United tapaði gegn botnliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea í molum eftir mistökin.
De Gea í molum eftir mistökin. vísir/getty

Manchester United tapaði 2-0 fyrir botnliði Watford á útivelli í dag er liðið mættust í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

United voru sterkari í fyrri hálfleik og besta færi fyrri hálfleiksins fékk Jesse Lingard er hann slapp einn í gegn. Hann ákvað að reyna vippa boltanum yfir Ben Foster en vippaði boltanum einnig yfir markið.







Staðan var markalaus í hálfleik en eftir níu mínútur í síðari hálfleik voru heimamenn komnir í 2-0. Fyrra markið skoraði Ismaila Sarr en skot hans rataði í netið eftir hörmuleg mistök David de Gea.

Á 54. mínútu tvöfaldaði Troy Deene forystuna af vítapunktinum en heimamenn fengu vítaspyrnu eftir að Aaron Wan-Bissaka braut á markaskoraranum Ismaila Sarr.

United reyndi allt hvað þeir gátu til þess að minnka muninn. Þeir sendu meðal annars Paul Pogba á völlinn í fyrsta skipti síðan í lok september en allt kom fyrir ekki og vandræðalegt tap United.





United er í 8. sæti deildarinnar með 25 stig, fjórum stigum frá Chelsea sem er í fjórða sætinu, en Watford er þó áfram á botninum með tólf stig. Nú sex stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira