Patrekur: Ekkert partý hjá mér Arnar Helgi Magnússon skrifar 1. mars 2019 21:58 Patrekur var glaður með sína drengi í kvöld. vísir/bára Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssingar, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn FH í kvöld. Leiknum lauk með 26-23 sigri Selfyssinga. „Við byrjuðum leikinn frábærlega, sérstaklega varnarlega. Við fórum vel eftir plani og ég veit ekki hversu mörg fríköst við fengum. Ég held að við höfum lagt grunninn að sigrinum með því að spila svona vel í byrjun.“ „Við hikstuðum aðeins í byrjun síðari hálfleiks sóknarlega og þá nýttu leikmenn FH sér það, Jóhann Birgir, Bjarni, Ási og fleiri. Þetta var bara hörkuleikur, toppslagur og ég er ánægður með stigin.“ Selfyssingar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en fyrsta mark liðsins í síðari hálfleik kom ekki fyrr en eftir níu mínútur. „Manni finnst það ekkert gott þegar við náum ekki að skora í svona langan tíma og það fór um mann. Maður reynir bara að vera með kaldan haus og fara ekkert á taugum.“ „Ég hugsaði lengi að fara í sjö á sex en svo vorum við að fá margar góðar opnanir og það var svo mikið pláss þannig að við fórum ekki í það. Við héldum haus og strákarnir voru frábærarir, húsið, stemningin, allt eins og það á að vera.“ „Þú mátt aldrei slaka á á móti FH, þetta er bara það gott lið. Þeir hafa verið að spila mjög vel og fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Ég er ánægður með það hvernig liðið kom inn í þennan leik. Við vorum samstilltir og það voru allir að berjast fyrir hvorn annan.“ Selfyssingar eiga ekki leik fyrr en eftir rúmar tvær vikur en næstu helgi verður leikið í bikarnum. Patrekur ætlar þrátt fyrir fríið ekki að halda Eurovision partý á morgun. „Nei, ég ætla að fara í smá frí þannig að það verður ekkert partý hjá mér,“ sagði Patrekur léttur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssingar, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn FH í kvöld. Leiknum lauk með 26-23 sigri Selfyssinga. „Við byrjuðum leikinn frábærlega, sérstaklega varnarlega. Við fórum vel eftir plani og ég veit ekki hversu mörg fríköst við fengum. Ég held að við höfum lagt grunninn að sigrinum með því að spila svona vel í byrjun.“ „Við hikstuðum aðeins í byrjun síðari hálfleiks sóknarlega og þá nýttu leikmenn FH sér það, Jóhann Birgir, Bjarni, Ási og fleiri. Þetta var bara hörkuleikur, toppslagur og ég er ánægður með stigin.“ Selfyssingar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en fyrsta mark liðsins í síðari hálfleik kom ekki fyrr en eftir níu mínútur. „Manni finnst það ekkert gott þegar við náum ekki að skora í svona langan tíma og það fór um mann. Maður reynir bara að vera með kaldan haus og fara ekkert á taugum.“ „Ég hugsaði lengi að fara í sjö á sex en svo vorum við að fá margar góðar opnanir og það var svo mikið pláss þannig að við fórum ekki í það. Við héldum haus og strákarnir voru frábærarir, húsið, stemningin, allt eins og það á að vera.“ „Þú mátt aldrei slaka á á móti FH, þetta er bara það gott lið. Þeir hafa verið að spila mjög vel og fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Ég er ánægður með það hvernig liðið kom inn í þennan leik. Við vorum samstilltir og það voru allir að berjast fyrir hvorn annan.“ Selfyssingar eiga ekki leik fyrr en eftir rúmar tvær vikur en næstu helgi verður leikið í bikarnum. Patrekur ætlar þrátt fyrir fríið ekki að halda Eurovision partý á morgun. „Nei, ég ætla að fara í smá frí þannig að það verður ekkert partý hjá mér,“ sagði Patrekur léttur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira