Lífið

Jason Momoa kvaddi Khal Drogo með því að láta skeggið fjúka

Atli Ísleifsson skrifar
Jason Momoa hafði ekki rakað sig síðan 2012.
Jason Momoa hafði ekki rakað sig síðan 2012.
Jason Momoa hefur látið skeggið sitt fjúka. Skeggið hefur verið eitt helsta útlitseinkenni leikarans bandaríska sem hefur farið með hlutverk Aquaman í samnefndri kvikmynd og Khal Drogo í Game of Thrones þáttunum.

Momoa birtir myndband á YouTube-rás sinni þar sem má sjá hann í fallegu umhverfi vera að raka sig með rakvél. „Bless Drogo,“ segir Momoa, og vísar þar í að áttunda og síðasta þáttaröð Game of Thrones er nú í sýningu. Hann muni því ekki túlka Drogo, stríðshöfðingja Dothraki ættbálksins, á nýjan leik.

Í upphafi myndbandsins að hann hafi ekki rakað sig síðan 2012.

Momoa segir þó meginástæðu þess að hann raki sig fyrir framan myndavélarnar vera að hann vilji vekja athygli á skaðsemi plastflaskna fyrir umhverfið þar sem þær séu ekki eru endurvinnanlegar að fullu. Hvetur hann þess í stað til notkunar áldósa sem má endurvinna að fullu.

Að neðan má sjá myndbandið og í lokin birtist hann áhorfendum skegglaus, Jason Momoa.




Tengdar fréttir

Króli lét lokkana fjúka

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, lét fræga lokkana sína fjúka fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.