Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Frosti Logason skrifar 1. mars 2019 15:53 Jæja hópurinn, Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar og Gulu vestin eru á meðal þeirra hópa sem hvetja til sniðgöngu á verslunum Haga í dag, föstudaginn 1. mars. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, sagði frá uppátækinu í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. „Nú er útborgunardagur, og það náttúrlega er dagur óréttlætis. Hagkaup og Hagar eru að borga út í dag og Finnur Árnason, sem er forstjórinn, hann fær 5.875.000 krónur útborgað en fólkið sem er að vinna á kassanum fær 270 þúsund. Þegar þú ert búinn að taka skatta frá fær sá sem er með lægstu launin svona 235 þúsund krónur útborgað.“ Því næst tók Gunnar Smári dæmi um hversu erfitt það er að draga fram lífið á slíkum launum: „Lítil 50 fermetra íbúð kostar svona 200 þannig að kassadaman hefur 35 þúsund kall til að lifa út mánuðinn. Ef að Finnur mundi leigja þessa sömu íbúð að þá á hann 5.675.000 krónur til að lifa út mánuðinn. Á móti 35 þúsund kalli, þetta er gríðarlegur munur, þess vegna er þetta dagur óréttlætis.“ Þáttastjórnandinn Máni Pétursson greip því næst orðið og benti á að ekki væri sanngjarnt að persónugera þetta ástand í forstjóra fyrirtækisins Finni Árnasyni. „Við skulum ekki vera gera hann að einhverjum óvini og illmenni, hann er náttúrulega bara í vinnu fyrir lífeyrissjóðina sem þetta fólk í verkalýðshreyfingunni greiðir í, ekki satt?“ Spurði Máni. Gunnar Smári benti þá á að rök sem þessi hefðu verið gerð ógild í réttarhöldum yfir nasistum á árunum eftir seinni heimstyrjöld: „Sko, mér leiðist að þurfa vitna til þriðja ríkis Hitlers og uppgjörsins við það. Í Nürnberg voru þessi rök „ég var bara í vinnunni,“ þau voru felld. Eftir Nürnberg, þá gildir þetta ekki. Þú mátt ekki segja, og það eru bara ekki gild siðferðis eða lagaleg rök, að ég hélt bara fólkinu niðri þannig að það ætti bara fyrir mat til svona fimmtánda hvers mánaðar af því mér var sagt að gera það.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Gunnar Smára í spilaranum að ofan. Harmageddon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon
Jæja hópurinn, Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar og Gulu vestin eru á meðal þeirra hópa sem hvetja til sniðgöngu á verslunum Haga í dag, föstudaginn 1. mars. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, sagði frá uppátækinu í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. „Nú er útborgunardagur, og það náttúrlega er dagur óréttlætis. Hagkaup og Hagar eru að borga út í dag og Finnur Árnason, sem er forstjórinn, hann fær 5.875.000 krónur útborgað en fólkið sem er að vinna á kassanum fær 270 þúsund. Þegar þú ert búinn að taka skatta frá fær sá sem er með lægstu launin svona 235 þúsund krónur útborgað.“ Því næst tók Gunnar Smári dæmi um hversu erfitt það er að draga fram lífið á slíkum launum: „Lítil 50 fermetra íbúð kostar svona 200 þannig að kassadaman hefur 35 þúsund kall til að lifa út mánuðinn. Ef að Finnur mundi leigja þessa sömu íbúð að þá á hann 5.675.000 krónur til að lifa út mánuðinn. Á móti 35 þúsund kalli, þetta er gríðarlegur munur, þess vegna er þetta dagur óréttlætis.“ Þáttastjórnandinn Máni Pétursson greip því næst orðið og benti á að ekki væri sanngjarnt að persónugera þetta ástand í forstjóra fyrirtækisins Finni Árnasyni. „Við skulum ekki vera gera hann að einhverjum óvini og illmenni, hann er náttúrulega bara í vinnu fyrir lífeyrissjóðina sem þetta fólk í verkalýðshreyfingunni greiðir í, ekki satt?“ Spurði Máni. Gunnar Smári benti þá á að rök sem þessi hefðu verið gerð ógild í réttarhöldum yfir nasistum á árunum eftir seinni heimstyrjöld: „Sko, mér leiðist að þurfa vitna til þriðja ríkis Hitlers og uppgjörsins við það. Í Nürnberg voru þessi rök „ég var bara í vinnunni,“ þau voru felld. Eftir Nürnberg, þá gildir þetta ekki. Þú mátt ekki segja, og það eru bara ekki gild siðferðis eða lagaleg rök, að ég hélt bara fólkinu niðri þannig að það ætti bara fyrir mat til svona fimmtánda hvers mánaðar af því mér var sagt að gera það.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Gunnar Smára í spilaranum að ofan.
Harmageddon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon