Olísdeildarspáin 2019/20: Eyjamenn ættu að geta byggt ofan á góðan endasprett í fyrra Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 4. september 2019 10:00 Eyjamenn hafa unnið fimm stóra titla síðan þeir komu aftur upp í efstu deild 2013. vísir/bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins fjóra daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að tíunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti - (5. september)3. sæti - ÍBV4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - Fjölnir Íþróttadeild spáir því að ÍBV endi í þriðja sæti deildarinnar, tveimur sætum ofar en í fyrra. Tímabilið 2017-18 var draumi líkast hjá Eyjamönnum enda unnu þeir þrefalt. Arnar Pétursson hætti á toppnum og við tók Erlingur Richardsson. Síðasta tímabil var erfitt framan af en ÍBV kom á mikilli siglingu inn í úrslitakeppnina. Þar sló liðið FH örugglega út en féll svo út fyrir Haukum eftir oddaleik. ÍBV mætir með nánast sama lið til leiks og á síðasta tímabili. Eyjamenn ættu því að vera klárir í slaginn frá fyrsta leik og handbragð Erlings að vera komið á liðið. Stærsta viðbótin við leikmannahóp ÍBV er bosníski landsliðsmarkvörðurinn Petar Jokanovic. Ef hann stendur sig í stykkinu eru Eyjamenn líklegir til afreka.Komnir/Farnir:Komnir: Petar Jokanovic, Red Boys Differdange Örn Bjarni Halldórsson, Lemvig Magnús Karl Magnússon, Víkingur R.Farnir: Daníel Örn Griffin í KAFáir leikmenn í Olís-deildinni búa yfir jafn miklum stökkkrafti og Kristján Örn Kristjánsson.vísir/daníelHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur ÍBV 2018/19 í tölum HBStatz: Mörk skoruð í leik - 2. sæti (28,5) Skotnýting - 2. sæti (60,8%) Vítanýting - 5. sæti (74,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (76) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 10. sæti (9,4)Vörn og markvarsla ÍBV 2018/19 í tölum HBStatz: Mörk fengin á sig í leik - 12. sæti (28,4) Hlutfallsmarkvarsla - 11. sæti (28,2%) Varin víti - 8. sæti (12) Stolnir boltar - 3. sæti (89) Varin skot í vörn - 1. sæti (85) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (20,3)Theodór Sigurbjörnsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli.vísir/báraLíklegt byrjunarlið ÍBV í vetur: Markvörður - Petar Jokanovic - 29 ára Vinstra horn - Hákon Daði Styrmisson - 22 ára Vinstri skytta - Sigurbergur Sveinsson - 32 ára Miðja - Fannar Þór Friðgeirsson - 32 ára Hægri skytta - Kristján Örn Kristjánsson - 22 ára Hægra horn - Theodór Sigurbjörnsson - 27 ára Lína - Kári Kristján Kristjánsson - 35 ára Varnarmaður - Róbert Sigurðarson - 24 áraArnór Viðarsson (nr. 11) lék vel með U-17 ára landsliðinu í sumar.MYND/HSÍFylgist með: Arnór Viðarsson (f. 2002) lék afar vel með U-17 ára landsliðinu í sumar, bæði á Opna Evrópumótinu og Ólympíuleikum Evrópuæskunnar. Hann skoraði m.a. tíu mörk í fræknum sigri á Frökkum. Arnór hefur leikið með ÍBV á undirbúningstímabilinu og gæti fengið tækifæri í vetur, sérstaklega ef Sigurbergur verður lengi frá.Erlingur Richardsson er að þjálfa ÍBV í þriðja sinn.vísir/vilhelmÞjálfarinn: Erlingur Richardsson er að hefja sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá ÍBV. Þetta er í þriðja sinn sem hann stýrir liðinu. Undir hans stjórn komust Eyjamenn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2005 þar sem þeir töpuðu fyrir Haukum. Erlingur þjálfaði um tíma hjá HK, bæði karla- og kvennalið félagsins. Karlalið HK varð Íslandsmeistari undir stjórn Erlings og Kristins Guðmundssonar 2012. Kristinn er aðstoðarmaður Erlings hjá ÍBV líkt og í fyrra. Erlingur þjálfaði einnig West Wien í Austurríki og Füchse Berlin í Þýskalandi. Hann gerði Berlínarrefina að heimsmeisturum félagsliða. Auk þess að vera þjálfari ÍBV er Erlingur þjálfari hollenska karlalandsliðsins. Hann kom Hollandi í fyrsta sinn á EM og hann verður því upptekinn við að stýra liðinu á Evrópumótinu í janúar.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: ÍBV Hvað segir sérfræðingurinn?„Þetta er sá hópur sem ég reikna með að komi hvað sterkastur til leiks í byrjun móts. Það eru litlar breytingar á milli ára og sama þjálfarateymi,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Eyjaliðið. „Það er sami leikmannahópur og í fyrra en Eyjamenn voru gríðarlega sterkir í seinni hlutanum á mótinu í fyrra. Ég reikna með þeim mjög sterkum og ég held að stemmningin sé líka í Eyjum núna,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. „Menn eru búnir að gleyma stóra árinu þegar þeir unnu allt saman og núna vilja þeir fara að vinna í rólegheitunum. Ég reikna með því að það muni góðir hluti gerast strax hjá þeim,“ sagði Guðlaugur.Eyjamenn unnu allt sem hægt var að vinna 2018.vísir/daníelHversu langt síðan að ÍBV ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2018) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2018) ... komst ekki í úrslitakeppni: 6 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2018) ... féll úr deildinni: 11 ár (2008) ... kom upp í deildina: 6 ár (2013)Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti)Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 B-deild 2011-12 B-deildKári Kristján Kristjánsson er á sínum stað hjá ÍBV.vísir/vilhelmAð lokum Eins og áður sagði hafa litlar breytingar orðið á liði ÍBV milli ára. Óvissan er því ekki jafn mikil og fyrir síðasta tímabil þar sem Eyjamenn voru með nýjan þjálfara og tvo nýja leikmenn (Fannar Þór Friðgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson) í burðarhlutverkum. Sóknin gekk smurt hjá Eyjamönnum á síðasta tímabili. Þeir skoruðu næstflest mörk og voru með næstbestu skotnýtinguna. Vörnin var hins vegar vandamál en ekkert lið fékk fleiri mörk á sig í Olís-deildinni. Eyjamenn þurfa að stoppa í götin í varnarleiknum. Eyjamenn eru vel settir með horna- og línumenn en breiddin fyrir utan er ekki mikil. Sigurbergur Sveinsson hefur verið mikið meiddur og óvíst hversu mikið hann getur verið með. Það munar mikið um Sigurberg enda einn besti sóknarmaður deildarinnar. Ef vörnin smellur saman, Jokanovic reynist góður liðsstyrkur og Sigurbergur getur beitt sér er ÍBV með lið sem getur unnið titla. Leikmannahópurinn er reyndur, búið að byggja upp sigurhefð í Eyjum og þjálfarinn er afar fær. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins fjóra daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að tíunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti - (5. september)3. sæti - ÍBV4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - Fjölnir Íþróttadeild spáir því að ÍBV endi í þriðja sæti deildarinnar, tveimur sætum ofar en í fyrra. Tímabilið 2017-18 var draumi líkast hjá Eyjamönnum enda unnu þeir þrefalt. Arnar Pétursson hætti á toppnum og við tók Erlingur Richardsson. Síðasta tímabil var erfitt framan af en ÍBV kom á mikilli siglingu inn í úrslitakeppnina. Þar sló liðið FH örugglega út en féll svo út fyrir Haukum eftir oddaleik. ÍBV mætir með nánast sama lið til leiks og á síðasta tímabili. Eyjamenn ættu því að vera klárir í slaginn frá fyrsta leik og handbragð Erlings að vera komið á liðið. Stærsta viðbótin við leikmannahóp ÍBV er bosníski landsliðsmarkvörðurinn Petar Jokanovic. Ef hann stendur sig í stykkinu eru Eyjamenn líklegir til afreka.Komnir/Farnir:Komnir: Petar Jokanovic, Red Boys Differdange Örn Bjarni Halldórsson, Lemvig Magnús Karl Magnússon, Víkingur R.Farnir: Daníel Örn Griffin í KAFáir leikmenn í Olís-deildinni búa yfir jafn miklum stökkkrafti og Kristján Örn Kristjánsson.vísir/daníelHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur ÍBV 2018/19 í tölum HBStatz: Mörk skoruð í leik - 2. sæti (28,5) Skotnýting - 2. sæti (60,8%) Vítanýting - 5. sæti (74,5%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (76) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (11,7) Tapaðir boltar í leik - 10. sæti (9,4)Vörn og markvarsla ÍBV 2018/19 í tölum HBStatz: Mörk fengin á sig í leik - 12. sæti (28,4) Hlutfallsmarkvarsla - 11. sæti (28,2%) Varin víti - 8. sæti (12) Stolnir boltar - 3. sæti (89) Varin skot í vörn - 1. sæti (85) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (20,3)Theodór Sigurbjörnsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli.vísir/báraLíklegt byrjunarlið ÍBV í vetur: Markvörður - Petar Jokanovic - 29 ára Vinstra horn - Hákon Daði Styrmisson - 22 ára Vinstri skytta - Sigurbergur Sveinsson - 32 ára Miðja - Fannar Þór Friðgeirsson - 32 ára Hægri skytta - Kristján Örn Kristjánsson - 22 ára Hægra horn - Theodór Sigurbjörnsson - 27 ára Lína - Kári Kristján Kristjánsson - 35 ára Varnarmaður - Róbert Sigurðarson - 24 áraArnór Viðarsson (nr. 11) lék vel með U-17 ára landsliðinu í sumar.MYND/HSÍFylgist með: Arnór Viðarsson (f. 2002) lék afar vel með U-17 ára landsliðinu í sumar, bæði á Opna Evrópumótinu og Ólympíuleikum Evrópuæskunnar. Hann skoraði m.a. tíu mörk í fræknum sigri á Frökkum. Arnór hefur leikið með ÍBV á undirbúningstímabilinu og gæti fengið tækifæri í vetur, sérstaklega ef Sigurbergur verður lengi frá.Erlingur Richardsson er að þjálfa ÍBV í þriðja sinn.vísir/vilhelmÞjálfarinn: Erlingur Richardsson er að hefja sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá ÍBV. Þetta er í þriðja sinn sem hann stýrir liðinu. Undir hans stjórn komust Eyjamenn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2005 þar sem þeir töpuðu fyrir Haukum. Erlingur þjálfaði um tíma hjá HK, bæði karla- og kvennalið félagsins. Karlalið HK varð Íslandsmeistari undir stjórn Erlings og Kristins Guðmundssonar 2012. Kristinn er aðstoðarmaður Erlings hjá ÍBV líkt og í fyrra. Erlingur þjálfaði einnig West Wien í Austurríki og Füchse Berlin í Þýskalandi. Hann gerði Berlínarrefina að heimsmeisturum félagsliða. Auk þess að vera þjálfari ÍBV er Erlingur þjálfari hollenska karlalandsliðsins. Hann kom Hollandi í fyrsta sinn á EM og hann verður því upptekinn við að stýra liðinu á Evrópumótinu í janúar.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: ÍBV Hvað segir sérfræðingurinn?„Þetta er sá hópur sem ég reikna með að komi hvað sterkastur til leiks í byrjun móts. Það eru litlar breytingar á milli ára og sama þjálfarateymi,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Eyjaliðið. „Það er sami leikmannahópur og í fyrra en Eyjamenn voru gríðarlega sterkir í seinni hlutanum á mótinu í fyrra. Ég reikna með þeim mjög sterkum og ég held að stemmningin sé líka í Eyjum núna,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. „Menn eru búnir að gleyma stóra árinu þegar þeir unnu allt saman og núna vilja þeir fara að vinna í rólegheitunum. Ég reikna með því að það muni góðir hluti gerast strax hjá þeim,“ sagði Guðlaugur.Eyjamenn unnu allt sem hægt var að vinna 2018.vísir/daníelHversu langt síðan að ÍBV ... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2018) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2018) ... komst ekki í úrslitakeppni: 6 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2018) ... féll úr deildinni: 11 ár (2008) ... kom upp í deildina: 6 ár (2013)Gengi ÍBV í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti)Gengi ÍBV í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Íslandsmeistari 2012-13 B-deild 2011-12 B-deildKári Kristján Kristjánsson er á sínum stað hjá ÍBV.vísir/vilhelmAð lokum Eins og áður sagði hafa litlar breytingar orðið á liði ÍBV milli ára. Óvissan er því ekki jafn mikil og fyrir síðasta tímabil þar sem Eyjamenn voru með nýjan þjálfara og tvo nýja leikmenn (Fannar Þór Friðgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson) í burðarhlutverkum. Sóknin gekk smurt hjá Eyjamönnum á síðasta tímabili. Þeir skoruðu næstflest mörk og voru með næstbestu skotnýtinguna. Vörnin var hins vegar vandamál en ekkert lið fékk fleiri mörk á sig í Olís-deildinni. Eyjamenn þurfa að stoppa í götin í varnarleiknum. Eyjamenn eru vel settir með horna- og línumenn en breiddin fyrir utan er ekki mikil. Sigurbergur Sveinsson hefur verið mikið meiddur og óvíst hversu mikið hann getur verið með. Það munar mikið um Sigurberg enda einn besti sóknarmaður deildarinnar. Ef vörnin smellur saman, Jokanovic reynist góður liðsstyrkur og Sigurbergur getur beitt sér er ÍBV með lið sem getur unnið titla. Leikmannahópurinn er reyndur, búið að byggja upp sigurhefð í Eyjum og þjálfarinn er afar fær.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00