Sönn íslensk makamál: Ást við fyrsta seen Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. júlí 2019 22:00 Þegar aðili sér frá þér skilaboð, opnar þau en kýs að svara ekki, þá kallast það seen. Þegar ég var 17 ára átti ég kærasta sem bjó í öðru bæjarfélagi. Árið var 1997 og enginn með gsm síma, allavega ekki krakkar á okkar aldri. Þetta var æskuástin, silkimjúk og saklaus. Við sendum oft bréf á milli, kjánaleg og krúttleg ástarbréf þar sem við deildum hugsunum okkar, vonum og þrám.Ég gat ekki vitað hvenær hann opnaði bréfið sem ég sendi honum, hversu langan tíma það tók hann til að lesa það eða hvernig honum leið nákvæmlega á stundinni sem hann las það. Það var enginn gluggi sem sýndi „seen“, „writing“ eða tímasetningu. Hann hefði alveg eins getað séð bréfið, horft á kvikmynd og lesið það áður en hann fór að sofa. Það hreinlega skipti engu máli. Ég þurfti ekki að lesa í öll viðbrögðin. Það var allt annar hraði á þessum tíma og önnur lögmál í gildi. Höfnunartilfinningin var ekki eins ódýr og í dag. Í nútímanum erum við nánast í beinni útsendingu allan daginn og alla daga við maka okkar og vini. Aðgengi að manneskjum er alltaf að aukast með hverju appinu sem bætist við flóruna. Ég er ekki að segja að þetta sé alslæmt, en velti því stundum fyrir mér hvort að þessi þróun hafi gerst of hratt? Hvort mannfólkið ráði hreinlega við allt þetta flæði? Hverjar eru samskiptareglurnar á þessum rafræna vettvangi?Við virðumst vita það að þegar við hittum fólk augliti til auglitis sem spyr okkur spurninga, verðum við að bregðast við á einhvern hátt. Við störum ekki bara á viðmælandann og snúum okkur svo að næsta viðmælanda í næstu samræður. Við vitum allavega að það er dónaleg hegðun. Í rafrænum samskiptum þá eru allt aðrar reglur, eða kannski regluleysi. Stundum slítum við samtali án þess að kveðja og stundum erum við of upptekin til að svara. Það þarf ekki alltaf að vera einhver ein ástæða.En flest könnumst við við þá pressu að svara skilaboðum strax til að móðga ekki hinn aðilann. Margir taka það nærri sér þegar skilaboð sem þeir senda eru „seenuð“ (opnuð en ekki svarað). Auðvitað fer það eftir eðli skilaboðanna en þegar við erum að skoða skilaboð og samskipti milli para eða milli fólks sem er að deita þá getur þetta skipt verulegu máli.Það að vera „seenaður“ getur stundum virkað sem blaut tuska í andlitið innan stefnumótaheimsins. En stundum virkar „seen“ þannig að þú verður jafnvel meira forvitinn eða spenntur.Þegar ég var á lausu þá pældi ég mjög mikið í þessum málum þegar ég byrjaði samskipti við einhvern. Ég las á milli línanna og „seenanna“ og reyndi að læra þessar leikreglur og spila með. Einu sinni fannst mér strákur sem ég þekkti ekki svolítið forvitnilegur og ég spurðist fyrir um hann. Ég hafði aldrei átt persónuleg samskipti við hann sjálf en heyrði að hann væri á lausu. Ég ræddi við vinkonurnar sem hvöttu mig til að hafa samband. Ég hélt nú aldeilis ekki að ég myndi hafa samband að fyrra bragði, hann þyrfti að gera það. En hann vissi ábyggilega ekki einu sinni að ég væri til.Svo manaði ég mig upp í þetta eitt kvöldið. Ég var ein heima, fékk mér eitt rauðvínsglas og reyndi að semja hina fullkomnu opnunarlínu. Það ætti nú ekki að vera erfitt fyrir mig þar sem ég hafði óbilandi trú á mér bak við lyklaborðið. Ég vildi ekki vera of formleg og ekki of ágeng. Bara svöl. Með hverjum sopanum var auðveldara að raða saman orðunum. Þegar ég horfði á skilaboðin rétt áður en ég sendi, man ég eftir að hafa hugsað hvað þetta væri frábær opnun. Hvílík snilld. Hér fyrir neðan eru skilaboðin mín, þetta skrifaði ég bara.Það kemur kannski ekki á óvart en þessi ágæti maður „seenaði“ og lái honum það enginn. En guð minn góður hvað mér leið vandræðalega. Hvað var ég að spá? Þetta var í fyrsta skipti sem ég sendi svona skilaboð að fyrra bragði í þessum tilgangi.Núna fékk ég þetta á heilann. Fékk hann á heilann. Hann kaus að svara mér ekki. Ég trúði ekki að ég hefði skrifað þetta, las skilaboðin aftur..og aftur. Hello stranger? …tjékka á dude! Hver skrifar svona? Ég huggaði mig við það að ég myndi vera ofursjálfsörugg þegar ég myndi hitta hann einhvern tíma og gera grín að þessu öllu. Honum myndi finnast ég rosalega fyndin og mjög líklega kolfalla fyrir mínum einstaka sjarma. Nokkrum dögum seinna lá ég lasin heima hjá mér. Ég átti heima rétt hjá Víði og ákvað að laumast út í búð með syni mínum. Ég var á náttfötunum, krumpuð og kramin, ennþá að hugsa um þetta blessaða „seen“ og þennan mann sem að ég þekkti nákvæmlega ekki baun. En talandi um baunir. Þegar ég stend hjá dósamatnum sé ég hann.SEENARANN! Hann var ferskari en andskotinn, greinilega nýkominn úr sundi eða af æfingu.Hann labbar í áttina til mín en er sem betur fer ekki búinn að sjá mig. Ég stend ennþá hjá dósamatnum og sé hann nálgast. Ég gat ekki látið hann sjá mig í þessu ástandi þannig að ég beygði mig niður og faldi mig á bak við myndarlegan Ora bauna dósastafla. Úff, rétt slapp. Eða ég hélt það allavega í smá stund þangað til sonur minn kallar hátt og snjallt yfir ganginn: „Mamma, af hverju ertu að fela þig?“Ég stend rólega upp. Hunangsgljáði og óþolandi ferski maðurinn er auðvitað það fyrsta sem ég sé, hann stendur fyrir aftan staflann, horfir undrandi á mig en labbar svo rólega í burtu. Hann þekkti mig. Það er skemmst frá því að segja að ég sendi ekki karlmanni skilaboð í langan tíma eftir þetta. Reyndar hef ég ekki heldur borðað Ora baunir síðan, en það er nú önnur saga. Ást við fyrstu sýn er eitt, en ást við fyrsta „seen“ er eitthvað allt annað. Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Tæplega 70% segjast hafa upplifað framhjáhald Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í könnun Makamála í síðustu viku þar sem spurt var hvort fólk hafi upplifað framhjáhald. Samkvæmt þessu hafa tæplega 70% svarenda upplifað framhjáhald, en töluvert fleiri segjast hafa verið í þeirri stöðu að haldið hafi verið framhjá þeim. 9. júlí 2019 11:15 Emojional: Sigríður Þóra, hamingjusöm í fæðingarorlofi Sigríður Þóra eða Þóra eins og hún oftast kölluð, er framleiðandi, leikstýra og þáttagerðakona. Þóra eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 9 mánuðum síðan og er hún þessa dagana að njóta þess að vera í fæðingarorlofi með gleðigjafanum sínum, Úlfi Orra. Makamál tóku létt facebook spjall við Þóru þar sem hún svaraði spurningum með emojis. Sjáum hversu emojional Þóra er. 9. júlí 2019 10:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þegar ég var 17 ára átti ég kærasta sem bjó í öðru bæjarfélagi. Árið var 1997 og enginn með gsm síma, allavega ekki krakkar á okkar aldri. Þetta var æskuástin, silkimjúk og saklaus. Við sendum oft bréf á milli, kjánaleg og krúttleg ástarbréf þar sem við deildum hugsunum okkar, vonum og þrám.Ég gat ekki vitað hvenær hann opnaði bréfið sem ég sendi honum, hversu langan tíma það tók hann til að lesa það eða hvernig honum leið nákvæmlega á stundinni sem hann las það. Það var enginn gluggi sem sýndi „seen“, „writing“ eða tímasetningu. Hann hefði alveg eins getað séð bréfið, horft á kvikmynd og lesið það áður en hann fór að sofa. Það hreinlega skipti engu máli. Ég þurfti ekki að lesa í öll viðbrögðin. Það var allt annar hraði á þessum tíma og önnur lögmál í gildi. Höfnunartilfinningin var ekki eins ódýr og í dag. Í nútímanum erum við nánast í beinni útsendingu allan daginn og alla daga við maka okkar og vini. Aðgengi að manneskjum er alltaf að aukast með hverju appinu sem bætist við flóruna. Ég er ekki að segja að þetta sé alslæmt, en velti því stundum fyrir mér hvort að þessi þróun hafi gerst of hratt? Hvort mannfólkið ráði hreinlega við allt þetta flæði? Hverjar eru samskiptareglurnar á þessum rafræna vettvangi?Við virðumst vita það að þegar við hittum fólk augliti til auglitis sem spyr okkur spurninga, verðum við að bregðast við á einhvern hátt. Við störum ekki bara á viðmælandann og snúum okkur svo að næsta viðmælanda í næstu samræður. Við vitum allavega að það er dónaleg hegðun. Í rafrænum samskiptum þá eru allt aðrar reglur, eða kannski regluleysi. Stundum slítum við samtali án þess að kveðja og stundum erum við of upptekin til að svara. Það þarf ekki alltaf að vera einhver ein ástæða.En flest könnumst við við þá pressu að svara skilaboðum strax til að móðga ekki hinn aðilann. Margir taka það nærri sér þegar skilaboð sem þeir senda eru „seenuð“ (opnuð en ekki svarað). Auðvitað fer það eftir eðli skilaboðanna en þegar við erum að skoða skilaboð og samskipti milli para eða milli fólks sem er að deita þá getur þetta skipt verulegu máli.Það að vera „seenaður“ getur stundum virkað sem blaut tuska í andlitið innan stefnumótaheimsins. En stundum virkar „seen“ þannig að þú verður jafnvel meira forvitinn eða spenntur.Þegar ég var á lausu þá pældi ég mjög mikið í þessum málum þegar ég byrjaði samskipti við einhvern. Ég las á milli línanna og „seenanna“ og reyndi að læra þessar leikreglur og spila með. Einu sinni fannst mér strákur sem ég þekkti ekki svolítið forvitnilegur og ég spurðist fyrir um hann. Ég hafði aldrei átt persónuleg samskipti við hann sjálf en heyrði að hann væri á lausu. Ég ræddi við vinkonurnar sem hvöttu mig til að hafa samband. Ég hélt nú aldeilis ekki að ég myndi hafa samband að fyrra bragði, hann þyrfti að gera það. En hann vissi ábyggilega ekki einu sinni að ég væri til.Svo manaði ég mig upp í þetta eitt kvöldið. Ég var ein heima, fékk mér eitt rauðvínsglas og reyndi að semja hina fullkomnu opnunarlínu. Það ætti nú ekki að vera erfitt fyrir mig þar sem ég hafði óbilandi trú á mér bak við lyklaborðið. Ég vildi ekki vera of formleg og ekki of ágeng. Bara svöl. Með hverjum sopanum var auðveldara að raða saman orðunum. Þegar ég horfði á skilaboðin rétt áður en ég sendi, man ég eftir að hafa hugsað hvað þetta væri frábær opnun. Hvílík snilld. Hér fyrir neðan eru skilaboðin mín, þetta skrifaði ég bara.Það kemur kannski ekki á óvart en þessi ágæti maður „seenaði“ og lái honum það enginn. En guð minn góður hvað mér leið vandræðalega. Hvað var ég að spá? Þetta var í fyrsta skipti sem ég sendi svona skilaboð að fyrra bragði í þessum tilgangi.Núna fékk ég þetta á heilann. Fékk hann á heilann. Hann kaus að svara mér ekki. Ég trúði ekki að ég hefði skrifað þetta, las skilaboðin aftur..og aftur. Hello stranger? …tjékka á dude! Hver skrifar svona? Ég huggaði mig við það að ég myndi vera ofursjálfsörugg þegar ég myndi hitta hann einhvern tíma og gera grín að þessu öllu. Honum myndi finnast ég rosalega fyndin og mjög líklega kolfalla fyrir mínum einstaka sjarma. Nokkrum dögum seinna lá ég lasin heima hjá mér. Ég átti heima rétt hjá Víði og ákvað að laumast út í búð með syni mínum. Ég var á náttfötunum, krumpuð og kramin, ennþá að hugsa um þetta blessaða „seen“ og þennan mann sem að ég þekkti nákvæmlega ekki baun. En talandi um baunir. Þegar ég stend hjá dósamatnum sé ég hann.SEENARANN! Hann var ferskari en andskotinn, greinilega nýkominn úr sundi eða af æfingu.Hann labbar í áttina til mín en er sem betur fer ekki búinn að sjá mig. Ég stend ennþá hjá dósamatnum og sé hann nálgast. Ég gat ekki látið hann sjá mig í þessu ástandi þannig að ég beygði mig niður og faldi mig á bak við myndarlegan Ora bauna dósastafla. Úff, rétt slapp. Eða ég hélt það allavega í smá stund þangað til sonur minn kallar hátt og snjallt yfir ganginn: „Mamma, af hverju ertu að fela þig?“Ég stend rólega upp. Hunangsgljáði og óþolandi ferski maðurinn er auðvitað það fyrsta sem ég sé, hann stendur fyrir aftan staflann, horfir undrandi á mig en labbar svo rólega í burtu. Hann þekkti mig. Það er skemmst frá því að segja að ég sendi ekki karlmanni skilaboð í langan tíma eftir þetta. Reyndar hef ég ekki heldur borðað Ora baunir síðan, en það er nú önnur saga. Ást við fyrstu sýn er eitt, en ást við fyrsta „seen“ er eitthvað allt annað.
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Tæplega 70% segjast hafa upplifað framhjáhald Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í könnun Makamála í síðustu viku þar sem spurt var hvort fólk hafi upplifað framhjáhald. Samkvæmt þessu hafa tæplega 70% svarenda upplifað framhjáhald, en töluvert fleiri segjast hafa verið í þeirri stöðu að haldið hafi verið framhjá þeim. 9. júlí 2019 11:15 Emojional: Sigríður Þóra, hamingjusöm í fæðingarorlofi Sigríður Þóra eða Þóra eins og hún oftast kölluð, er framleiðandi, leikstýra og þáttagerðakona. Þóra eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 9 mánuðum síðan og er hún þessa dagana að njóta þess að vera í fæðingarorlofi með gleðigjafanum sínum, Úlfi Orra. Makamál tóku létt facebook spjall við Þóru þar sem hún svaraði spurningum með emojis. Sjáum hversu emojional Þóra er. 9. júlí 2019 10:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Tæplega 70% segjast hafa upplifað framhjáhald Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í könnun Makamála í síðustu viku þar sem spurt var hvort fólk hafi upplifað framhjáhald. Samkvæmt þessu hafa tæplega 70% svarenda upplifað framhjáhald, en töluvert fleiri segjast hafa verið í þeirri stöðu að haldið hafi verið framhjá þeim. 9. júlí 2019 11:15
Emojional: Sigríður Þóra, hamingjusöm í fæðingarorlofi Sigríður Þóra eða Þóra eins og hún oftast kölluð, er framleiðandi, leikstýra og þáttagerðakona. Þóra eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 9 mánuðum síðan og er hún þessa dagana að njóta þess að vera í fæðingarorlofi með gleðigjafanum sínum, Úlfi Orra. Makamál tóku létt facebook spjall við Þóru þar sem hún svaraði spurningum með emojis. Sjáum hversu emojional Þóra er. 9. júlí 2019 10:15