Glowie hóf leik á Laugardalsvelli klukkan 18, Zara Larsson steig á stokk klukkan 18:45. James Bay fylgdi á eftir klukkan 19:45 og því voru tónleikagestir væntanlega í góðum gír þegar Ed Sheeran hóf leik.
Reiknað er með þrjátíu þúsund manns í Laugardalinn þar sem fréttamenn okkar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson tóku púlsinn á tónleikagestum.
Upptöku frá útsendingunni í Laugardalnum má sjá hér að neðan. Beðist er velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi útsendingarinnar.