Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 13:30 Hér er nýbúið að kýla stuðningsmann ÍR beint á andlitið. skjáskot/rúv Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti