Sönn íslensk makamál: Veðmál í borginni Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. október 2019 21:00 Ég ákvað að prófa hvort að þessar óskráðu samskiptareglur í stefnumótaheiminum væru mýtur. Ég ákvað að gera tilraun. Getty Ég gerði eitt svolítið hræðilegt, svolítið sem ég skammast mín fyrir. Ég ætla samt að segja ykkur frá því. En fyrst, eins og sönnum afbrotamanni sæmir, ætla ég að afsaka það. Fyrirfram! Ég var búin að vera einhleyp í nokkurn tíma og taka misgáfulegar ákvarðanir í stefnumótalífinu. Ég var á Tinder, hitti stráka á djamminu eða fór einstaka sinnum á stefnumót. Mestur tíminn fór aftur á móti í spjall. Ekki þetta mann á mann spjall þar sem hægt var að lesa úr líkamstjáningu, andlitsdráttum eða raddbeitingu, heldur spjall í gegnum snjallsíma. Snjall-spjall sem var ekki alltaf svo snjallt. Ég fann að ég var orðin pínulítið dofin, kannski ekki dofin en svona taktísk í samskiptum. Markaðurinn kenndi mér það, rafræni stefnumótamarkaðurinn. Ekki elta of mikið! Sýndu áhuga en ekki of mikinn! Láttu eins og þér sé sama en samt ekki! Ekki svara strax en svaraðu, bara seint! Vertu hnyttin en ekki of kjánaleg! Já og ekki senda skilaboð að fyrra bragði, bíddu eftir að hann sendi! Vertu kúl, ekki of áköf, vertu spennandi, sexý, sjálfsörugg og umfram allt sultuslök!OKEY?????????Ég velti því oft fyrir mér á tímum femínisma og jafnrétti kynjanna hvort að allar þessar óskráðu reglur gildi fyrir bæði kynin. Margir karlkyns vinir mínir ráðlögðu mér til dæmis ítrekað að sýna ekki of mikinn áhuga í fyrstu kynnum heldur leyfa strákunum að stýra ferðinni.Karlmönnum finnst svo gaman að veiða, skilur þú? Á þessum tíma umgekkst ég mikið af einhleypum vinum mínum og oftar en ekki kom þessi umræða upp. Eru einhverjar reglur? Eru þetta ekki bara gamaldags klisjur? Playing hard to get aðferðin er það ekki bara mýta? Það sköpuðust oft á tíðum mjög líflegar umræður og einmitt á þessum tíma fæddist hugmyndin í kollinum mínum að Makamálum. Mig langaði að gera eitthvað við þetta. Allar þessar hugleiðingar um stefnumótalífið og samskipti fólks, kynin, kynlíf, óskráðar reglur og þessar ofurkjánalegu aðstæður sem ég náði einhvern veginn alltaf að koma mér í. Jæja nú er ég búin að afsaka mig að mestu svo að ég er tilbúin til að upplýsa glæpinn. Fyrsta hugmyndin sem ég fékk að Makamálum var að gera sjónvarpsþætti og mælti ég mér mót við leikstjóra sem var mjög spenntur fyrir þessari pælingu og tengdi við hana sjálfur. Í fyrsta skiptið sem við hittumst varð til snilldar hugmynd (að mér fannst á þessum tíma). Eftir allt spjallið um þessar óskráðu reglur ákvað ég að gera smá tilraun í samskiptum mínum við stráka, láta reyna á þessar mýtur og skrá það. Eru þetta klisjur eða er kannski eitthvað til í þessu? Planið var að ég myndi prófa að fara tvær leiðir í samskiptum við stráka, vera tvær mjög ólíkar týpur í samskiptum (rafrænum aðallega).Týpa 1 - Vera frökk, ögrandi og alltaf með frumkvæðið. Gera næstum allt sem að sagt er að stelpur eigi helst ekki að gera en strákum leyfist kannski frekar. Týpa 2 - Vera dul og óaðgengileg. Play hard to get. Leyfa honum að veiða mig og hafa fyrir því. Það var algjör tilviljun að kvöldið eftir hitti ég strák í afmæli hjá vinkonu minni, köllum hann Anton. Hann virkaði strax vel á mig, var fyndinn, myndarlegur og frekar forvitnilegur. Það varð fljótt spenna á milli okkar og kvöldið endaði þannig að hann skutlaði mér heim og við kysstumst í bílnum. Hann vildi koma með mér inn en ég ákvað að bíða með það og við skiptumst á númerum. Á sama tíma var annar strákur búinn að vera að sýna mér áhuga og höfðum við hist einu sinni, köllum hann Tryggva. Hann var meira svona bad boy týpa og það skein svolítið í gegn strax hvernig áhuga hann hafði á mér, aðallega láréttan áhuga. Sagðist fljótt ekki vera að leita eftir neinu alvarlegu. Ég þurfti að gera leikplan. Ég ákvað að vera hard to get týpan við Tryggva en frökk, ögrandi og með frumkvæðið við Anton, áhugaverða, góða gaurinn.Tilraun nr. 1 - Play hard to get Þegar Tryggvi sendi mér skilaboð svaraði ég seint og alltaf aðeins undir rós. Ég svaraði stundum daginn eftir og passaði mig á því að sýna áhuga en alls ekki of mikinn. Hegðun hans gagnvart mér var skuggalega fljót að breytast. Það var eins og hann fengi meiri áhuga á mér því fjarlægari sem ég var í svörum. Hann sendi oftar og varð innilegri í skilaboðunum, hann sem í fyrstu sagðist ekki vilja neitt alvarlegt.Ég hitti hann einu sinni eftir að ég ákvað þessa taktík og þá sá ég hvað hann virtist heillaðri að mér, hann varð reyndar líka aðeins óöruggur sem var svolítið áhugavert þar sem hann virtist svo sjálfsöruggur fyrst þegar við byrjuðum að eiga samskipti. Þarna kom berlega í ljós að þetta var að virka á hann, hann varð forvitnari um mig og sóttist mjög mikið í samskipti við mig. Ég verð að viðurkenna það að mér fannst þetta ekki svo erfitt og pínu skemmtilegt. Mér fannst ég hafa fulla stjórn. Tilraun nr. 2 - Frökk, ögrandi og með frumkvæðið.Mér fannst þessi tilraun erfiðari, aulahrollur eftir aulahroll. Ég sendi Antoni strax skilaboð daginn eftir að við kysstumst í bílnum, ég var með símanúmerið hans, hann svaraði strax. Svo addaði ég honum á Facebook. Við töluðum aðeins saman og þar sem hann átti börn eins og ég þá gátum við ekki hist alveg strax. Ég addaði honum þá á Snapchat og Instagram. Þegar við hittumst í seinna skiptið var greinilega áhugi á báða bóga og áttum við góða stund saman. Mig langaði pínu að hætta við þessa óforskömmuðu tilraun mína. Þegar hann var kominn heim til sín eftir heimsóknina sendi ég honum strax skilaboð og þakkaði honum fyrir kvöldið og daðraði. Þarna var ég búin að brjóta ansi margar reglur samkvæmt mýtunni. Hafði alltaf samband að fyrra bragði, addaði honum á öllum miðlum og var alltaf með frumkvæðið að samskiptum. Ég fann að hann var aðeins til baka núna. Svo gerði ég eitt sem gerði algjörlega útslagið. Ég sendi svona dramaskilaboð. Þegar hann var ekki búinn að svara í nokkra klukkutíma sendi ég skilaboð um hversu glatað mér þætti það, sérstaklega þar sem við höfðum verið saman einum degi áður. Til að gera langa sögu stutta og hlífa lesendum (og sjálfri mér) þá endaði þetta þannig að Anton bakkaði út. Við hittumst ekki aftur. Ég sá aðeins eftir þessari hegðun minni í þessu tilviki og fann hvað mér fannst þetta óþægilegt því að ég vissi að við værum ekki svo ólíkar týpur. Ég var ekki endilega svekkt yfir því að þetta endaði heldur langaði mig svo að sýna honum að ég væri ekki þessi týpa. Ég hugsaði með mér að ég gæti vonandi orðið vinur hans. En það var víst full seint í rassinn gripið og gerði hlutina bara ennþá kjánalegri.Niðurstöður: Tilraun nr. 1 - Play hard to getÍ þessu tilviki var þessi aðferð ekki mýta. Hún hreinlega snar virkaði. Eins mikið og það fer í taugarnar á mér að viðurkenna það þá eru þessir leikir og óskráðu reglur í byrjun samskipta greinilega með meira vægi en ég gerði mér grein fyrir. Tilraun nr. 2 - Frökk, ögrandi og með frumkvæðiðHvað get ég sagt? Kannski hreinlegast að lýsa áhrifum þessar aðferðar svona:Auðvitað er þetta ekki alltaf svona einfalt og smekkur fólks misjafn en mér fannst þetta samt svolítið forvitnilegt.Ég held að konur geti ekki leyft sér að vera eins frakkar og karlmenn. Þú myndir aldrei heyra karlmann segja: „Æj, hún var alltaf að eltast við mig og bjóða mér á stefnumót þangað til að ég kolféll alveg fyrir henni, hún gafst bara ekki upp!“ En við þekkjum öll svona sögu frá konum. Þrátt fyrir þessa hárnákvæmu, vísindalegu og óforskömmuðu tilraun mína þá trúi ég því samt sem áður að best sé að sleppa leikjunum og hunsa allar reglurnar. Leikirnir geta kannski gefið þér forskot í byrjun, en þegar allt kemur til alls eru þeir í besta falli léleg tímasóun sem bara villa fyrir þér og tefja báða aðila í leit að ástinni. Ástin er nefnilega ekki eins vitlaus eins og hún lítur út fyrir að vera. Sönn íslensk makamál Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ég gerði eitt svolítið hræðilegt, svolítið sem ég skammast mín fyrir. Ég ætla samt að segja ykkur frá því. En fyrst, eins og sönnum afbrotamanni sæmir, ætla ég að afsaka það. Fyrirfram! Ég var búin að vera einhleyp í nokkurn tíma og taka misgáfulegar ákvarðanir í stefnumótalífinu. Ég var á Tinder, hitti stráka á djamminu eða fór einstaka sinnum á stefnumót. Mestur tíminn fór aftur á móti í spjall. Ekki þetta mann á mann spjall þar sem hægt var að lesa úr líkamstjáningu, andlitsdráttum eða raddbeitingu, heldur spjall í gegnum snjallsíma. Snjall-spjall sem var ekki alltaf svo snjallt. Ég fann að ég var orðin pínulítið dofin, kannski ekki dofin en svona taktísk í samskiptum. Markaðurinn kenndi mér það, rafræni stefnumótamarkaðurinn. Ekki elta of mikið! Sýndu áhuga en ekki of mikinn! Láttu eins og þér sé sama en samt ekki! Ekki svara strax en svaraðu, bara seint! Vertu hnyttin en ekki of kjánaleg! Já og ekki senda skilaboð að fyrra bragði, bíddu eftir að hann sendi! Vertu kúl, ekki of áköf, vertu spennandi, sexý, sjálfsörugg og umfram allt sultuslök!OKEY?????????Ég velti því oft fyrir mér á tímum femínisma og jafnrétti kynjanna hvort að allar þessar óskráðu reglur gildi fyrir bæði kynin. Margir karlkyns vinir mínir ráðlögðu mér til dæmis ítrekað að sýna ekki of mikinn áhuga í fyrstu kynnum heldur leyfa strákunum að stýra ferðinni.Karlmönnum finnst svo gaman að veiða, skilur þú? Á þessum tíma umgekkst ég mikið af einhleypum vinum mínum og oftar en ekki kom þessi umræða upp. Eru einhverjar reglur? Eru þetta ekki bara gamaldags klisjur? Playing hard to get aðferðin er það ekki bara mýta? Það sköpuðust oft á tíðum mjög líflegar umræður og einmitt á þessum tíma fæddist hugmyndin í kollinum mínum að Makamálum. Mig langaði að gera eitthvað við þetta. Allar þessar hugleiðingar um stefnumótalífið og samskipti fólks, kynin, kynlíf, óskráðar reglur og þessar ofurkjánalegu aðstæður sem ég náði einhvern veginn alltaf að koma mér í. Jæja nú er ég búin að afsaka mig að mestu svo að ég er tilbúin til að upplýsa glæpinn. Fyrsta hugmyndin sem ég fékk að Makamálum var að gera sjónvarpsþætti og mælti ég mér mót við leikstjóra sem var mjög spenntur fyrir þessari pælingu og tengdi við hana sjálfur. Í fyrsta skiptið sem við hittumst varð til snilldar hugmynd (að mér fannst á þessum tíma). Eftir allt spjallið um þessar óskráðu reglur ákvað ég að gera smá tilraun í samskiptum mínum við stráka, láta reyna á þessar mýtur og skrá það. Eru þetta klisjur eða er kannski eitthvað til í þessu? Planið var að ég myndi prófa að fara tvær leiðir í samskiptum við stráka, vera tvær mjög ólíkar týpur í samskiptum (rafrænum aðallega).Týpa 1 - Vera frökk, ögrandi og alltaf með frumkvæðið. Gera næstum allt sem að sagt er að stelpur eigi helst ekki að gera en strákum leyfist kannski frekar. Týpa 2 - Vera dul og óaðgengileg. Play hard to get. Leyfa honum að veiða mig og hafa fyrir því. Það var algjör tilviljun að kvöldið eftir hitti ég strák í afmæli hjá vinkonu minni, köllum hann Anton. Hann virkaði strax vel á mig, var fyndinn, myndarlegur og frekar forvitnilegur. Það varð fljótt spenna á milli okkar og kvöldið endaði þannig að hann skutlaði mér heim og við kysstumst í bílnum. Hann vildi koma með mér inn en ég ákvað að bíða með það og við skiptumst á númerum. Á sama tíma var annar strákur búinn að vera að sýna mér áhuga og höfðum við hist einu sinni, köllum hann Tryggva. Hann var meira svona bad boy týpa og það skein svolítið í gegn strax hvernig áhuga hann hafði á mér, aðallega láréttan áhuga. Sagðist fljótt ekki vera að leita eftir neinu alvarlegu. Ég þurfti að gera leikplan. Ég ákvað að vera hard to get týpan við Tryggva en frökk, ögrandi og með frumkvæðið við Anton, áhugaverða, góða gaurinn.Tilraun nr. 1 - Play hard to get Þegar Tryggvi sendi mér skilaboð svaraði ég seint og alltaf aðeins undir rós. Ég svaraði stundum daginn eftir og passaði mig á því að sýna áhuga en alls ekki of mikinn. Hegðun hans gagnvart mér var skuggalega fljót að breytast. Það var eins og hann fengi meiri áhuga á mér því fjarlægari sem ég var í svörum. Hann sendi oftar og varð innilegri í skilaboðunum, hann sem í fyrstu sagðist ekki vilja neitt alvarlegt.