Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2019 15:28 Samkvæmt könnun Maskínu eru Hatari og Friðrik Ómar líklegastir í Söngvakeppninni. Rúmlega 37% þeirra sem ætla að fylgjast með Söngvakeppninni munu líklegast kjósa lag Hatara, „Hatrið mun sigra“. Þetta kemur fram í könnun Maskínu en þar segir að á milli 23% og 24% ætla að kjósa lag Friðriks Ómars, „Hvað ef ég get ekki elskað“ og stefnir því í það að baráttan verði á milli Hatara og Friðriks Ómars. Rúmlega 11% ætla að kjósa lag Kristinu Bærendsen „Mama Said“. Tæplega 21% svarenda hafa ekki myndað sér skoðun á því hvaða lag þeir muni koma til með að kjósa. Samkvæmt könnuninni ætla 63 til 65 prósent Íslendinga að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Í tilkynningu frá Maskínu er tekið fram að enginn yngri en átján ára tók þátt í könnuninni. Karlar (42,9%) eru töluvert líklegri en konur (31,8%) til þess að kjósa Hatara. Konur eru líklegri til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,3%) en karlar (14,1%). Þá er mikill munur á því hvaða aldurshópar koma til með að kjósa Hatara. Á bilinu 10% og 11% þeirra sem eru 60 ára eða eldri ætla að kjósa Hatara samanborið við um 56% Íslendinga á aldrinum 40-49 ára. Íslendingar 60 ára og eldri eru líklegastir til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,7%) og fólk á aldrinum 40 til 49 ára ólíklegast (19,4%).Aðspurðir hvaða lag Íslendingar telji að muni sigra í Söngvakeppninni, segir nær helmingur að lag Hatara komi til með að bera sigur úr býtum. Á eftir Hatara kemur Friðrik Ómar, en á bilinu 24% og 25% telja að hann sigri í keppninni annað kvöld. Tæplega 62% Íslendinga sem ætla að kjósa Hatara telja að lagið sigri í keppninni en rúmlega 51% þeirra sem ætla að kjósa Friðrik Ómar telja að hann komi til með að sigra.Svarendur voru 704 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 22. febrúar- 1. mars 2019. Eurovision Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Rúmlega 37% þeirra sem ætla að fylgjast með Söngvakeppninni munu líklegast kjósa lag Hatara, „Hatrið mun sigra“. Þetta kemur fram í könnun Maskínu en þar segir að á milli 23% og 24% ætla að kjósa lag Friðriks Ómars, „Hvað ef ég get ekki elskað“ og stefnir því í það að baráttan verði á milli Hatara og Friðriks Ómars. Rúmlega 11% ætla að kjósa lag Kristinu Bærendsen „Mama Said“. Tæplega 21% svarenda hafa ekki myndað sér skoðun á því hvaða lag þeir muni koma til með að kjósa. Samkvæmt könnuninni ætla 63 til 65 prósent Íslendinga að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Í tilkynningu frá Maskínu er tekið fram að enginn yngri en átján ára tók þátt í könnuninni. Karlar (42,9%) eru töluvert líklegri en konur (31,8%) til þess að kjósa Hatara. Konur eru líklegri til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,3%) en karlar (14,1%). Þá er mikill munur á því hvaða aldurshópar koma til með að kjósa Hatara. Á bilinu 10% og 11% þeirra sem eru 60 ára eða eldri ætla að kjósa Hatara samanborið við um 56% Íslendinga á aldrinum 40-49 ára. Íslendingar 60 ára og eldri eru líklegastir til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,7%) og fólk á aldrinum 40 til 49 ára ólíklegast (19,4%).Aðspurðir hvaða lag Íslendingar telji að muni sigra í Söngvakeppninni, segir nær helmingur að lag Hatara komi til með að bera sigur úr býtum. Á eftir Hatara kemur Friðrik Ómar, en á bilinu 24% og 25% telja að hann sigri í keppninni annað kvöld. Tæplega 62% Íslendinga sem ætla að kjósa Hatara telja að lagið sigri í keppninni en rúmlega 51% þeirra sem ætla að kjósa Friðrik Ómar telja að hann komi til með að sigra.Svarendur voru 704 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 22. febrúar- 1. mars 2019.
Eurovision Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira