Lífið

Ramm­stein mót­mælir hin­segin lög­gjöf í Rúss­landi með kossi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Paul Landers og Richard Kruspe kyssast uppi á sviði.
Paul Landers og Richard Kruspe kyssast uppi á sviði. instagram/skjáskot
Þýska hljómsveitin Rammstein er á tónleikaferðalagi vegna nýútgefinnar plötu sem ber sama nafn og sveitin. Á tónleikum sveitarinnar í Moskvu í Rússlandi kysstust tveir meðlimir sveitarinnar til að mótmæla lögum Rússlands um málefni hinsegin fólks.

Paul Landers og Richard Kruspe, gítarleikarar, kysstust uppi á sviði á meðan þeir voru að spila. Sveitin var að brjóta rússnesk lög sem snúa að hinsegin-áróðri sem voru sett í gildi árið 2003 af forseta landsins, Vladimir Putin.

 
 
 
View this post on Instagram
Россия, мы любим тебя! Photos: @jenskochphoto

A post shared by Rammstein (@rammsteinofficial) on Jul 30, 2019 at 10:23am PDT

Lögin eru til þess gerð að koma í veg fyrir að börn sjái eða heyri nokkuð sem talist getur samkynhneigt og var það gert með því að gera það ólöglegt að láta eins og nokkuð sem talist gæti samkynhneigt væri „eðlilegt.“

Útlendingar geta verið settir í varðhald í allt að fimmtán daga eða sektaðir um 5.000 rúblur, sem nemur um 10 þúsund kr. og eru svo sendir úr landi.

Enn hefur ekki verið tilkynnt hvort meðlimir Rammstein munu sæta refsingum. Rammstein birti síðar mynd á Instagram reikningi sínum af Landers og Kruspe að kyssast og var yfirskrift myndarinnar: „Við elskum þig Rússland!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.