Ég hitti hann einu sinni eftir að ég ákvað þessa taktík og þá sá ég hvað hann virtist heillaðri að mér, hann varð reyndar líka aðeins óöruggur sem var svolítið áhugavert þar sem hann virtist svo sjálfsöruggur fyrst þegar við byrjuðum að eiga samskipti. Þarna kom berlega í ljós að þetta var að virka á hann, hann varð forvitnari um mig og sóttist mjög mikið í samskipti við mig. Ég verð að viðurkenna það að mér fannst þetta ekki svo erfitt og pínu skemmtilegt. Mér fannst ég hafa fulla stjórn. Tilraun nr. 2 - Frökk, ögrandi og með frumkvæðið.Mér fannst þessi tilraun erfiðari, aulahrollur eftir aulahroll. Ég sendi Antoni strax skilaboð daginn eftir að við kysstumst í bílnum, ég var með símanúmerið hans, hann svaraði strax. Svo addaði ég honum á Facebook. Við töluðum aðeins saman og þar sem hann átti börn eins og ég þá gátum við ekki hist alveg strax. Ég addaði honum þá á Snapchat og Instagram. Þegar við hittumst í seinna skiptið var greinilega áhugi á báða bóga og áttum við góða stund saman. Mig langaði pínu að hætta við þessa óforskömmuðu tilraun mína. Þegar hann var kominn heim til sín eftir heimsóknina sendi ég honum strax skilaboð og þakkaði honum fyrir kvöldið og daðraði. Þarna var ég búin að brjóta ansi margar reglur samkvæmt mýtunni. Hafði alltaf samband að fyrra bragði, addaði honum á öllum miðlum og var alltaf með frumkvæðið að samskiptum. Ég fann að hann var aðeins til baka núna. Svo gerði ég eitt sem gerði algjörlega útslagið. Ég sendi svona dramaskilaboð. Þegar hann var ekki búinn að svara í nokkra klukkutíma sendi ég skilaboð um hversu glatað mér þætti það, sérstaklega þar sem við höfðum verið saman einum degi áður. Til að gera langa sögu stutta og hlífa lesendum (og sjálfri mér) þá endaði þetta þannig að Anton bakkaði út. Við hittumst ekki aftur. Ég sá aðeins eftir þessari hegðun minni í þessu tilviki og fann hvað mér fannst þetta óþægilegt því að ég vissi að við værum ekki svo ólíkar týpur. Ég var ekki endilega svekkt yfir því að þetta endaði heldur langaði mig svo að sýna honum að ég væri ekki þessi týpa. Ég hugsaði með mér að ég gæti vonandi orðið vinur hans. En það var víst full seint í rassinn gripið og gerði hlutina bara ennþá kjánalegri.Niðurstöður: Tilraun nr. 1 - Play hard to getÍ þessu tilviki var þessi aðferð ekki mýta. Hún hreinlega snar virkaði. Eins mikið og það fer í taugarnar á mér að viðurkenna það þá eru þessir leikir og óskráðu reglur í byrjun samskipta greinilega með meira vægi en ég gerði mér grein fyrir. Tilraun nr. 2 - Frökk, ögrandi og með frumkvæðiðHvað get ég sagt? Kannski hreinlegast að lýsa áhrifum þessar aðferðar svona:Auðvitað er þetta ekki alltaf svona einfalt og smekkur fólks misjafn en mér fannst þetta samt svolítið forvitnilegt.Ég held að konur geti ekki leyft sér að vera eins frakkar og karlmenn. Þú myndir aldrei heyra karlmann segja: „Æj, hún var alltaf að eltast við mig og bjóða mér á stefnumót þangað til að ég kolféll alveg fyrir henni, hún gafst bara ekki upp!“ En við þekkjum öll svona sögu frá konum. Þrátt fyrir þessa hárnákvæmu, vísindalegu og óforskömmuðu tilraun mína þá trúi ég því samt sem áður að best sé að sleppa leikjunum og hunsa allar reglurnar. Leikirnir geta kannski gefið þér forskot í byrjun, en þegar allt kemur til alls eru þeir í besta falli léleg tímasóun sem bara villa fyrir þér og tefja báða aðila í leit að ástinni. Ástin er nefnilega ekki eins vitlaus eins og hún lítur út fyrir að vera.
Sönn íslensk makamál Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira