Ýmislegt vanti upp á þrátt fyrir 500 milljóna vilyrði Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Ein af sérstöðum nýja flugfélagsins verða fríar máltíðir sem verða bornar fram með vistvænum hætti án þess að nota plastvörur. Drykkir eru þannig bornir fram í ætum bollum. FlyIcelandic Aðstandendur FlyIcelandic, sem hafa kannað áhuga á stofnun nýs flugfélags eftir fall WOW air, eru hóflega bjartsýnir á að hugmyndin verði að veruleika - þrátt fyrir að þeir segist hafa safnað næstum hálfum milljarði króna til verkefnisins. Af þeim 500 einstaklingum sem skráðu sig til þátttöku í verkefninu á vefnum flyicelandic.is voru 46 fyrrum starfsmenn hins fallna WOW, að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns FlyIcelandic. Vefsíða verkefnisins var opnuð eftir að aðstandendur FlyIcelandic höfðu tryggt aðgang að allt að fjórum Airbus flugvélum frá portúgölsku flugvélaleigunni Jet Banus. Frá því að vefsíðan leit dagsins ljós í lok apríl hafa hinir áhugasömu sagst reiðubúnir að leggja nær 500 milljónir króna í verkefnið. Þrátt fyrir það sem virðist vera töluverður áhugi má sjá af pósti aðstandenda FlyIcelandic til þeirra sem skráðu sig til leiks að töluvert virðist vanta upp á að hugmyndin verði að veruleika. Til að mynda skorti „hæfa stjórnendur og fyrirtæki úr ferðaþjónustu“ sem gætu séð um farmiðasölu og markaðssetningu fyrir nýja félagið. Jóel Kristinsson, talsmaður og verkefnastjóri FlyIcelandic, skrifar undir póstinn.„Einnig sýnist okkur vanta aðra öfluga aðila með reynslu úr ferðaþjónustu sem gætu leitt verkefnið á Íslandi þrátt fyrir að frá okkur liggi fyrir tilboð um flugvélar og flugrekstrarsvið,“ segir í póstinum.Hreiðar og Hluthafi sátu hjá Þá segjast aðstandendur FlyIcelandic hafa sett sig í samband við Hreiðar Hermannsson og Hluthafa.com, með það fyrir augum að sameina krafta sína. Eins og greint hefur verið frá hafa bæði Hreiðar og Hluthafi unnið að stofnun flugfélags á síðustu vikum. Hreiðar hefur hins vegar fallið frá þeim hugmyndum en engin svör hafa borist frá Hluthafa við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar um stöðu mála. FlyIcelandic segist hafa boðist til að leggja til fyrrnefndar flugvélar og flugrekstrarsviðið á hagstæðum kjörum á móti íslenskum aðilum sem myndu sjá um sölu, markaðssvið og þjónustu við farþega. Hvorki Hreiðar né Hluthafi hafi hins vegar fallist á slíkar hugmyndir. Hugsanlega ekki nægur áhugi á stofnun „Nú þarf að taka ákvörðun um hvort þær flugvélar sem flyicelandic.is getur útvegað fari til Íslands eða til annarra verkefna. Þrátt fyrir jákvæða umræðu og yfirlýsingar í fjölmiðlum er þegar á reynir hugsanlega ekki nægur áhugi á meðal Íslendinga að stofna nýtt flugfélag,“ segir í pósti FlyIcelandic og bætt við: „Við erum reiðubúnir til samstarfs við aðila sem gefa sig fram og hafa bolmagn til að vinna með okkur að verkefninu af fullri alvöru.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11 Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Aðstandendur FlyIcelandic, sem hafa kannað áhuga á stofnun nýs flugfélags eftir fall WOW air, eru hóflega bjartsýnir á að hugmyndin verði að veruleika - þrátt fyrir að þeir segist hafa safnað næstum hálfum milljarði króna til verkefnisins. Af þeim 500 einstaklingum sem skráðu sig til þátttöku í verkefninu á vefnum flyicelandic.is voru 46 fyrrum starfsmenn hins fallna WOW, að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns FlyIcelandic. Vefsíða verkefnisins var opnuð eftir að aðstandendur FlyIcelandic höfðu tryggt aðgang að allt að fjórum Airbus flugvélum frá portúgölsku flugvélaleigunni Jet Banus. Frá því að vefsíðan leit dagsins ljós í lok apríl hafa hinir áhugasömu sagst reiðubúnir að leggja nær 500 milljónir króna í verkefnið. Þrátt fyrir það sem virðist vera töluverður áhugi má sjá af pósti aðstandenda FlyIcelandic til þeirra sem skráðu sig til leiks að töluvert virðist vanta upp á að hugmyndin verði að veruleika. Til að mynda skorti „hæfa stjórnendur og fyrirtæki úr ferðaþjónustu“ sem gætu séð um farmiðasölu og markaðssetningu fyrir nýja félagið. Jóel Kristinsson, talsmaður og verkefnastjóri FlyIcelandic, skrifar undir póstinn.„Einnig sýnist okkur vanta aðra öfluga aðila með reynslu úr ferðaþjónustu sem gætu leitt verkefnið á Íslandi þrátt fyrir að frá okkur liggi fyrir tilboð um flugvélar og flugrekstrarsvið,“ segir í póstinum.Hreiðar og Hluthafi sátu hjá Þá segjast aðstandendur FlyIcelandic hafa sett sig í samband við Hreiðar Hermannsson og Hluthafa.com, með það fyrir augum að sameina krafta sína. Eins og greint hefur verið frá hafa bæði Hreiðar og Hluthafi unnið að stofnun flugfélags á síðustu vikum. Hreiðar hefur hins vegar fallið frá þeim hugmyndum en engin svör hafa borist frá Hluthafa við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar um stöðu mála. FlyIcelandic segist hafa boðist til að leggja til fyrrnefndar flugvélar og flugrekstrarsviðið á hagstæðum kjörum á móti íslenskum aðilum sem myndu sjá um sölu, markaðssvið og þjónustu við farþega. Hvorki Hreiðar né Hluthafi hafi hins vegar fallist á slíkar hugmyndir. Hugsanlega ekki nægur áhugi á stofnun „Nú þarf að taka ákvörðun um hvort þær flugvélar sem flyicelandic.is getur útvegað fari til Íslands eða til annarra verkefna. Þrátt fyrir jákvæða umræðu og yfirlýsingar í fjölmiðlum er þegar á reynir hugsanlega ekki nægur áhugi á meðal Íslendinga að stofna nýtt flugfélag,“ segir í pósti FlyIcelandic og bætt við: „Við erum reiðubúnir til samstarfs við aðila sem gefa sig fram og hafa bolmagn til að vinna með okkur að verkefninu af fullri alvöru.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11 Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28