Rufu 43 ára einokun KR og Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2019 18:45 Verðlaunahafarnir. „Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni. Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni.
Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira