Stærsta fasteignasala Reykjavíkur 23. maí 2012 11:00 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar og eigendur Fasteignasölunnar Mikluborgar. mynd/gva Það væri hverjum fasteignasala hollt að kaupa og selja fasteign sína einu sinni á ári. Fasteignakaup eru enda í flestum tilvikum stærsta ákvörðun sem við tökum í lífi okkar og mikil rússíbanareið á meðan viðskiptunum stendur. Því skiptir miklu máli að viðskiptavinurinn velkist ekki í vafa um að honum sé vel sinnt og að honum líði vel í viðskiptunum,“ segir Óskar á Mikluborg. Fasteignasalan Miklaborg er sú stærsta í höfuðborginni. Þar starfar sterk og öflug liðsheild fimmtán starfsmanna. „Fasteignasala má sín lítils án góðs starfsfólks. Hér starfa reynslumiklir, góðir og áhugasamir sölumenn sem taka starf sitt alvarlega,“ upplýsir Óskar. Auk mannauðsins segir Óskar styrk og vöxt Mikluborgar byggja á alúðlegri þjónustu við viðskiptavini, skýrum verkferlum og áherslu á gæðavinnu til að kynna bæði fasteignir og fyrirtækið. „Það er einfaldlega ekki nóg að skrá eign á sölu og vona að vindurinn blási í rétta átt. Það verður að nýta alla tæknimöguleika sem í boði eru svo kynna megi eignina fyrir sem breiðastan hóp. Því þurfa seljendur að vanda valið vel áður en þeir setja eignir sínar á sölu.“ Óskar segir meginþorra íslenskra fasteignasala smáar í sniðum og þar sé óhægara um vik að koma eignum á framfæri eða finna draumaeignina. „Húseigendur vilja allir að eign þeirra nái til sem flestra og leita því til okkar. Miklaborg er með stærsta framboð eigna á skrá og var fyrst til að bjóða upp á „innlit“ í eignir, þar sem hægt er að valsa um á netinu og skoða hvern krók og kima. Heimasíðan er alltaf vel uppfærð og aðgengileg og sölumenn leggja áherslu á að ná góðum tengslum við kaupendur til að ná enn betur að hjálpa þeim við að finna draumaeignina.“ Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Það væri hverjum fasteignasala hollt að kaupa og selja fasteign sína einu sinni á ári. Fasteignakaup eru enda í flestum tilvikum stærsta ákvörðun sem við tökum í lífi okkar og mikil rússíbanareið á meðan viðskiptunum stendur. Því skiptir miklu máli að viðskiptavinurinn velkist ekki í vafa um að honum sé vel sinnt og að honum líði vel í viðskiptunum,“ segir Óskar á Mikluborg. Fasteignasalan Miklaborg er sú stærsta í höfuðborginni. Þar starfar sterk og öflug liðsheild fimmtán starfsmanna. „Fasteignasala má sín lítils án góðs starfsfólks. Hér starfa reynslumiklir, góðir og áhugasamir sölumenn sem taka starf sitt alvarlega,“ upplýsir Óskar. Auk mannauðsins segir Óskar styrk og vöxt Mikluborgar byggja á alúðlegri þjónustu við viðskiptavini, skýrum verkferlum og áherslu á gæðavinnu til að kynna bæði fasteignir og fyrirtækið. „Það er einfaldlega ekki nóg að skrá eign á sölu og vona að vindurinn blási í rétta átt. Það verður að nýta alla tæknimöguleika sem í boði eru svo kynna megi eignina fyrir sem breiðastan hóp. Því þurfa seljendur að vanda valið vel áður en þeir setja eignir sínar á sölu.“ Óskar segir meginþorra íslenskra fasteignasala smáar í sniðum og þar sé óhægara um vik að koma eignum á framfæri eða finna draumaeignina. „Húseigendur vilja allir að eign þeirra nái til sem flestra og leita því til okkar. Miklaborg er með stærsta framboð eigna á skrá og var fyrst til að bjóða upp á „innlit“ í eignir, þar sem hægt er að valsa um á netinu og skoða hvern krók og kima. Heimasíðan er alltaf vel uppfærð og aðgengileg og sölumenn leggja áherslu á að ná góðum tengslum við kaupendur til að ná enn betur að hjálpa þeim við að finna draumaeignina.“
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira