Mætti halda að Chandler Bing hafi gert nýju Stjörnustríðsmyndirnar Heiðar Sumarliðason skrifar 30. desember 2019 14:01 Þar sem fólk getur nú lesið þúsundir dóma um Star Wars: Rise of Skywalker og næstum tvær vikur eru síðan hún kom út ákvað ég að taka aðeins víðari nálgun á Stjörnustríðsmyndirnar og bera nýja þríleikinn saman við þann upprunlega og velta vöngum yfir þessu fyrirbæri sem er Stjörnustríð. Lokamyndin um ævintýri Skywalker fjölskyldunnar og lagsmanna hennar er nú komin í kvikmyndahús og ber nafnið Star Wars: Rise of Skywalker. Botninn hefur þar með verið sleginn í ferðalagið sem hófst í kvikmyndahúsum árið 1977 þegar Leia prinsessa sendi vélmennið RD-D2 til plánetunnar Tatooine í leit að Obi-Wan Kenobi. Myndirnar eru nú orðnar níu talsins, ef hliðarskrefin Rogue One og Solo eru frátalin. Fáar kvikmyndir í sögunni hafa haft önnur eins áhrif á áhorfendur og kvikmyndaiðnaðinn í heild sinni. Stjörnustríð var ásamt Jaws sú kvikmynd sem hvað mest breytti því hvernig kvikmyndaverin líta á iðnaðinn. Hafi Hollywood ekki sannfærst um að the blockbuster væri framtíðin eftir velgengni Jaws, þá staðfesti Stjörnustríð það svo um munaði, slíkar voru vinsældir myndarinnar, enda voru miðasöluraðirnar í kringum allt hverfið. Tenging hinna fjölmörgu Stjörnustríðsaðdáenda við bálkinn getur verið margslungin og persónubundin. Hægt er að finna allan skalann varðandi hvernig þessir einstaklingar líta á það nýja efni sem hefur litið dagsins ljós síðan Phantom Menace kom út árið 1999. Flestir telja sína afstöðu vera hina einu réttu og reyna eftir fremsta megni að stinga ofan í þá sem eru þeim ósammála. Að skrifa blaðarýni um Star Wars: Rise of Skywalker er vandasamt verk, ekki aðeins vegna allra þeirra óstöðugu Stjörnustríðsaðdáenda sem óvarlegt tal um nýjustu afurðina myndi æra (já, já, kæri Stjörnustríðsaðdáandi, þín skoðun er örugglega betri en mín), heldur er hægt að nálgast myndina á svo marga vegu að erfitt er að velja aðeins eina afstöðu. Þetta er að að ýmsu leyti frábær mynd en bágborin á margan annan máta. Í spjalli fyrir sýningu myndarinnar fyrir meðlimi Óskarsakademíunnar í síðustu viku sagði JJ Abrams að þeir sem elskuðu hana hefðu rétt fyrir sér en einnig þeir sem væru að agnúast út í hana. Hann gerði í framhaldinu athugasemd við þann hneykslunar- og svívirðingarkúltúr sem við búum við á öld internetsins, hvernig normið í umræðunni sé orðið algjörlega laust við núansa og samúð. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá honum og mjög upplífgandi að sjá leikstjóra viðurkenna svona lagað. Ég ætla því að reyna mitt besta að hafa þetta sem sanngjarnast.VHS-upptakan af Stjörnustríði frá 1983 gatslitinDæmigerð röð á frumsýningardag á Return of the Jedi árið 1983.Sama hvaða skoðun fólk hefur á heildargæðum Star Wars: Rise of Skywalker, er ekki hægt að neita að hún er rússíbanareið frá fyrsta andartaki til þess síðasta. Sjaldan hefur barnið í mér fengið að upplifa slíka draumreið í kvikmyndahúsi. Ef mér fannst framvindan og samtölin vera heimskuleg, út úr kú eða taktlaus, gleymdi ég því á svipstundu. Það