Herferðir gegn plastmengun í september Heimsljós kynnir 3. september 2019 16:15 Ein af kynningarmyndum átaksins um hreinsun stranda. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) tekur, ásamt Evrópusambandinu og fleirum, þátt í strandhreinsunarátakinu #EUBeachCleanUp. Í frétt á vef skrifstofunnar segir að gott sé að hreinsa strendur af plasti, enn betra sé að höggva að rótum vandans. „Plast er orðinn svo snar þáttur í lífi okkar að við tökum varla eftir því lengur. Það er ódýrt, þægilegt og alls staðar.“ Markmiðið er að efla vitund almennings og hvetja til aðgerða. Fram kemur í fréttinni að ekki sé víst að allir átti sig á því að á 70% plasts sé ekki endurunnið og mikið af því fjúki á haf út eða í ár og læki, eins og plastmengunin á ströndum sé til marks um. Talið er að fimm billjónir stórra og smárra plasteininga séu á floti í hafinu. Blái herinn hefur verið samstarfsaðili þeirra sem að átakinu standa á Íslandi. Marglytturnar, hópur áhugakvenna um útivist og náttúruvernd ætlar að synda yfir Ermasunds á næstu dögum til stuðnings Bláa hernum og til að vekja athygli á plastmengun í sjónum. Strendur verða hreinsaðar í rúmlega 80 löndum, frá Belgíu til Grænhöfðaeyja, í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, skóla og æskulýðssamtök. Ungmennafulltrúi Sameinuðu þjóðanna tekur líka þátt í átakinu, en í hverjum mánuði beitir hann sér fyrir 31 dags herferð ungs fólks í tengslum við Loftslagsráðstefnu unga fólksins í New York. Minna má á að hér heima er í gangi herferðin „Plastlaus september“ sem er árvekniátak til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega, ásamt því að leita leiða til að minnka notkunina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) tekur, ásamt Evrópusambandinu og fleirum, þátt í strandhreinsunarátakinu #EUBeachCleanUp. Í frétt á vef skrifstofunnar segir að gott sé að hreinsa strendur af plasti, enn betra sé að höggva að rótum vandans. „Plast er orðinn svo snar þáttur í lífi okkar að við tökum varla eftir því lengur. Það er ódýrt, þægilegt og alls staðar.“ Markmiðið er að efla vitund almennings og hvetja til aðgerða. Fram kemur í fréttinni að ekki sé víst að allir átti sig á því að á 70% plasts sé ekki endurunnið og mikið af því fjúki á haf út eða í ár og læki, eins og plastmengunin á ströndum sé til marks um. Talið er að fimm billjónir stórra og smárra plasteininga séu á floti í hafinu. Blái herinn hefur verið samstarfsaðili þeirra sem að átakinu standa á Íslandi. Marglytturnar, hópur áhugakvenna um útivist og náttúruvernd ætlar að synda yfir Ermasunds á næstu dögum til stuðnings Bláa hernum og til að vekja athygli á plastmengun í sjónum. Strendur verða hreinsaðar í rúmlega 80 löndum, frá Belgíu til Grænhöfðaeyja, í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, skóla og æskulýðssamtök. Ungmennafulltrúi Sameinuðu þjóðanna tekur líka þátt í átakinu, en í hverjum mánuði beitir hann sér fyrir 31 dags herferð ungs fólks í tengslum við Loftslagsráðstefnu unga fólksins í New York. Minna má á að hér heima er í gangi herferðin „Plastlaus september“ sem er árvekniátak til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega, ásamt því að leita leiða til að minnka notkunina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent