Nýársspá Siggu Kling – Fiskurinn: Púslin raðast upp í sumar Sigga Kling skrifar 4. janúar 2019 09:00 Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar. Þú ert svo góður í orðum og að sannfæra aðra og hjálpa og þú ert líka frábær áheyrandi sem er frekar sjaldgæfur eiginleiki og þú heillast af öðru fólki og öllu því sem það gerir. Mér finnst svo fallegt eins og það er orðað á ensku „a people person“ sem á svo vissulega vel við þig á þessu ári því þú munt svo einlæglega snerta hjörtu, hug og sálir út um allt. Þú sérð lífið eins og veislu og þetta ár gerir þig að svo stórfenglegum veislustjóra, sem tengist ástinni, fjölskyldunni, dýrunum og hverju því sem þú leggur þitt ástfóstur við. Þú veist svo innilega að styrkur þinn og lífið snýst um gæsku en ekki yfirráð, það elska þig svo margir og talan sem fylgir þér 2019 er talan sex og hennir fylgir andlegur friður og ró. Þannig að á þessu ári þarftu alls ekki að draga úr hraðanum, né passa þig á nokkurn hátt, heldur leyfa þér að fara út um víðan völl, skína og vera alls ekki á bremsunni. Þú hefur mikil tækifæri til að verða vellríkur, en þú finnur alltaf leið til að láta peningana renna annað, til dæmis til góðgerðasamtaka, eða innan fjölskyldunnar og þú getur orðið ansi eyðslusamur á þessu ári, en það gerir ekkert til því allt sem þú gefur kemur þúsundfalt til baka. Þegar þú sérð sumarið koma þá raðast púslið upp 100%, en það eru of mörg púsl í kassanum hjá þér og þess vegna hefurðu ekki séð heildar útkomuna eða styrkleikana. Án þess að þú breytir nokkru eða takir stórar ákvarðanir munu manneskjur hverfa úr lífi þínu og þú sérð að það er fyrir bestu. Þetta ár verður svipað og þú sért að grafa eftir gulli, þú hefur fundið nokkra góða mola sem hafa reddað hlutunum, en þú ert bara nokkrum sentimetrum frá Gullæðinni miklu.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar. Þú ert svo góður í orðum og að sannfæra aðra og hjálpa og þú ert líka frábær áheyrandi sem er frekar sjaldgæfur eiginleiki og þú heillast af öðru fólki og öllu því sem það gerir. Mér finnst svo fallegt eins og það er orðað á ensku „a people person“ sem á svo vissulega vel við þig á þessu ári því þú munt svo einlæglega snerta hjörtu, hug og sálir út um allt. Þú sérð lífið eins og veislu og þetta ár gerir þig að svo stórfenglegum veislustjóra, sem tengist ástinni, fjölskyldunni, dýrunum og hverju því sem þú leggur þitt ástfóstur við. Þú veist svo innilega að styrkur þinn og lífið snýst um gæsku en ekki yfirráð, það elska þig svo margir og talan sem fylgir þér 2019 er talan sex og hennir fylgir andlegur friður og ró. Þannig að á þessu ári þarftu alls ekki að draga úr hraðanum, né passa þig á nokkurn hátt, heldur leyfa þér að fara út um víðan völl, skína og vera alls ekki á bremsunni. Þú hefur mikil tækifæri til að verða vellríkur, en þú finnur alltaf leið til að láta peningana renna annað, til dæmis til góðgerðasamtaka, eða innan fjölskyldunnar og þú getur orðið ansi eyðslusamur á þessu ári, en það gerir ekkert til því allt sem þú gefur kemur þúsundfalt til baka. Þegar þú sérð sumarið koma þá raðast púslið upp 100%, en það eru of mörg púsl í kassanum hjá þér og þess vegna hefurðu ekki séð heildar útkomuna eða styrkleikana. Án þess að þú breytir nokkru eða takir stórar ákvarðanir munu manneskjur hverfa úr lífi þínu og þú sérð að það er fyrir bestu. Þetta ár verður svipað og þú sért að grafa eftir gulli, þú hefur fundið nokkra góða mola sem hafa reddað hlutunum, en þú ert bara nokkrum sentimetrum frá Gullæðinni miklu.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira