Spennandi vorveiði í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 14. febrúar 2019 10:50 Vorveiði hefst 15.4 í Leirvogsá Mynd: Lax-Á Vorveiðin fer senn að hefjast en fyrstu árnar sem opna fyrir veiðimenn hleypa þeim að bakkanum 1. apríl næst komandi. Það er alltaf gaman að segja frá nýjum veiðisvæðum en eitt af þeim sem er áhugavert að segja frá er vorveiði í Leirvogsá. Það þekkja líklega flestir veiðimenn Leirvogsá sem eina af þremur veiðiperlum Reykjavíkur ásamt Elliðaánum og Úlfarsá en bæði Úlfarsá og Leirvogsá eiga nokkuð sterkan sjóbirtingsstofn. Lax-Á sem er leigutakinn að Leirvogsá hefur ákveðið að selja í vorveiði í ána og kemur veiði til með að hefjast 15. apríl og standa til 15. maí. Aðeins verður leyft að veiða á flugu og það er einnig skylda að sleppa öllum afla. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður þarna í vor en tilraunaveiðar síðasta vor gáfu góðan árangur. Ef þú vilt kynna þér meira um vorveiði í Leirvogsá getur þú smellt hér. Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði
Vorveiðin fer senn að hefjast en fyrstu árnar sem opna fyrir veiðimenn hleypa þeim að bakkanum 1. apríl næst komandi. Það er alltaf gaman að segja frá nýjum veiðisvæðum en eitt af þeim sem er áhugavert að segja frá er vorveiði í Leirvogsá. Það þekkja líklega flestir veiðimenn Leirvogsá sem eina af þremur veiðiperlum Reykjavíkur ásamt Elliðaánum og Úlfarsá en bæði Úlfarsá og Leirvogsá eiga nokkuð sterkan sjóbirtingsstofn. Lax-Á sem er leigutakinn að Leirvogsá hefur ákveðið að selja í vorveiði í ána og kemur veiði til með að hefjast 15. apríl og standa til 15. maí. Aðeins verður leyft að veiða á flugu og það er einnig skylda að sleppa öllum afla. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður þarna í vor en tilraunaveiðar síðasta vor gáfu góðan árangur. Ef þú vilt kynna þér meira um vorveiði í Leirvogsá getur þú smellt hér.
Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði