Stórmeistari í skák í símanum á klósettinu: Svindlið skekur skákheiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:30 Myndin af Igors Rausis í símanum. Skákheimurinn hristist þessa dagana eftir að komust upp um svindl hjá lettneskum stórmeistara í skák. Þetta var ekki bara einhver skákmaður heldur einn af þeim sextíu bestu í heimi. Hinn 58 ára gamli Igors Rausis sást nefnilega vera í símanum á klósettinu. Seinna fannst líka síminn sem hann notaði. Alþjóða skáksambandið gaf út yfirlýsingu í framhaldinu þar sem sagt var að sambandið hefði úrskurðað skákmann á mótinu í keppnisbann. Igors Rausis viðurkenndi brot sín og segist núna vera búinn að leggja taflmennina á hilluna. Fólk hafði lengi grunað Igors Rausis um svindl og það var þess vegna sem einhver fylgdi honum eftir inn á klósettið og tók síðan mynd af því þegar hann tók upp símann. Chess.com sagði einnig frá því að sími hafi fundist á klósettinu sem Rausis notaði þegar hann var að keppa á Opna Strasbourg mótinu í skák.Chess grandmaster admits to cheating with phone on toilet during tournament https://t.co/FukRae99od — Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2019Igors Rausis hefur verið stórmeistari í skák frá árinu 1992 og er með 2686 elóstig. Hann var síðast í 53. sæti á heimslistanum. Rausis var líka langelstur í hópi bestu skákmanna heims en hann er sjö árum eldri en sá næsti inn á heimslistanum. Emil Sutovsky, framkvæmdastjóri Alþjóða skáksambandsins, sagði að sambandið hafi lengi grunað Igors Rausis um svindl og að þetta hafi jafnframt aðeins verið fyrsta skrefið af mörgum í baráttunni gegn svindli í skákheiminum. Það sem þótti grunsamlegt við frammistöðu Igors Rausis við taflborðið var að hann hafði hækkað sig um 200 elóstig á síðustu árum eftir að hafa verið fastur í 2500 elóstigum í áratug eða meira. Skák Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira
Skákheimurinn hristist þessa dagana eftir að komust upp um svindl hjá lettneskum stórmeistara í skák. Þetta var ekki bara einhver skákmaður heldur einn af þeim sextíu bestu í heimi. Hinn 58 ára gamli Igors Rausis sást nefnilega vera í símanum á klósettinu. Seinna fannst líka síminn sem hann notaði. Alþjóða skáksambandið gaf út yfirlýsingu í framhaldinu þar sem sagt var að sambandið hefði úrskurðað skákmann á mótinu í keppnisbann. Igors Rausis viðurkenndi brot sín og segist núna vera búinn að leggja taflmennina á hilluna. Fólk hafði lengi grunað Igors Rausis um svindl og það var þess vegna sem einhver fylgdi honum eftir inn á klósettið og tók síðan mynd af því þegar hann tók upp símann. Chess.com sagði einnig frá því að sími hafi fundist á klósettinu sem Rausis notaði þegar hann var að keppa á Opna Strasbourg mótinu í skák.Chess grandmaster admits to cheating with phone on toilet during tournament https://t.co/FukRae99od — Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2019Igors Rausis hefur verið stórmeistari í skák frá árinu 1992 og er með 2686 elóstig. Hann var síðast í 53. sæti á heimslistanum. Rausis var líka langelstur í hópi bestu skákmanna heims en hann er sjö árum eldri en sá næsti inn á heimslistanum. Emil Sutovsky, framkvæmdastjóri Alþjóða skáksambandsins, sagði að sambandið hafi lengi grunað Igors Rausis um svindl og að þetta hafi jafnframt aðeins verið fyrsta skrefið af mörgum í baráttunni gegn svindli í skákheiminum. Það sem þótti grunsamlegt við frammistöðu Igors Rausis við taflborðið var að hann hafði hækkað sig um 200 elóstig á síðustu árum eftir að hafa verið fastur í 2500 elóstigum í áratug eða meira.
Skák Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira