Minecraft Earth opnaður fyrst á Íslandi og Nýja Sjálandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 14:00 Vísir/Mojang Áhugasömum Íslendingum hefur nú verið veittur aðgangur að leiknum Minecraft Earth frá Mojang. Eðli málsins samkvæmt byggir leikurinn á hinum gífurlega vinsæla leik, Minecraft. Spilarar munu geta byggt hluti í raunheimum í gegnum síma sína. Um er að ræða svokallaða Early Access útgáfu, sem felur í sér að leikurinn er í raun ekki tilbúinn að fullu. Leikurinn var fyrst opnaður á Íslandi og Nýja Sjálandi. Til stendur að opna hann í fleiri löndum á næstunni.Minecraft Earth is here! Starting today, we will begin to roll out early access from country to country, starting with: New Zealand Iceland Not a citizen of either land? Stay tuned as we announce the next countries soon!https://t.co/8qME5ZSuAEpic.twitter.com/t01ro9wwlm — Minecraft Earth (@minecraftearth) October 17, 2019 Í stuttu máli sagt geta notendur byggt hinar ýmsu byggingar á skrifborðum sínum eða í bakgörðum. Undirritaður var til dæmis að byggja þennan dýrðarinnar garð á skrifborði sínu. Þar hef ég komið fyrir hænum, kindum og kúm. Fyrst þurfa spilarar þó að ganga um með símana á lofti og finna hluti til að byggja úr. Að því leyti er leikurinn ekki ósvipaður Pokémon Go, sem tröllreið öllu fyrir nokkrum árum og fólk gekk á hvort annað á víð og dreif með augun föst á símum sínum. Í göngutúrum er einnig hægt að rekast á ýmis ævintýri og óvini sem berjast þarf við. Þar að auki er hægt að virða fyrir sér hluti sem aðrir hafa byggt. Hægt er að nálgast leikinn á Google Play eða Apple Store. Leikjavísir Microsoft Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Áhugasömum Íslendingum hefur nú verið veittur aðgangur að leiknum Minecraft Earth frá Mojang. Eðli málsins samkvæmt byggir leikurinn á hinum gífurlega vinsæla leik, Minecraft. Spilarar munu geta byggt hluti í raunheimum í gegnum síma sína. Um er að ræða svokallaða Early Access útgáfu, sem felur í sér að leikurinn er í raun ekki tilbúinn að fullu. Leikurinn var fyrst opnaður á Íslandi og Nýja Sjálandi. Til stendur að opna hann í fleiri löndum á næstunni.Minecraft Earth is here! Starting today, we will begin to roll out early access from country to country, starting with: New Zealand Iceland Not a citizen of either land? Stay tuned as we announce the next countries soon!https://t.co/8qME5ZSuAEpic.twitter.com/t01ro9wwlm — Minecraft Earth (@minecraftearth) October 17, 2019 Í stuttu máli sagt geta notendur byggt hinar ýmsu byggingar á skrifborðum sínum eða í bakgörðum. Undirritaður var til dæmis að byggja þennan dýrðarinnar garð á skrifborði sínu. Þar hef ég komið fyrir hænum, kindum og kúm. Fyrst þurfa spilarar þó að ganga um með símana á lofti og finna hluti til að byggja úr. Að því leyti er leikurinn ekki ósvipaður Pokémon Go, sem tröllreið öllu fyrir nokkrum árum og fólk gekk á hvort annað á víð og dreif með augun föst á símum sínum. Í göngutúrum er einnig hægt að rekast á ýmis ævintýri og óvini sem berjast þarf við. Þar að auki er hægt að virða fyrir sér hluti sem aðrir hafa byggt. Hægt er að nálgast leikinn á Google Play eða Apple Store.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira