„Þætti vænst um að fá að deyja heima“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2020 10:00 Alma hefur fengið þær fréttir að hún á innan við fjögur ár eftir. „Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Hún kláraði meðferð, brjóstið var tekið og sögðu læknar að hún væri læknuð í ágúst 2018 og eins hamingjusöm og hún var með þær fréttir man hún mjög vel hvað það var erfitt að fá fréttirnar að hún væri með krabbamein. „Þetta var rosalegt sjokk og maður hugsar alltaf að þetta komi ekki fyrir mann en það fer strax svo mikill baráttuhugur í mann og maður setur öll vopn á loft og ætlar að berjast,“ segir Alma sem fór eftir meðferðina á fjölmörg sjálfsstyrkingarnámskeið og það hafi alltaf verið stefnan að fara aftur á vinnumarkaðinn. Erfiðast að missa hárið „Mér fannst erfiðast að missa hárið því ég var alltaf með sítt og flott hár og ég vissi að það kæmi til baka sem krullur og það átti líka að koma grátt til baka sem mér fannst ekki spennandi.“ Alma hefur farið í gegnum gríðarlega erfiðar lyfjameðferðir. Eftir meðferðina var hún laus við krabbann og átti lífið loksins að byrja aftur. „Svo finn ég hnút í bringunni í júní 2019 sem var frekar stór og ég vissi bara strax að þetta væri krabbi. Það var rétt og ég fer í aðgerð í júlí og krabbinn er tekinn og aftur átti ég að vera krabbameinslaus. En svo kemur hann aftur í ágúst og aftur í bringuna. Hann er þar núna og það á ekkert að gera neitt.“ Alma segist ekki hafa verið í stöðugu eftirliti eftir að hún fékk krabbamein í fyrsta sinn. „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að fara aftur í skoðun, eða ómun hjá krabbameinsfélaginu.“ Aðeins hægt að halda einkennum niðri Hún er ósátt og sár yfir því að kerfið sé ekki betra en þetta. Nú er um fjórða stigs krabbamein að ræða. „Það eina sem er gert í svona tilfellum er að halda einkennum niðri með lyfjum heima en það er ekki farið í lyfjameðferð eins og fólk þekki,“ segir Alma og bætir við að krabbinn hafi í raun unnið að þessu sinni. „Það á að gefa mér smá meiri tíma. Það verður ekkert tekið, ekkert skorið.“ Alma segist oft vera kvalin, suma daga óglatt og þá liggur hún bara fyrir. Læknarnir gefa henni ekki meira en fjögur ár. Alma á þrjú börn og tvö stjúpbörn. „Að heyra svona hjá lækninum er rosalegt. Ég greip bara um höfuðið og vildi fara úr tímanum. Þetta er svo súrealískt að vita að maður eigi stuttan tíma eftir með börnunum, fólkinu sínu og manninum sínum. Ég á þrjú börn og tvö stjúpbörn,“ sem eru frá 11 til 21 árs. Hennar megin áhyggjur snúa að þeim. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ segir Alma en hún lýsir börnunum sínum sem járnköllum. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það. Ég er mjög hrædd og hrædd við að veikjast meira, sem ég veit að verður. Læknirinn minn segir að þetta verði upp og niður. Svo undir lokin, það hræðir mig og ég hugsa um það daglega. Ég er búinn að gera ráðstafanir til að reyna létta undir fólkinu mínu. Ég er búin að ákveða kirkju, búin að velja mér kirkjugarð og búin að velja lögin í jarðaförina. Ég tala mikið um dauðann við systur mína, af því að ég þarf það. Ég veit ekki hvað ég er að fara út í.“ Hún segist vilja vera eins lengi heima hjá sér og hún getur. „Mér þætti vænst um að fá að deyja heima en ég veit að það verður örugglega ekki,“ segir Alma. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hægt er að styðja Ölmu og hennar fjölskyldu með því að leggja inn á styrktarreikning hennar: 0130 - 05 - 064210 Kennitala: 060979-3759 Ísland í dag Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Hún kláraði meðferð, brjóstið var tekið og sögðu læknar að hún væri læknuð í ágúst 2018 og eins hamingjusöm og hún var með þær fréttir man hún mjög vel hvað það var erfitt að fá fréttirnar að hún væri með krabbamein. „Þetta var rosalegt sjokk og maður hugsar alltaf að þetta komi ekki fyrir mann en það fer strax svo mikill baráttuhugur í mann og maður setur öll vopn á loft og ætlar að berjast,“ segir Alma sem fór eftir meðferðina á fjölmörg sjálfsstyrkingarnámskeið og það hafi alltaf verið stefnan að fara aftur á vinnumarkaðinn. Erfiðast að missa hárið „Mér fannst erfiðast að missa hárið því ég var alltaf með sítt og flott hár og ég vissi að það kæmi til baka sem krullur og það átti líka að koma grátt til baka sem mér fannst ekki spennandi.“ Alma hefur farið í gegnum gríðarlega erfiðar lyfjameðferðir. Eftir meðferðina var hún laus við krabbann og átti lífið loksins að byrja aftur. „Svo finn ég hnút í bringunni í júní 2019 sem var frekar stór og ég vissi bara strax að þetta væri krabbi. Það var rétt og ég fer í aðgerð í júlí og krabbinn er tekinn og aftur átti ég að vera krabbameinslaus. En svo kemur hann aftur í ágúst og aftur í bringuna. Hann er þar núna og það á ekkert að gera neitt.“ Alma segist ekki hafa verið í stöðugu eftirliti eftir að hún fékk krabbamein í fyrsta sinn. „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að fara aftur í skoðun, eða ómun hjá krabbameinsfélaginu.“ Aðeins hægt að halda einkennum niðri Hún er ósátt og sár yfir því að kerfið sé ekki betra en þetta. Nú er um fjórða stigs krabbamein að ræða. „Það eina sem er gert í svona tilfellum er að halda einkennum niðri með lyfjum heima en það er ekki farið í lyfjameðferð eins og fólk þekki,“ segir Alma og bætir við að krabbinn hafi í raun unnið að þessu sinni. „Það á að gefa mér smá meiri tíma. Það verður ekkert tekið, ekkert skorið.“ Alma segist oft vera kvalin, suma daga óglatt og þá liggur hún bara fyrir. Læknarnir gefa henni ekki meira en fjögur ár. Alma á þrjú börn og tvö stjúpbörn. „Að heyra svona hjá lækninum er rosalegt. Ég greip bara um höfuðið og vildi fara úr tímanum. Þetta er svo súrealískt að vita að maður eigi stuttan tíma eftir með börnunum, fólkinu sínu og manninum sínum. Ég á þrjú börn og tvö stjúpbörn,“ sem eru frá 11 til 21 árs. Hennar megin áhyggjur snúa að þeim. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ segir Alma en hún lýsir börnunum sínum sem járnköllum. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það. Ég er mjög hrædd og hrædd við að veikjast meira, sem ég veit að verður. Læknirinn minn segir að þetta verði upp og niður. Svo undir lokin, það hræðir mig og ég hugsa um það daglega. Ég er búinn að gera ráðstafanir til að reyna létta undir fólkinu mínu. Ég er búin að ákveða kirkju, búin að velja mér kirkjugarð og búin að velja lögin í jarðaförina. Ég tala mikið um dauðann við systur mína, af því að ég þarf það. Ég veit ekki hvað ég er að fara út í.“ Hún segist vilja vera eins lengi heima hjá sér og hún getur. „Mér þætti vænst um að fá að deyja heima en ég veit að það verður örugglega ekki,“ segir Alma. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hægt er að styðja Ölmu og hennar fjölskyldu með því að leggja inn á styrktarreikning hennar: 0130 - 05 - 064210 Kennitala: 060979-3759
Ísland í dag Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira