Böðvar greindist með heilaæxli og minnir fólk á að taka ekki heilbrigði sem sjálfsögðum hlut Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 23:00 Böðvar Tandri Reynisson, verkfræðinemi og þjálfari hjá Mjölni, er hér ásamt kærustu sinni, tónlistarkonunni GDRN. Aðsend Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira