Lífið

Oddný eldaði fyrir stjörnurnar hjá Netflix

Stefán Árni Pálsson skrifar
Oddný er að gera góða hluti þegar kemur að matargerð í Englandi.
Oddný er að gera góða hluti þegar kemur að matargerð í Englandi.
„Ég byrjaði með veitingastað sem ég er með og byrjaði síðan að búa til vörur og þróaði þær. Þetta endaði síðan í svona street food festival og byrjaði síðan bara að vinna einhver verðlaun fyrir þennan íslenska mat,“ segir Oddný Cara Edwards sem er búsett í Englandi en hún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Þegar maður er með sitt eigið fyrirtæki og er að þróa vörur þá þarf maður stundum að vinna fyrir aðra og þéna pening,“ segir Oddný og bætir við að einn daginn hafi hún verið farin að elda fyrir stórstjörnur sem koma að næstu stórþáttaröð Netflix.

Oddný mátti ekki gefa upp hvaða þáttaröð um ræðir en hún lýsir henni sem næstu Downtown Abbey.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.