Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur: „Margir á Íslandi vita ekki einu sinni af reikningi mínum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2019 10:30 Eva Laufey ræddi við Ásu Steinarsdóttur. Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira