Kjartan Hansson hefur verið ráðinn forstöðumaður rafrænna þjónustulausna á hugbúnaðarsviði Origo.
Frá þessu er greint í tilkynningu en þar segir jafnframt að undanfarin ár hafi Kjartan starfað sem forstöðumaður vöruþróunar hjá Alva. Þar áður var hann vörustjóri og deildarstjóri hjá Meniga og deildarstjóri netviðskipta hjá Íslandsbanka.
Kjartan er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði hjá Háskólanum í Reykjavík.
Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni en þar starfa um 450 manns.
Viðskipti innlent