Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur: „Margir á Íslandi vita ekki einu sinni af reikningi mínum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2019 10:30 Eva Laufey ræddi við Ásu Steinarsdóttur. Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira