Lífið

Þreytt á bönkunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alda Margrét segist vera orðin mjög þreytt á bönkunum.
Alda Margrét segist vera orðin mjög þreytt á bönkunum.

Hjónin Grettir Sigurjónsson og Alda Margrét Hauksdóttir réðust í gríðarlega stórt verkefni í Grindavík á dögunum, að byggja sex einbýlishús ásamt börnunum sínum.

Hugmyndin kom frá þeim Hjalta Þór Grettissyni og Sunnu Jónínu Sigurðardóttur og voru öll systkinin til í slaginn.

Grettir og Alda tóku því þá ákvörðun að selja sína eign, og var ætlun fjölskyldunnar að byggja sex einbýlishús í sömu götu.

Allt eru þetta einingahús sem koma til landsins í pörtum og voru fengnir starfsmenn frá Lettlandi til að aðstoða við bygginguna.

Fjallað hefur verið um málið í síðustu tveimur þáttum af Gulla Byggi en sá seinni fór í loftið í gærkvöldi.

Tók mikið á

Þegar þátturinn fór í loftið var fjölskyldan komin langt með tvö af sex einbýlishúsum í Grindavík og á enn eftir að reisa fjögur.

„Þetta er búið að taka mjög mikið á. Við vorum að ræða það í gær hvort við myndum gera þetta aftur og svarið við því er nei,“ segir Sunna Jónína en Hjalti var reyndar ekki alveg sammála.

„Vitandi það sem ég veit í dag þá hefði ég ekki farið af stað. Það er bara mjög einfalt,“ segir Alda Margrét.

„Ekki með þeim forsendum sem við fórum af stað með. Við vorum mjög bjartsýn og höfum alltaf verið það en í dag myndi ég vilja hafa hlutina meira kortlagða og ekki jafn marga óvissuþætti og raun var,“ segir Alda sem vísar aðallega að fjármögnunarhlutanum.

„Ég vil meina að það sé hægt að gera þetta auðveldara fyrir fólk en samt er bankinn ekki að tapa neinu. Ég er ekki sár út í bankann, heldur meira kannski bara svekkt. Jú, kannski er ég sár. Ég er meira þreytt á bönkunum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.