Gestirnir sjálfir voru ekki af verri endanum en þar ber helst að nefna þá Björgólf Thor, Gary Neville, Guy Ritchie og Beckham feðgana.
A post shared by Lore of the Land (@loreofthelandpub) on Jul 6, 2019 at 5:28am PDTView this post on Instagram
Wagyu kjöt er af nautgripum af hinu sérstaka Wagyu-kyni og líkt og nafnið gefur til kynna eru kokkarnir í Wagyu mafíunni sérfræðingar í þessum málum. Kjötið er svo fitusprengt að litur þess er oft nær því að vera hvítur en rauður og kostar stykkið sitt.
Félagarnir voru því í góðu yfirlæti á staðnum þetta kvöldið en Beckham deildi kvöldinu með fylgjendum sínum á Instagram. Þar mátti sjá Björgólf sjálfan fá sér bita úr hendi kokksins og ánægjuleg viðbrögð Brooklyn Beckham þegar hann fékk sér bita.
David Beckham var staddur hér á landi í júnímánuði ásamt Björgólfi og Guy Ritchie þar sem þeir félagarnir skelltu sér í veiði. Sagðist Beckham elska Ísland og var afar sáttur með dvölina.



