„Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2019 14:30 Þura Stína segist ekki hafa neitt persónulegt á móti Önnu Svövu. „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás 1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi, sem er í fyrsta lagi ekki sönn staðhæfing en þetta er eins og að segja að allir kvenmenn séu lélegir í einhverju ákveðnu starfi sem er auðvitað ótrúlega litað af sexisma og fáfræði,“ segir Þura Stína sem er í rappsveitinni Reykjavíkurdætrum. Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki. Bæði Þura Stína og Steiney Skúladóttir tjáðu sig um málið á Twitter eins og Lífið greindi frá fyrr í dag. „Að heyra í sífellu að maður geti ekki gert eitthvað vel einungis á þeim forsendum að vera af ákveðnu kyni er bæði orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt,“ segir Þura og bætir við að Reykjavíkurdætur séu ekki einu kvenrapparnir á landinu. „Þó að við höfum vissulega skapað ákveðið pláss fyrir konur í hip hopi að þá finnst mér ekki skrýtið af hverju það eru ekki að koma upp enn fleiri kvenrapparar á Íslandi ef þetta er ennþá ljóta viðmótið sem samfélagið okkar setur fram.“ Hún segist ekki hafa neitt á móti Önnu Svövu. „Þetta er engin persónleg árás á hennar brandara í einhverju uppistandi og fólk má auðvitað hafa sínar skoðanir á hverju sem er. Heldur snýst þetta meira um öll þau neikvæðu comment sem við erum stanslaust búnar að vera fá frá íslensku samfélagi út frá okkar sköpun og vinnu. Það eru ekki þessi sérstöku ummæli sem eru að koma okkur í opna skjöldu heldur að þetta sé ennþá viðhorfið sem á sér stað þegar ég til dæmis sit og svara fréttamanni á milli þess sem ég er að fara á fundi á erlendri tónlistarhátíð þar sem Reykjavíkurdætur eru að koma fram en ég er á miðju tónleikaferðalagi um Evrópu með hinni íslensku kvenrappsveitinni minni.“Hvað finnst ykkur um að það sé verið að bóka ykkur erlendis en minna hér á landi?„Auðvitað get ég ekki svarað fyrir bókanir á Íslandi beint en það virðist enn vera vandamál fyrir íslenska bókara að finna konur til að bóka en það stafar kannski t.d. af því að þeir/þær hafa ekki einu samband,“ segir Þura sem stödd er í Hamborg í Þýskalandi með Reykjavíkurdætrum en þær koma fram á Reeperbahn festival á föstudaginn. Í þættinum Lestin á Rás 1 segir: „Þeir sem síður eru tilbúnir að hlægja með honum borga sig væntanlega ekki inn á sýningarnar hans. Anna Svava náði fram öðru afhjúpandi augnabliki þegar hún sagði enga góða kvenrappara vera að finna á Íslandi. Salurinn hikaði en þá líkti hún Reykjavíkurdætrum við leirlistaverk sem barnið manns kemur með heim úr skólanum. Manni verður að finnast það stórkostlegt eða allavega þykjast. Við þetta sprakk salurinn og klappaði ákaft.“ Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
„Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás 1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi, sem er í fyrsta lagi ekki sönn staðhæfing en þetta er eins og að segja að allir kvenmenn séu lélegir í einhverju ákveðnu starfi sem er auðvitað ótrúlega litað af sexisma og fáfræði,“ segir Þura Stína sem er í rappsveitinni Reykjavíkurdætrum. Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki. Bæði Þura Stína og Steiney Skúladóttir tjáðu sig um málið á Twitter eins og Lífið greindi frá fyrr í dag. „Að heyra í sífellu að maður geti ekki gert eitthvað vel einungis á þeim forsendum að vera af ákveðnu kyni er bæði orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt,“ segir Þura og bætir við að Reykjavíkurdætur séu ekki einu kvenrapparnir á landinu. „Þó að við höfum vissulega skapað ákveðið pláss fyrir konur í hip hopi að þá finnst mér ekki skrýtið af hverju það eru ekki að koma upp enn fleiri kvenrapparar á Íslandi ef þetta er ennþá ljóta viðmótið sem samfélagið okkar setur fram.“ Hún segist ekki hafa neitt á móti Önnu Svövu. „Þetta er engin persónleg árás á hennar brandara í einhverju uppistandi og fólk má auðvitað hafa sínar skoðanir á hverju sem er. Heldur snýst þetta meira um öll þau neikvæðu comment sem við erum stanslaust búnar að vera fá frá íslensku samfélagi út frá okkar sköpun og vinnu. Það eru ekki þessi sérstöku ummæli sem eru að koma okkur í opna skjöldu heldur að þetta sé ennþá viðhorfið sem á sér stað þegar ég til dæmis sit og svara fréttamanni á milli þess sem ég er að fara á fundi á erlendri tónlistarhátíð þar sem Reykjavíkurdætur eru að koma fram en ég er á miðju tónleikaferðalagi um Evrópu með hinni íslensku kvenrappsveitinni minni.“Hvað finnst ykkur um að það sé verið að bóka ykkur erlendis en minna hér á landi?„Auðvitað get ég ekki svarað fyrir bókanir á Íslandi beint en það virðist enn vera vandamál fyrir íslenska bókara að finna konur til að bóka en það stafar kannski t.d. af því að þeir/þær hafa ekki einu samband,“ segir Þura sem stödd er í Hamborg í Þýskalandi með Reykjavíkurdætrum en þær koma fram á Reeperbahn festival á föstudaginn. Í þættinum Lestin á Rás 1 segir: „Þeir sem síður eru tilbúnir að hlægja með honum borga sig væntanlega ekki inn á sýningarnar hans. Anna Svava náði fram öðru afhjúpandi augnabliki þegar hún sagði enga góða kvenrappara vera að finna á Íslandi. Salurinn hikaði en þá líkti hún Reykjavíkurdætrum við leirlistaverk sem barnið manns kemur með heim úr skólanum. Manni verður að finnast það stórkostlegt eða allavega þykjast. Við þetta sprakk salurinn og klappaði ákaft.“
Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00