Viltu finna sólina í vetur? Elín Albertsdóttir skrifar 7. janúar 2019 21:00 Phuket í Taílandi er uppáhaldsstaður margra Íslendinga. Nú þegar einn lengsti mánuður ársins er genginn í garð eru væntanlega margir sem sakna hlýju, birtu og sólar. Vetrarfrí styttir biðina til sumarsins og það eru allmargir staðir að velja um. Flestir Íslendingar fara til Tenerife eða Gran Kanarí yfir vetrartímann. Þar er eiginlega alltaf sól og gott veður. Þótt Tenerife sé langvinsælasti staðurinn af Kanaríeyjunum þá væri alveg gaman að prófa nýjan stað. Hvað með Lanzarote eða Fuerteventura? Eða dvelja í borg á þessum eyjum, Las Palmas á Gran Kanarí eða Santa Cruz á Tenerife? Í janúar er meðalhiti í þessum borgum 17 stig en heit sólin eykur hitann enn frekar. Það er þægilegt veðurfar til gönguferða og útiveru. Það tekur um það bil fimm og hálfa klukkustund að fljúga til Kanaríeyja frá Íslandi. Það má vel nefna Máritíus sem er gríðarlega falleg eyja ekki langt frá Madagaskar. Eyjan er í Indlandshafi úti fyrir suðausturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar eru líka spennandi kostur fyrir þá sem vilja fara á nýjan stað og njóta sólar.Margt spennandi í boði Flórída er annar kostur. Þar er hlýtt og notalegt. Meðalhitinn í Miami í desember er 20,6 gráður en algengur hiti er 24,8 gráður. Það er hægt að velja um marga frábæra staði á Flórída til að heimsækja. Orlando þar sem hinn vinsæli ævintýragarður Disney World er. Margir fara til Tampa, St. Petersborg eða Fort Lauderdale. Þægilegast er að hafa bíl til umráða í Flórída. Það er rúmlega átta stunda flug til Flórída. Ástralía er sömuleiðis kostur. Þar er sumar og sól en sumarmánuðir eru frá desember til febrúar. Meðalhiti getur farið upp í 25 gráður og jafnvel meira í janúar. Þann 26. janúar er þjóðhátíðardagur Ástrala og mikið um að vera alls staðar. Sydney hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða. Ekki er beint flug frá borgum í Evrópu til Sydney en hægt að millilenda í Singapore sem er reyndar ákaflega skemmtileg borg að heimsækja.Ha Long-flói í Víetnam er einstakur staður að heimsækja. Boðið er upp á siglingu umhverfis kletta og smáeyjar.Taíland eða Víetnam Hvernig væri að finna sólina í Taílandi? Það er reyndar uppáhaldsstaður margra Íslendinga sem fara þangað ár eftir ár þrátt fyrir langt flug. Það er þurrkatímabil í Taílandi frá desember fram í apríl. Fallegar strendur draga marga til sín og í Taílandi er afar góður matur. Phuket-eyja er ákaflega vinsæll staður að heimsækja. Phuket er stærsta eyja Taílands og býður upp á gríðarlega fallegar strendur og stórbrotið umhverfi. Jafnframt er upplifun að koma til Bangkok en þangað er tæplega tíu klukkustunda flug frá til dæmis Helsinki. Víetnam er áhugaverður kostur. Þar liggur mikil saga og áhugavert að hlusta á þarlenda fararstjóra segja frá sinni hlið á sögunni. Meðalaldur í Víetnam er ekki hár þar sem stór hluti þjóðarinnar féll í stríðinu. Enn eru margir akrar í Víetnam eitraðir eftir þennan hörmulega tíma. Margt framandi er að sjá í Víetnam. Ha Long-flói er ótrúlegur staður og einstaklega áhugavert að sigla þar um á milli fallegra kletta. Ha Long-flói hefur komið við sögu í mörgum bíómyndum, meðal annars James Bond. Ha Long er ekki langt frá Hanoí.Margir velja að fara aftur og aftur til Tenerife yfir vetrartímann í stað þess að leggja í ævintýri í framandi löndum. Tenerife er góður staður fyrir afslöppun.Um Karíbahafið Karíbahafið er vissulega áhugavert. Þar eru margar fallegar eyjar til að heimsækja yfir vetrartímann. Barbados eða Bahamaeyjar. Eða heimsækja nokkrar eyjar í einni ferð með skemmtiferðaskipi. Þá er að vísu stutt stopp á hverjum stað. Mexíkó gæti líka verið ákaflega spennandi áfangastaður. Margir staðir koma til greina yfir vetrartímann þar sem sólina er að finna. Allt eftir því hvað fólk vill eyða miklum peningum í ferðina eða hverju það er að sækjast eftir. Brasilía væri örugglega áhugaverður staður fyrir marga á meðan aðrir kjósa að fara alltaf á sama staðinn, til dæmis Tenerife. Ef maður er ekki að hugsa um sólina þá er hægt að skreppa í borgarferð og gera góð kaup á útsölum í janúar. Ofarlega á lista eru Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, París, London, New York eða Boston. Það er kalt í mörgum þessara borga yfir vetrartímann og þess vegna nauðsynlegt að klæða sig vel sé haldið þangað. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Nú þegar einn lengsti mánuður ársins er genginn í garð eru væntanlega margir sem sakna hlýju, birtu og sólar. Vetrarfrí styttir biðina til sumarsins og það eru allmargir staðir að velja um. Flestir Íslendingar fara til Tenerife eða Gran Kanarí yfir vetrartímann. Þar er eiginlega alltaf sól og gott veður. Þótt Tenerife sé langvinsælasti staðurinn af Kanaríeyjunum þá væri alveg gaman að prófa nýjan stað. Hvað með Lanzarote eða Fuerteventura? Eða dvelja í borg á þessum eyjum, Las Palmas á Gran Kanarí eða Santa Cruz á Tenerife? Í janúar er meðalhiti í þessum borgum 17 stig en heit sólin eykur hitann enn frekar. Það er þægilegt veðurfar til gönguferða og útiveru. Það tekur um það bil fimm og hálfa klukkustund að fljúga til Kanaríeyja frá Íslandi. Það má vel nefna Máritíus sem er gríðarlega falleg eyja ekki langt frá Madagaskar. Eyjan er í Indlandshafi úti fyrir suðausturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar eru líka spennandi kostur fyrir þá sem vilja fara á nýjan stað og njóta sólar.Margt spennandi í boði Flórída er annar kostur. Þar er hlýtt og notalegt. Meðalhitinn í Miami í desember er 20,6 gráður en algengur hiti er 24,8 gráður. Það er hægt að velja um marga frábæra staði á Flórída til að heimsækja. Orlando þar sem hinn vinsæli ævintýragarður Disney World er. Margir fara til Tampa, St. Petersborg eða Fort Lauderdale. Þægilegast er að hafa bíl til umráða í Flórída. Það er rúmlega átta stunda flug til Flórída. Ástralía er sömuleiðis kostur. Þar er sumar og sól en sumarmánuðir eru frá desember til febrúar. Meðalhiti getur farið upp í 25 gráður og jafnvel meira í janúar. Þann 26. janúar er þjóðhátíðardagur Ástrala og mikið um að vera alls staðar. Sydney hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða. Ekki er beint flug frá borgum í Evrópu til Sydney en hægt að millilenda í Singapore sem er reyndar ákaflega skemmtileg borg að heimsækja.Ha Long-flói í Víetnam er einstakur staður að heimsækja. Boðið er upp á siglingu umhverfis kletta og smáeyjar.Taíland eða Víetnam Hvernig væri að finna sólina í Taílandi? Það er reyndar uppáhaldsstaður margra Íslendinga sem fara þangað ár eftir ár þrátt fyrir langt flug. Það er þurrkatímabil í Taílandi frá desember fram í apríl. Fallegar strendur draga marga til sín og í Taílandi er afar góður matur. Phuket-eyja er ákaflega vinsæll staður að heimsækja. Phuket er stærsta eyja Taílands og býður upp á gríðarlega fallegar strendur og stórbrotið umhverfi. Jafnframt er upplifun að koma til Bangkok en þangað er tæplega tíu klukkustunda flug frá til dæmis Helsinki. Víetnam er áhugaverður kostur. Þar liggur mikil saga og áhugavert að hlusta á þarlenda fararstjóra segja frá sinni hlið á sögunni. Meðalaldur í Víetnam er ekki hár þar sem stór hluti þjóðarinnar féll í stríðinu. Enn eru margir akrar í Víetnam eitraðir eftir þennan hörmulega tíma. Margt framandi er að sjá í Víetnam. Ha Long-flói er ótrúlegur staður og einstaklega áhugavert að sigla þar um á milli fallegra kletta. Ha Long-flói hefur komið við sögu í mörgum bíómyndum, meðal annars James Bond. Ha Long er ekki langt frá Hanoí.Margir velja að fara aftur og aftur til Tenerife yfir vetrartímann í stað þess að leggja í ævintýri í framandi löndum. Tenerife er góður staður fyrir afslöppun.Um Karíbahafið Karíbahafið er vissulega áhugavert. Þar eru margar fallegar eyjar til að heimsækja yfir vetrartímann. Barbados eða Bahamaeyjar. Eða heimsækja nokkrar eyjar í einni ferð með skemmtiferðaskipi. Þá er að vísu stutt stopp á hverjum stað. Mexíkó gæti líka verið ákaflega spennandi áfangastaður. Margir staðir koma til greina yfir vetrartímann þar sem sólina er að finna. Allt eftir því hvað fólk vill eyða miklum peningum í ferðina eða hverju það er að sækjast eftir. Brasilía væri örugglega áhugaverður staður fyrir marga á meðan aðrir kjósa að fara alltaf á sama staðinn, til dæmis Tenerife. Ef maður er ekki að hugsa um sólina þá er hægt að skreppa í borgarferð og gera góð kaup á útsölum í janúar. Ofarlega á lista eru Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, París, London, New York eða Boston. Það er kalt í mörgum þessara borga yfir vetrartímann og þess vegna nauðsynlegt að klæða sig vel sé haldið þangað.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira