Dacia Duster jeppinn og Sandero á toppnum Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2019 20:30 Dacia Duster er ekki bara vinsæll hér á landi. Vísir/Dacia Á verðlaunahátíð breska tímaritsins What Car? sem nýlega var haldin í Bretlandi tók fólksbíllinn Dacia Sandero 1. sætið sem „Besti litli bíllinn“ í sínum verðflokki og jepplingurinn Dacia Duster 1. sætið sem „Besti fjölskyldujepplingurinn“ í sínum verðflokki og mikið lof fyrir þær breytingar sem hann hlaut með annarri kynslóð sem kynnt var á síðasta ári.Sandero engum líkur Frá því að Dacia Sandero kom á markað í Bretlandi 2013 hefur bíllinn verið í miklu uppáhaldi meðal þarlendra sem vilja „bara“ einfaldan, áreiðanlegan og ágætlega vel búinn bíl á sem hagstæðustu verði. Þessa kosti býður Sandero og því hefur hann vermt toppsætið hjá What Car? sem „Besti litli bíllinn“ í sínum verðflokki allar götur frá því að hann birtist á breska markaðnum. Í niðurstöðu dómnefndar What Car? í ár er mikið tekið til þess mikla virðis sem Sandero býður miðað við verð enda segir dómnefndin Sandero vera á „átakanlega viðráðanlegu verði“. Steve Huntingford, ritstjóri What Car?, segir Sandero m.a. einstakan fyrir þá sök að enginn annar bíll í verðflokknum bjóði sama góða rýmið og Sandero, bæði fyrir farþega og farangur.Dacia Sandero.Á einstöku verði Sandero er sérlega ódýr bíll, kostar t.d. rétt rúmlega tvær milljónir króna hjá BL, og er búinn góðum staðalbúnaði. Meðal búnaðar er hiti í framsætum, stöðugleikastýring, brekkuaðstoð, Eco-akstursstilling, aksturstölva, aðgerðahnappar í stýri, handfrjáls símbúnaður með aðgerðahnöppum í stýri svo fátt eitt sé nefnt og hægt er að kynna sér nánar á vef BL.Flottari og betur búinn Jepplingurinn Duster er einnig geysivinsæll á meginlandinu og var t.d. nýlega valinn besti drifbíllinn hjá Parkers í Bretlandi auk þess sem hann hreppti 1. sætið sem besti fjölskyldujepplingurinn hjá What Car? Meðal breytinga á nýju kynslóðinni má nefna nýjan og öflugri undirvagn til að auka torfærugetuna enn frekar auk þess sem bíllinn hefur fengið mun sportlegra og kröftugra ytra útlit. Farþegarýmið hefur líka tekið stakkaskiptum með nýrri innréttingu, nýjum sætum, betri hljóðeinangrun og uppfærðu afþreyingarkerfi og fjölnotaskjá sem m.a. tengist bakkmyndavél. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Á verðlaunahátíð breska tímaritsins What Car? sem nýlega var haldin í Bretlandi tók fólksbíllinn Dacia Sandero 1. sætið sem „Besti litli bíllinn“ í sínum verðflokki og jepplingurinn Dacia Duster 1. sætið sem „Besti fjölskyldujepplingurinn“ í sínum verðflokki og mikið lof fyrir þær breytingar sem hann hlaut með annarri kynslóð sem kynnt var á síðasta ári.Sandero engum líkur Frá því að Dacia Sandero kom á markað í Bretlandi 2013 hefur bíllinn verið í miklu uppáhaldi meðal þarlendra sem vilja „bara“ einfaldan, áreiðanlegan og ágætlega vel búinn bíl á sem hagstæðustu verði. Þessa kosti býður Sandero og því hefur hann vermt toppsætið hjá What Car? sem „Besti litli bíllinn“ í sínum verðflokki allar götur frá því að hann birtist á breska markaðnum. Í niðurstöðu dómnefndar What Car? í ár er mikið tekið til þess mikla virðis sem Sandero býður miðað við verð enda segir dómnefndin Sandero vera á „átakanlega viðráðanlegu verði“. Steve Huntingford, ritstjóri What Car?, segir Sandero m.a. einstakan fyrir þá sök að enginn annar bíll í verðflokknum bjóði sama góða rýmið og Sandero, bæði fyrir farþega og farangur.Dacia Sandero.Á einstöku verði Sandero er sérlega ódýr bíll, kostar t.d. rétt rúmlega tvær milljónir króna hjá BL, og er búinn góðum staðalbúnaði. Meðal búnaðar er hiti í framsætum, stöðugleikastýring, brekkuaðstoð, Eco-akstursstilling, aksturstölva, aðgerðahnappar í stýri, handfrjáls símbúnaður með aðgerðahnöppum í stýri svo fátt eitt sé nefnt og hægt er að kynna sér nánar á vef BL.Flottari og betur búinn Jepplingurinn Duster er einnig geysivinsæll á meginlandinu og var t.d. nýlega valinn besti drifbíllinn hjá Parkers í Bretlandi auk þess sem hann hreppti 1. sætið sem besti fjölskyldujepplingurinn hjá What Car? Meðal breytinga á nýju kynslóðinni má nefna nýjan og öflugri undirvagn til að auka torfærugetuna enn frekar auk þess sem bíllinn hefur fengið mun sportlegra og kröftugra ytra útlit. Farþegarýmið hefur líka tekið stakkaskiptum með nýrri innréttingu, nýjum sætum, betri hljóðeinangrun og uppfærðu afþreyingarkerfi og fjölnotaskjá sem m.a. tengist bakkmyndavél.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent