Hann gaf út lagið Stories to Tell fyrr á þessu ári sem naut vinsælda á öldum ljósvakans. Hann hefur líka verið duglegur að koma fram samhliða því og hyggst nú gefa út plötu á næstu mánuðum. Lagið Lonely Mistletoe er annað lagið sem hann gefur út undanfarna mánuði en það er Alda Music sem gefur út tónlist Krumma.
Lonely Mistletoe er hugljúft lag sem fjallar um að sakna fyrrum elskhuga, fjölskyldumeðlims eða náins vinar á jólanótt með því að skála fyrir minningunum og rifja upp góðu stundirnar. Um hversu mikið þú óskar þess að sú manneskja væri hjá þér að drekka viskí og njóta samverunnar.
Hér að neðan má hlusta á jólalag Krumma.