Ed í skýjunum með Íslandsdvölina Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Tónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli þóttu góðir. Vísir/Vilhelm Um helgina fóru fram tvennir stærstu tónleikar Íslandssögunnar, þegar tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom fram í Laugardalnum. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, er gífurlega ánægður með helgina, og telur að vel hafi verið tekið á raðavandanum sem upp kom á laugardeginum. Engar raðir voru á sunnudeginum. „Þetta gekk náttúrulega að öllu leyti mjög vel, fyrir utan þetta tímabundna vandamál með röðina. Það gerist milli sex og átta, en mest frá klukkan sjö. Það tók okkur smá tíma að fatta hvert vandamálið væri og að það væri að stækka, ekki minnka. Þá var strax hlaupið í að leysa það,“ segir Ísleifur Hann segir það vissulega mjög leiðinlegt fyrir þá sem lentu í þessu. „En röðin var kláruð hálf níu, áður en að hann steig á svið. Þannig að þessu var nú bjargað.“ Raðakerfið var lagað á sunnudeginum og það kvöldið var aldrei nein röð allt kvöldið.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var ánægður með helgina og skellti sér að sjálfsögðu í Ed Sheeran búninginn í tilefni áfangans.Hann segir skipuleggjendur vera stórkostlega ánægð með allt frá A til Ö, að fyrrnefndu vandamáli með röðina undanskildu. „Þarna var vinsælasti listamaður í heimi að koma með tónleikana sína og allt sem þeim fylgir. Svo var hann með sömu uppsetningu hér og hann er með á 70.000 manna tónleikum og við gátum höndlað þetta allt saman. Völlurinn svínvirkaði og samstarfið við KSÍ var gott,“ segir Ísleifur. Hann segir Ed sjálfan hafa verið í skýjunum með tónleikana. „Svo eru þau hjá AEG, næststærsta tónleikafyrirtæki í heimi sem var samstarfsaðili okkar, alveg rosalega ánægð með allt og þökkuðu okkur innilega fyrir þetta. Þau hafa áhuga á því að vinna meira með okkur og halda fleiri tónleika á Íslandi í samstarfi við okkur.“ Ísleifur vill þó ekki gefa upp hvort þau séu með einhvern sérstakan listamann í huga. „Nei, það er líka bara á byrjunarreit því við vildum ná að klára þetta fyrst áður en við færum eitthvað lengra. Við vildum sjá fyrst hvort þetta væri hægt, að svona útitónleikar gengju upp. Þetta var allt hægt, völlurinn frábær þannig að núna byrjum við að ræða við mögulega listamenn,“ segir Ísleifur. Hátt í 200 manns komu hvaðanæva úr heiminum til að vinna að uppsetningu sviðs, rampa og gólfs.Margir úr áhorfendaskaranum kunnu flest lögin utan að og sungu hástöfum með.fbl/Steingerður„Þetta var ekki ein vél með 200 manns, heldur kom fólk alls staðar að til að vinna að þessu.“ Ísleifur hitti Ed rétt fyrir seinni tónleikana. „Við hittum hann stuttlega og fengum að taka eina mynd með honum, ég og börnin mín. Hann var rosalega glaður og svakalega vinalegur. Svo var okkur sagt eftir á af fólki í kringum hann að hann hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman, hann hafi haft ótrúlega gaman af dvölinni og að spila fyrir íslenska gesti.“ Ísleifur segir að um það bil einn af hverjum sjö Íslendingum hafi lagt leið sína á tónleikana um helgina. „Hann er alveg meðvitaður um að 50.000 manns eru alveg 15 prósent af þjóðinni, sem er líklega einstakt í heiminum. Svo honum fannst það ekkert leiðinlegt,“ segir Ísleifur. Birtist í Fréttablaðinu Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Um helgina fóru fram tvennir stærstu tónleikar Íslandssögunnar, þegar tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom fram í Laugardalnum. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, er gífurlega ánægður með helgina, og telur að vel hafi verið tekið á raðavandanum sem upp kom á laugardeginum. Engar raðir voru á sunnudeginum. „Þetta gekk náttúrulega að öllu leyti mjög vel, fyrir utan þetta tímabundna vandamál með röðina. Það gerist milli sex og átta, en mest frá klukkan sjö. Það tók okkur smá tíma að fatta hvert vandamálið væri og að það væri að stækka, ekki minnka. Þá var strax hlaupið í að leysa það,“ segir Ísleifur Hann segir það vissulega mjög leiðinlegt fyrir þá sem lentu í þessu. „En röðin var kláruð hálf níu, áður en að hann steig á svið. Þannig að þessu var nú bjargað.“ Raðakerfið var lagað á sunnudeginum og það kvöldið var aldrei nein röð allt kvöldið.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var ánægður með helgina og skellti sér að sjálfsögðu í Ed Sheeran búninginn í tilefni áfangans.Hann segir skipuleggjendur vera stórkostlega ánægð með allt frá A til Ö, að fyrrnefndu vandamáli með röðina undanskildu. „Þarna var vinsælasti listamaður í heimi að koma með tónleikana sína og allt sem þeim fylgir. Svo var hann með sömu uppsetningu hér og hann er með á 70.000 manna tónleikum og við gátum höndlað þetta allt saman. Völlurinn svínvirkaði og samstarfið við KSÍ var gott,“ segir Ísleifur. Hann segir Ed sjálfan hafa verið í skýjunum með tónleikana. „Svo eru þau hjá AEG, næststærsta tónleikafyrirtæki í heimi sem var samstarfsaðili okkar, alveg rosalega ánægð með allt og þökkuðu okkur innilega fyrir þetta. Þau hafa áhuga á því að vinna meira með okkur og halda fleiri tónleika á Íslandi í samstarfi við okkur.“ Ísleifur vill þó ekki gefa upp hvort þau séu með einhvern sérstakan listamann í huga. „Nei, það er líka bara á byrjunarreit því við vildum ná að klára þetta fyrst áður en við færum eitthvað lengra. Við vildum sjá fyrst hvort þetta væri hægt, að svona útitónleikar gengju upp. Þetta var allt hægt, völlurinn frábær þannig að núna byrjum við að ræða við mögulega listamenn,“ segir Ísleifur. Hátt í 200 manns komu hvaðanæva úr heiminum til að vinna að uppsetningu sviðs, rampa og gólfs.Margir úr áhorfendaskaranum kunnu flest lögin utan að og sungu hástöfum með.fbl/Steingerður„Þetta var ekki ein vél með 200 manns, heldur kom fólk alls staðar að til að vinna að þessu.“ Ísleifur hitti Ed rétt fyrir seinni tónleikana. „Við hittum hann stuttlega og fengum að taka eina mynd með honum, ég og börnin mín. Hann var rosalega glaður og svakalega vinalegur. Svo var okkur sagt eftir á af fólki í kringum hann að hann hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman, hann hafi haft ótrúlega gaman af dvölinni og að spila fyrir íslenska gesti.“ Ísleifur segir að um það bil einn af hverjum sjö Íslendingum hafi lagt leið sína á tónleikana um helgina. „Hann er alveg meðvitaður um að 50.000 manns eru alveg 15 prósent af þjóðinni, sem er líklega einstakt í heiminum. Svo honum fannst það ekkert leiðinlegt,“ segir Ísleifur.
Birtist í Fréttablaðinu Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira