Sport

Erla Björg og Drífa heimsmeistarar öldunga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimsmeistararnir Erla Björg og Drífa.
Heimsmeistararnir Erla Björg og Drífa. mynd/badmintonsamband íslands
Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Hjartardóttir urðu í dag heimsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í badminton í flokki 40 ára og eldri.

Í úrslitaleiknum báru Erla og Drífa sigurorð af Helenu Abusdal frá Noregi og Katju Wengberg frá Svíþjóð.

Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna, 24-22, og seinni lotuna afar sannfærandi, 21-10.

Í undanúrslitunum í gær sigruðu Erla og Drífa Renu Hettiarachchige frá Srí Lanka og Claudiu Vogelsang frá Þýskalandi, 21-9 og 21-16.

Erla og Drífa eru einnig Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×