Banna Taylor Swift að syngja eigin lög á verðlaunahátíð Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2019 08:16 Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. Getty Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp. Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp.
Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00