ekki breytt. Þessi undirliður vísitölunnar sveiflist töluvert og erfitt sé að segja til um áhrifin enda stutt síðan breytingin var gerð. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Væg hækkun á flugfargjöldum í sumar getur átt sér nokkrar skýringar að sögn greinenda sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að það geti tekið tíma að laga fargjöld að breyttu samkeppnisumhverfi. Lægra olíuverð geti einnig spilað inn í. Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að taka verði mælingunni með fyrirvara enda hafi fall WOW air raskað mælingum Hagstofunnar. Samkvæmt verðmælingum Hagstofu Íslands fyrir júlímánuð hækkuðu flugfargjöld til útlanda um einungis 6,3 prósent á milli mánaða. Þetta er mun vægari hækkun en hefur sést síðustu tvö ár þegar hækkunin nam rúmlega 20 prósentum á milli mánaða. Ef litið er til síðustu fimm ára þá hafa flugfargjöld hækkað að meðaltali um 21 prósent í júlímánuði. Gefi nýjasta mæling Hagstofunnar rétta mynd af verðþróuninni er 12 prósentum ódýrara að fljúga til útlanda í júlí í ár en í júlí fyrir ári. Það kom greinendum á óvart enda hefur samkeppnin minnkað eftir fall WOW air og flugframboð dregist saman. Mælingin var töluvert lægri en spá greiningardeilda Arion banka og Landsbankans, en aðeins lægri en spá Íslandsbanka um níu prósenta hækkun. „Það hefur verið öðruvísi hækkunartaktur í fluginu á þessu ári samanborið við síðustu ár en það er okkar skoðun að minni samkeppni muni jafnt og þétt skila sér í hækkandi verði. Hins vegar getur verið að í þessari mælingu hafi vegið á móti að Icelandair, sem vegur þungt í mælingum Hagstofunnar á flugfargjöldum, hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig. Þannig vilji þeir frekar fylla vélarnar heldur en að bregðast of snarpt við minnkandi samkeppni með því að keyra upp verðin,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í samtali við Fréttablaðið. „Það tekur oft smá tíma fyrir markaðinn að uppgötva nýtt samband milli eftirspurnar og verðs þegar miklar breytingar verða á framboðshliðinni á skömmum tíma, eins og þegar WOW air féll.“ Tölfræðigreining bankans sýnir að til skemmri tíma sé eldsneytisverð á heimsmarkaði, gengi krónunnar og árstíðasveiflur helstu áhrifaþættirnir sem stýra þróun fargjalda. Jón Bjarki bendir á að eldsneytisverð hafi lækkað verulega seinni hlutann í maí. Það geti verið önnur skýring á verðþróuninni. „Icelandair hefur vissulega meiri varnir gagnvart sveiflum í eldsneytisverði heldur en WOW air hafði en samt sem áður er félagið næmt fyrir sveiflum í verðinu. Það var brött lækkun í síðari helmingi maímánaðar og það er ekki ósennilegt að sú lækkun hafi haft áhrif,“ segir Jón Bjarki. Auk þess geti gott veðurfar hér á landi hafa dregið úr eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda í sumar. „Breytt samkeppnisumhverfi á eftir að skila sér af fullum krafti í hærri verðum, sérstaklega í ljósi þess að afkoma Icelandair síðustu misseri hefur gefið til kynna að fargjöld þurfi að hækka. Hækkunin gæti hins vegar verið að færast yfir á seinni hluta ársins,“ segir Jón Bjarki. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að mælivandi geti að einhverju leyti skýrt þessa niðurstöðu í mælingum Hagstofunnar. „Hagstofan er með ákveðið reiknilíkan fyrir fargjöldin. Hagstofan athugaði verð til nokkurra ólíkra áfangastaða. Miðað er við flug þar sem brottför er 14 dögum, einum mánuði og tveimur mánuðum eftir að flugmiði er keyptur. Fyrir fall WOW var vægi þess 30 prósent á móti 70 prósent hjá Icelandair. Það sem síðan gerist er að fall WOW air raskar reiknilíkaninu og það þurfti að ákveða hvernig ætti að mæla fargjöldin framvegis,“ segir Sveinn. „Tölurnar eru áhugaverðar, sérstaklega samanburðurinn milli ára en við tökum þeim með fyrirvara. Ég held að uppgjör Icelandair muni gefa skýrari mynd af stöðunni,“ segir Sveinn en Icelandair Group birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung fimmtudaginn 1. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru önnur flugfélög tekin inn í verðmælinguna eftir fall WOW air en aðferðum við útreikninga var ekki breytt. Þessi undirliður vísitölunnar sveiflist töluvert og erfitt sé að segja til um áhrifin enda stutt síðan breytingin var gerð.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41