Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:32 Tilfinningarnar báru Gaga nær ofurliði þegar tilkynnt var um sigurvegarann í flokki poppdúetta. Getty/John Shearer Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019 Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira
Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira
Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59