Lífið

Tví­burar Rúnars og Ey­rúnar Telmu komnir í heiminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Geirmundsson og Eyrún Telma Jónsdóttir með Völu Matt.
Rúnar Geirmundsson og Eyrún Telma Jónsdóttir með Völu Matt.
Það vakti mikla athygli þegar Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og ræddi við ungu hjónin Rúnar Geirmundsson og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur sem voru lengi búin að reyna að eignast barn.

Ekkert gekk hins vegar og glasafrjóvgun á Íslandi var allt of dýr svo brúðkaupsgestirnir þeirra ákváðu að gefa þeim pening til að fjármagna glasafrjóvgun. Fór svo að þau fengu óvænt tvíbura sem komu í heiminn fyrir um mánuði.

Vala og Ísland í dag heimsótti þau Eyrúnu Telmu og Rúnar og nýfædda brúðargjöfina, það er að segja tvíburana.



Eyrún og Rúnar hafa verið mjög reið og gagnrýnt harðlega hve dýrt er að fara í glasafrjóvgun hér á landi en ekki á hinum Norðurlöndunum. Í dag er hins vegar komin ný löggjöf varðandi glasafrjóvgun, breyting sem þau fagna en vilja þó að meira verði að gert fyrir fólk sem á í vandræðum með að eignast barn.

Að neðan má sjá innslagið í Íslandi í dag frá því fyrr í kvöld og þar fyrir neðan fyrra innslag þáttarins um þau Rúnar og Eyrúnu.




Tengdar fréttir

Brúðargjafirnar tvöfölduðust

Eyrún Telma Jónsdóttir og Rúnar Geirmundsson kraftlyftingamaður gengu í hjónaband í ágúst í fyrra. Þau óskuðu eftir sérstökum brúðargjöfum sem áttu að hafa ákveðinn tilgang. Þeim tilgangi hafa þau náð í tvöföldum skilningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.