Reynsluakstur: Gerbreyttur flottari RAV4 Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2019 13:00 Með fimmtu kynslóð bílsins sem bjó til jepplingaflokkinn er kominn gerbreyttur bíll. Það telst til tímamóta þegar mest seldi jepplingur í heimi og bíllinn sem bjó til flokkinn jepplingar er kynntur af nýrri kynslóð. Það var einmitt raunin í Barcelona fyrir stuttu og nú þegar er búið að kynna bílinn fyrir Íslendingum, enda var Evrópufrumsýning á honum hérlendis fyrir skömmu. Toyota RAV4 kemur nú af fimmtu kynslóð en hann leit fyrst dagsins ljós árið 1994 og hefur því náð virðulegum 25 ára aldri. Hann hefur frá upphafi selst vel og varð þriðja söluhæsta bílgerð heims á nýliðnu ári og alls seldust af honum 837.624 eintök, sem er hreint með ólíkindum há tala. Það voru einungis Toyota Corolla og Ford F-Series sem seldust betur á síðasta ári. Heildarsala RAV4 frá upphafi er komin yfir 9,3 milljónir eintaka og því fer hann örugglega yfir 10 milljóna markið á þessu ári. RAV4 er seldur í 180 löndum heims og er þar hluti skýringarinnar.Toyota RAV4 hefur að áliti greinarritara fríkkað mjög og djörfungin hjá hönnuðum Toyota er orðin meiri.Orðinn alger töffari Fimmta kynslóð RAV4 er gerbreyttur bíll frá 4. kynslóð hans og geysimiklar jákvæðar breytingar hafa orðið á honum. Fyrir það fyrsta er hann nú orðinn mjög laglegur útlits, eiginlega algjör töffari öndvert við sumar fyrri kynslóðir hans. Í öðru lagi hefur orðið mikil aflaukning og vinsælasta Hybrid útgáfa bílsins er orðin ein 222 hestöfl. Í þriðja lagi hefur bíllinn hækkað frá vegi, er nú með 19,5 cm undir lægsta punkt, en var 18 cm af síðustu kynslóð. Mjög jákvæð breyting fyrir landann. Í fjórða lagi er bíllinn orðinn mun betri akstursbíll og er það mikilvægast fyrir marga kaupendur. Skottrými RAV4 hefur stækkað um 79 lítra á milli kynslóða.Mjög margar aðrar jákvæðar breytingar mætti nefna á bílnum, svo sem mun betra fjórhjóladrif, 79 lítrum stærra skottrými og aukið innanrými fyrir alla farþega, bætt útsýni, 57% stífari yfirbyggingu, svo til jafna þyngdardreifingu að framan og aftan (51%/49%) og lægri þyngdarpunkt bílsins. Hér er því hreinlega kominn allt annar og miklu betri bíll sem allir þeir sem eru í jepplingahugleiðingum ættu að skoða.Drifrásin í RAV4 er nú orðin þrælöflug, 222 hestöfl.Mikil aflaukning en minni eyðsla Ein af mest afgerandi breytingunum á RAV4 er að hann er nú kominn með nýja 2,5 lítra bensínvél og aflmeiri rafmótora. Samtals skilar aflrásin 222 hestöflum, en var 197 hestöfl af fyrri kynslóð. Fyrir þessari breytingu finnst vel og bíllinn er ekki nema 8,1 sekúndu í hundraðið og fáir jepplingar sem gera betur, nema þá af lúxusgerð. Þessi 2,5 lítra vél er alveg ný af nálinni og þrátt fyrir aukið sprengirými hefur eyðsla bílsins minnkað og er uppgefin aðeins 4,5 lítrar og 100 g/km í CO2 mengun. Frábærar tölur fyrir svo mikinn bíl, en sem ávallt gæti orðið erfitt að ná þessari sparneytni. Bíllinn stóð sig vel í torfæruakstri.Með þessari öflugu vél og vel heppnuðum undirvagni er RAV4 orðinn þrælgóður akstursbíll sem gaman er að taka á. Hann var ekki bara reyndur á góðum malbiksvegum í nágrenni Barcelona, heldur var einnig boðið upp á torfæruakstur á bílnum þar sem hann stóð sig hrikalega vel. Toyota er ekkert að grínast þegar þeir segja að fjórhjóladrif bílsins hafi verið mikið bætt, það fannst glögglega. Einnig fannst fyrir aukinni veghæð sem gleðja mun margan þó bíllinn sé lægri til þaksins. Eitt má þó gagnrýna varðandi vélina en þegar bílnum er gefið hressilega inn heyrist talsvert í henni, meira en við mátti búast.Innréttingin er býsna lagleg orðin og frágangur góður sem fyrr.Stærri og laglegri að innan Ekki aðeins er mikil jákvæð breyting á ytra útliti RAV4 því að innan er hann nú einnig miklu laglegri. Gegnumgangandi er áttstrend hönnun sem sést víða í bílnum. Stór upplýsingaskjár er fyrir miðju mælaborði en hann hefur verið lækkaður til að tryggja betra útsýni. Gríðargott fóta- og höfuðrými er fyrir farþega og þar sem bíllinn hefur breikkað örlítið er pláss aftur í frábært og að sjálfsögðu einnig að framan. Dyraopnunin að aftan hefur verið stækkuð til að tryggja auðveldara innstig. Farangursrýmið hefur lengst um eina 7 cm og stækkað fyrir vikið um 79 lítra og munar um minna. Hægt er að fá 800 vatta hrikalega gott JBL hljóðkerfi í bílinn með 11 hátölurum og með því má gera hann að hljómleikahöll. Efnisnotkun í innréttingunni hefur batnað, hönnunin er töff og „ambient“ lýsingu hefur verið bætt við. Geymsluhólf eru yfrin, sem og glasahaldarar. Lengdin milli öxla er 3 cm lengri en áður, sem eykur aksturshæfnina.Mjög flott var að sjá að útsýni aftur sem vanalega er með hefðbundnum baksýnisspegli er nú frá myndavél sem varpast upp á „baksýnisspegilinn“ og er myndin þar ótrúlega skýr. Aðfallshorn bílsins beggja megin eru brattari sem bætir torfærugetuna og þar sem bíllinn er örlítið styttri en forverinn er hann auðveldari í borgarsnúningunum, en þrátt fyrir það er 3 cm lengra á milli öxla sem eykur aksturshæfnina. Með fimmtu kynlóð RAV4 er sannarlega kominn frábær jepplingakostur og ekki að furða að hann sé rifinn út úr Toyota umboðinu hérlendis.TOYOTA RAV4Kostir: ● Útlit ● Akturseiginleikar ● Afl ● RýmiGallar: ● Hávaði frá vél í inngjöf ● Verð ● Pirrandi staðsetning skiptingarUm bílinn: 2,5 lítra bensínvél og rafmótorar 222 hestöfl Fjórhjóladrif eða framhjóladrif Eyðsla frá: 4,5 l/100 km í bl. akstri Mengun: 100 g/km CO2 Hröðun: 8,1 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 180 km/klst. Verð frá: 5.090.000 m.kr. Umboð: Toyota á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent
Það telst til tímamóta þegar mest seldi jepplingur í heimi og bíllinn sem bjó til flokkinn jepplingar er kynntur af nýrri kynslóð. Það var einmitt raunin í Barcelona fyrir stuttu og nú þegar er búið að kynna bílinn fyrir Íslendingum, enda var Evrópufrumsýning á honum hérlendis fyrir skömmu. Toyota RAV4 kemur nú af fimmtu kynslóð en hann leit fyrst dagsins ljós árið 1994 og hefur því náð virðulegum 25 ára aldri. Hann hefur frá upphafi selst vel og varð þriðja söluhæsta bílgerð heims á nýliðnu ári og alls seldust af honum 837.624 eintök, sem er hreint með ólíkindum há tala. Það voru einungis Toyota Corolla og Ford F-Series sem seldust betur á síðasta ári. Heildarsala RAV4 frá upphafi er komin yfir 9,3 milljónir eintaka og því fer hann örugglega yfir 10 milljóna markið á þessu ári. RAV4 er seldur í 180 löndum heims og er þar hluti skýringarinnar.Toyota RAV4 hefur að áliti greinarritara fríkkað mjög og djörfungin hjá hönnuðum Toyota er orðin meiri.Orðinn alger töffari Fimmta kynslóð RAV4 er gerbreyttur bíll frá 4. kynslóð hans og geysimiklar jákvæðar breytingar hafa orðið á honum. Fyrir það fyrsta er hann nú orðinn mjög laglegur útlits, eiginlega algjör töffari öndvert við sumar fyrri kynslóðir hans. Í öðru lagi hefur orðið mikil aflaukning og vinsælasta Hybrid útgáfa bílsins er orðin ein 222 hestöfl. Í þriðja lagi hefur bíllinn hækkað frá vegi, er nú með 19,5 cm undir lægsta punkt, en var 18 cm af síðustu kynslóð. Mjög jákvæð breyting fyrir landann. Í fjórða lagi er bíllinn orðinn mun betri akstursbíll og er það mikilvægast fyrir marga kaupendur. Skottrými RAV4 hefur stækkað um 79 lítra á milli kynslóða.Mjög margar aðrar jákvæðar breytingar mætti nefna á bílnum, svo sem mun betra fjórhjóladrif, 79 lítrum stærra skottrými og aukið innanrými fyrir alla farþega, bætt útsýni, 57% stífari yfirbyggingu, svo til jafna þyngdardreifingu að framan og aftan (51%/49%) og lægri þyngdarpunkt bílsins. Hér er því hreinlega kominn allt annar og miklu betri bíll sem allir þeir sem eru í jepplingahugleiðingum ættu að skoða.Drifrásin í RAV4 er nú orðin þrælöflug, 222 hestöfl.Mikil aflaukning en minni eyðsla Ein af mest afgerandi breytingunum á RAV4 er að hann er nú kominn með nýja 2,5 lítra bensínvél og aflmeiri rafmótora. Samtals skilar aflrásin 222 hestöflum, en var 197 hestöfl af fyrri kynslóð. Fyrir þessari breytingu finnst vel og bíllinn er ekki nema 8,1 sekúndu í hundraðið og fáir jepplingar sem gera betur, nema þá af lúxusgerð. Þessi 2,5 lítra vél er alveg ný af nálinni og þrátt fyrir aukið sprengirými hefur eyðsla bílsins minnkað og er uppgefin aðeins 4,5 lítrar og 100 g/km í CO2 mengun. Frábærar tölur fyrir svo mikinn bíl, en sem ávallt gæti orðið erfitt að ná þessari sparneytni. Bíllinn stóð sig vel í torfæruakstri.Með þessari öflugu vél og vel heppnuðum undirvagni er RAV4 orðinn þrælgóður akstursbíll sem gaman er að taka á. Hann var ekki bara reyndur á góðum malbiksvegum í nágrenni Barcelona, heldur var einnig boðið upp á torfæruakstur á bílnum þar sem hann stóð sig hrikalega vel. Toyota er ekkert að grínast þegar þeir segja að fjórhjóladrif bílsins hafi verið mikið bætt, það fannst glögglega. Einnig fannst fyrir aukinni veghæð sem gleðja mun margan þó bíllinn sé lægri til þaksins. Eitt má þó gagnrýna varðandi vélina en þegar bílnum er gefið hressilega inn heyrist talsvert í henni, meira en við mátti búast.Innréttingin er býsna lagleg orðin og frágangur góður sem fyrr.Stærri og laglegri að innan Ekki aðeins er mikil jákvæð breyting á ytra útliti RAV4 því að innan er hann nú einnig miklu laglegri. Gegnumgangandi er áttstrend hönnun sem sést víða í bílnum. Stór upplýsingaskjár er fyrir miðju mælaborði en hann hefur verið lækkaður til að tryggja betra útsýni. Gríðargott fóta- og höfuðrými er fyrir farþega og þar sem bíllinn hefur breikkað örlítið er pláss aftur í frábært og að sjálfsögðu einnig að framan. Dyraopnunin að aftan hefur verið stækkuð til að tryggja auðveldara innstig. Farangursrýmið hefur lengst um eina 7 cm og stækkað fyrir vikið um 79 lítra og munar um minna. Hægt er að fá 800 vatta hrikalega gott JBL hljóðkerfi í bílinn með 11 hátölurum og með því má gera hann að hljómleikahöll. Efnisnotkun í innréttingunni hefur batnað, hönnunin er töff og „ambient“ lýsingu hefur verið bætt við. Geymsluhólf eru yfrin, sem og glasahaldarar. Lengdin milli öxla er 3 cm lengri en áður, sem eykur aksturshæfnina.Mjög flott var að sjá að útsýni aftur sem vanalega er með hefðbundnum baksýnisspegli er nú frá myndavél sem varpast upp á „baksýnisspegilinn“ og er myndin þar ótrúlega skýr. Aðfallshorn bílsins beggja megin eru brattari sem bætir torfærugetuna og þar sem bíllinn er örlítið styttri en forverinn er hann auðveldari í borgarsnúningunum, en þrátt fyrir það er 3 cm lengra á milli öxla sem eykur aksturshæfnina. Með fimmtu kynlóð RAV4 er sannarlega kominn frábær jepplingakostur og ekki að furða að hann sé rifinn út úr Toyota umboðinu hérlendis.TOYOTA RAV4Kostir: ● Útlit ● Akturseiginleikar ● Afl ● RýmiGallar: ● Hávaði frá vél í inngjöf ● Verð ● Pirrandi staðsetning skiptingarUm bílinn: 2,5 lítra bensínvél og rafmótorar 222 hestöfl Fjórhjóladrif eða framhjóladrif Eyðsla frá: 4,5 l/100 km í bl. akstri Mengun: 100 g/km CO2 Hröðun: 8,1 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 180 km/klst. Verð frá: 5.090.000 m.kr. Umboð: Toyota á Íslandi
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent