Sara er einn af mörgum frábærum fulltrúum Íslands í CrossFit heiminum en frábær árangur okkar fólks hefur vakið undrun margra erlendis enda búa aðeins rúmlega 350 þúsund manns á Íslandi.
Sara setti inn fyndna mynd af sér frá CrossFit mótinu Wodapalooza í Miami á dögunum þar sem hún varð i þriðja sæti.
Sara hefur sett þar upp frekar skrýtinn svip og undir skrifar hún síðan: Þegar þú segir að þú sért frá Íslandi og fólk spyr þig hvort þú búir í snjóhúsi.
Það hafa þegar tæplega 88 þúsund manns sett „like“ við myndina á Instagram en Sara er með 1,3 milljón fylgjendur á Instagram.
Hér fyrir neðan má sjá þessa fyndnu færslu af Instagram síðu okkar konu en fésbókarsíðan The CrossFit Games tók hana líka upp og birti hjá sér.
When you say your from Iceland and people ask you if you live in a snowhouse - - @wodapalooza _ _ @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #cfsudurnes #crossfit @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @lysi.life @lysi_usView this post on Instagram
A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 4, 2019 at 2:38am PST