Opna átta brauta keiluhöll í gamla Nýló-salnum á Kex-hostel Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar í Egilshöll. Vísir/Eyþór Eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll hyggja á opnun nýs keilusalar í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex-hostels í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar, í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið svona frekar illa varðveitt leyndarmál en það er alveg sjálfsagt að staðfesta að þetta standi til. Í grunninn er það þannig að það stendur til að opna átta brauta keilusal á Kex-hostel,“ segir Jóhannes.Þjóna keiluunnendum í nágrenni miðbæjarins Um er að ræða rými sem kennt er við gamla Nýlistasafnið, gamla Nýló-salinn svokallaða, sem er á neðstu hæð Kex-hostels að Skúlagötu 28. Jóhannes segir salinn stóran og mikinn geym og því tilvalinn undir keilusal, sem þurfi mikið rými. Þá sjá eigendur Keiluhallarinnar og Kex-hostels fyrir sér að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni, sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðaleg til að komast í keilu í Reykjavík. „Það er verið að byggja við sjálft Kex-hostelið þannig að það er verið að taka þetta allt heilmikið í gegn. Hugmyndin er að búa til minni útgáfu af starfseminni sem við erum með í Egilshöll. Hingað til hefur verið langt að fara í keilu fyrir þá sem eru á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum en við ímyndum okkur að geta þjónað þessum bæjarhluta.“Til stendur að opna hina nýju keiluhöll á neðstu hæð Kex-hostels við Skúlagötu 28.Vísir/vilhelmHorfa til næsta árs Aðspurður segir Jóhannes ekki tímabært að negla niður dagsetningu á opnun hinnar nýju keiluhallar. „Það veltur á því hvernig framkvæmdirnar ganga en eins og staðan er núna er bara risastór hola við hliðina á Kex þannig að ég held það væri óskynsamlegt að fara að kasta fram einhverjum dagsetningum. Í draumaheimi opnum við á þessu ári en það gerist örugglega ekki fyrr en 2020.“ Með opnun nýja keilusalarins verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu en salurinn í Egilshöll státar af tuttugu og tveimur brautum. Sú keiluhöll er jafnframt sú eina á höfuðborgarsvæðinu eftir að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var lokað árið 2015. Þá var keiluhöll til húsa í Mjódd frá árinu 1987 en henni var lokað árið 2006. Einnig voru opnaðir keilusalir á Akranesi og á Akureyri en þeim síðarnefnda var lokað með miklum trega árið 2017. Reykjavík Tengdar fréttir Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll hyggja á opnun nýs keilusalar í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex-hostels í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Keiluhallarinnar, í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið svona frekar illa varðveitt leyndarmál en það er alveg sjálfsagt að staðfesta að þetta standi til. Í grunninn er það þannig að það stendur til að opna átta brauta keilusal á Kex-hostel,“ segir Jóhannes.Þjóna keiluunnendum í nágrenni miðbæjarins Um er að ræða rými sem kennt er við gamla Nýlistasafnið, gamla Nýló-salinn svokallaða, sem er á neðstu hæð Kex-hostels að Skúlagötu 28. Jóhannes segir salinn stóran og mikinn geym og því tilvalinn undir keilusal, sem þurfi mikið rými. Þá sjá eigendur Keiluhallarinnar og Kex-hostels fyrir sér að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni, sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðaleg til að komast í keilu í Reykjavík. „Það er verið að byggja við sjálft Kex-hostelið þannig að það er verið að taka þetta allt heilmikið í gegn. Hugmyndin er að búa til minni útgáfu af starfseminni sem við erum með í Egilshöll. Hingað til hefur verið langt að fara í keilu fyrir þá sem eru á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum en við ímyndum okkur að geta þjónað þessum bæjarhluta.“Til stendur að opna hina nýju keiluhöll á neðstu hæð Kex-hostels við Skúlagötu 28.Vísir/vilhelmHorfa til næsta árs Aðspurður segir Jóhannes ekki tímabært að negla niður dagsetningu á opnun hinnar nýju keiluhallar. „Það veltur á því hvernig framkvæmdirnar ganga en eins og staðan er núna er bara risastór hola við hliðina á Kex þannig að ég held það væri óskynsamlegt að fara að kasta fram einhverjum dagsetningum. Í draumaheimi opnum við á þessu ári en það gerist örugglega ekki fyrr en 2020.“ Með opnun nýja keilusalarins verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu en salurinn í Egilshöll státar af tuttugu og tveimur brautum. Sú keiluhöll er jafnframt sú eina á höfuðborgarsvæðinu eftir að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð var lokað árið 2015. Þá var keiluhöll til húsa í Mjódd frá árinu 1987 en henni var lokað árið 2006. Einnig voru opnaðir keilusalir á Akranesi og á Akureyri en þeim síðarnefnda var lokað með miklum trega árið 2017.
Reykjavík Tengdar fréttir Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Keiluhöllin græddi 58 milljónir króna Keiluhöllin í Egilshöll var rekin með 58 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoman var jákvæð um 1,2 milljónir árið 2015 og því um 57 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. 3. maí 2017 11:30
Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ "Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar. 27. júní 2017 19:40