var svo mikið í gangi á tjaldinu að ég mér gafst ekki ráðrúm til að velta því fyrir mér. Um leið og leikstjórinn JJ Abrams var búinn að kvelja mig með einhverjum misheppnuðum brandara var hann búinn að klippa í aðra senu þar sem einhver hetjan var í háska og því allt gleymt, grafið og fyrirgefið.Get ég hinsvegar sem einstaklingur sem skrifar gagnrýni fyrir fjölmiðil látið galla myndarinnar framhjá mér fara af því það var svo gaman? Liggur það ekki í hlutarins eðli að ég neyðist til að rýna í gegnum verkið og sjá hvernig eindir þess hanga saman, sparka aðeins í ljóshraðadrifið og sjá hvort viðgerðir RD-D2 séu eitthvað annað en aumt spartl? Það hlýtur að vera.Nýi þríleikurinn á við tvö vandamál að stríða frá mínum bæjardyrum séð. Þau varða handverk skrifanna og svo þann kjánalega tón sem er orðinn mjög áberandi.Þegar talað er um annmarka nýja þríleiksins, benda sumir aðdáendur í sífellu á að Stjörnustríðsmyndirnar voru upprunalega hugsaðar sem barnamyndir. Það er að sjálfsögðu rétt og fyrst þetta eru og voru í grunninn myndir fyrir börn og ungmenni af hverju erum við að æsa okkur svona mikið yfir þessu?Vandinn sem steðjar að nýjum Stjörnustríðsmyndum er tvíþættur. Hjá mörgum tengist þetta minningum af upplifun okkar af myndunum þegar við sáum þær fyrst á barnsaldri. Á þeim tíma vorum við að sjálfsögðu ekki komin með þroska og gáfur til að átta okkur á hinum hárfínni núönsum kvikmynda- og frásagnarlistarinnar. Það er því erfitt að ætla að bera saman upplifun sem er svo samofin við barnæsku okkar og það að sjá Stjörnustríð sem fullorðinn einstaklingur. Sjálfur þurfti ég að setja spurningarmerki við upplifun mína af upprunalega þríleiknum og hvernig ég bar hann saman við þessar nýju myndir. Í tilfelli margra af okkur Stjörnustríðsaðdáendunum er þetta ein fyrsta kvikmyndaupplifun okkar. Við höfðum á þeim tíma ekkert til að bera myndirnar saman við, það var spenna, hraði, sprengingar og hávaði, það nægði okkur. Börn eru ekkert að velta fyrir sér hvort heil brú sé í gjörðum persóna út frá undirbyggingu þeirra. Þau eru ekki að pæla í hvort verið sé að brjóta þau lögmál sem myndin hefur þegar ákvarðað. Þau eru bara að bíða eftir næstu sprengingu.Ég hef séð myndirnar í upprunalega þríleiknum mörg hundruð sinnum. Ég er sem sagt það gamall að ekki var mikið úrval sjónvarpsefnis þegar ég var barn. Ég átti myndbandsspólu með fyrstu Stjörnustríðsmyndinni, sem ég tók upp af Ríkissjónvarpinu og það var nokkurn veginn eina skemmtiefnið sem til var á heimilinu. Ég á minningar af því að mamma mín var orðin svo þreytt á að heyra hljóðin úr myndinni að hún hótaði að taka yfir VHS-spóluna ef færi ekki að hætta að skella henni í tækið í tíma og ótíma. Ég veit að ég er langt í frá eina barn níunda áratugarins sem lá yfir upptökunni af þessari útsendingu RÚV á A New Hope í marga mánuði, jafnvel ár. Það er einmitt út af þessu sem svo mörg okkar eigum í flóknu sambandi við Stjörnustríð, svo flóknu að við erum gjörsamlega ófær um að líta á þetta fyrirbæri með hlutlausum hætti, það er of tengt inn í upphaf neyslu okkar á skemmtiefni.Ekki heil brú í björgunaraðgerðumMiðað við sjónvarpsdagskrána á æskuárum höfundar var ekki skrítið að VHS-upptakan af Stjörnustríði hafi verið lúin.Mér fannst ég þurfa að rifja upp fyrri Stjörnustríðsmyndir, svo ég væri ekki að byggja mál mitt á daufum minningum úr barnæsku. Ég hóf reyndar áhorfið með The Last Jedi, fannst ég þurfa að rifja hana upp þar sem ég hafði aðeins séð hana einu sinni. Næst var það Return of the Jedi, þar sem hún er almennt talin síst upprunalegu myndanna og ég vildi bera hann sem nákvæmast saman við Rise of Skywalker. Þriðja myndin sem ég horfði á var The Empire Strikes Back, þar sem oftast er talað um hana sem bestu Stjörnustríðsmyndina. Ég lét A New Hope eiga sig, ástæðan er tvíþætt, annarsvegar var tími minn á þrotum og svo get ég spilað hana í höfðinu á mér frá upphafi til enda.Fyrsti þríleikurinn er í töluvert hærri gæðaflokki en þessar nýju myndir að flestu leyti, það hljóta allir að vera sammála um það. Að sjálfsögðu hefur tæknibrellum fleygt fram og peningarnir sem er verið að ausa í þetta eru meiri. Það er hinsvegar allt hitt sem er verra. Í upprunalegu myndunum var framvindan oftar vel undirbyggð og sagan spratt fram á mun óþvingaðri máta, það er oftar heil brú í atburðunum og öllum öngum sögunnar.Það er ekki þar með sagt að þær séu án galla. Ef þú horfir t.d á fyrstu 40 mínútur Return of the Jedi, er ekki heil brú í þessum björgunaraðgerðum þeirra. Þetta er svo margbrotið og flókið plan að maður veltir fyrir sér hverskonar fáráðlingur ákvað þetta eiginlega. Ef áætlun Loga Geimgengils var aðeins að mæta á svæðið og nota Jedi-mátt sinn til að láta Jabba afhenda sér Han Solo, af hverju gerði hann það ekki bara strax í stað þess að senda allt þetta fólk á undan sér? Og hver var áætlun Leiu prinsessu í fyrri tilraun til björgunar? Ætlaði hún að taka Han Solo með sér og skilja Chewbacca og vélmennin eftir í haldi Jabba? Eins og áður sagði, það er ekki heil brú í þessu. Ég sé reyndar í gúggli mínu að ég er langt í frá sá fyrsti sem setur spurningarmerki við þessa furðuáætlun.Öðru hvoru heyrir maður samt fólk segja: Þetta er Stjörnustríð, þau fljúga um á ljóshraða, nota hugarorku til að hreyfa hluti, það er hvort eð er ekki heil brú í sögusviðinu. Við þetta fólk segi ég: Einmitt, sögusvið er lykilorðið. Þetta eru hinar gefnu forsendur og lögmál töfraheimsins, en það sem gengur ekki er þegar framvindan hættir að vera trúverðug innan rammans sem búið er að gefa áhorfandanum. Þegar götin í rökrænni hugsun fara að vera svo áberandi að mann verkjar í hyggjuvitið þá byrja ég að gagnrýna Stjörnustríð. Rökhyggju skortir Mannleg rækjusamloka skotin niður.Áhorf mitt á Return of the Jedi í vikunni sem leið var í fyrsta sinn sem ég horfði á hana með annað fyrir augum en að skemmta mér og já, það gerðist að mig verkjaði eilítið í hyggjuvitið en þó ekki alvarlega. Ég sætti mig alveg við vafasaman leik og smá væmni í dramatískum senum en í tilfelli Return of the Jedi var það einungis á einhverskonar rökfræðilegum grundvelli sem hún missteig sig en spennan, hasarinn, tóninn og ástæður fyrir gjörðum persóna voru allar í lagi. Og í þeim tilfellum sem hún hrasaði var það minna alvarlegt en í nýja þríleiknum.Vandinn sem steðjar að nýju myndunum hefur ekkert með spennu og hasar að gera, það er nóg af því. Hann tengist þeirri óvirðingu sem hyggjuviti og smekk fullorðinna áhorfenda, sem hafa séð fleiri en tíu kvikmyndir um ævina, er reglulega sýnd. Þegar ég horfði t.d. á Return of the Jedi upplifði ég sjaldan tilgerð, eða að ekki væri innistæða fyrir gjörðum persónanna, hún gekk ágætlega upp á þann máta. En þegar Poe Dameron verður valdur af dauða stórs hluta uppreisnarmanna með fífldirfsku sinni í upphafsatriði Rise of Skywalker og það er næstum einskonar neðanmálsgrein, segi ég hingað og ekki lengra. Þetta er svona atvik þar sem persóna í Stjörnustríðsmynd ætti að stoppa og athuga sinn gang.Reyndar hefðu framleiðendurnir átt að segja Rian Johnson, höfundi og leikstjóra The Last Jedi, að athuga sinn gang þegar hann lét þá fá blaðsíðurnar með þessari upphafssenu, senda hann aftur að skrifborðinu með skottið á milli lappanna og segja honum að finna nýja úrvinnslu á upphafsatriði myndarinnar. Það eina sem ég bið um frá Stjörnustríðsmynd er að atburðir hafi þá vigt í augum persónanna sem ástæður og efni gefa til, sem var almennt hlýtt í gömlu myndunum. Í þessari úrvinnslu Johnsons virðist Poe hreinlega siðblindur. Svo virkar öll þessi sena með Dreadnought geimskipið, sem hann vill endilega sprengja, eins og löng fölsk nóta. Ég man ekki til að þess að minnst hafi verið á þetta Dreadnought geimskip í fyrri myndum. Það er verið að kynna inn eitthvað nýtt fyrirbæri og þegar hann segir: „They´re fleet killers,“ þá finnst manni það bara ódýr handritslausn. Ég upplifi miklu oftar svona handritslausnir í þessum nýju myndum en í þeim gömlu. Þetta gerist oftast þegar búið er að flækja hlutina um of, því þarf að redda sér með lausn sem oft virkar ótrúverðug og út úr kú. Þetta eru bara slöpp skrif, punktur.Johnson virðir að vettugi grunnlögmál frásagnarlistarinnar er varða rökhyggju, sem og samræmi og nákvæmni. Hann tekur lögmál sem þegar hafa verið ákveðin innan Stjörnustríðheimsins og hendir þeim út um gluggann. Spurning hvort geislasverðskast Loga Geimgengils snemma í myndinni hafi verið metafóra til að láta okkur vita að hann bæri enga virðingu fyrir bálknum og því sem á undan kom. Þar sem fyrstu fjörtíu mínútur Return of the Jedi voru í raun absúrd væri hægt að spyrja sig hvort ekki eigi að fyrirgefa JJ og Johnson það sama? Fyrir mér sem listamanni hljóma það sem fráleit rök, ég myndi líta á það sem skyldu mína að gera betur en fyrirrennarar mínir. Þar sem JJ var að kalla eftir því að fólk hugsi aðeins meira áður en það fer að spýja einhverri vitleysu þá tek ég því ákalli og ætla að nota samhyggðarstöðina í heilanum.Fékk JJ Abrams of lítinn tíma?Átti að skilja greyið Chewbacca eftir í höll Jabba?Sjálfur hef ég töluverða reynslu að skáldskaparskrifum, þó aðallega fyrir leikhús en hef hinsvegar tekið að mér að skrifa verk sem líkt og Stjörnustríð inniheldur mikið af persónum og flókna sögu. Ég fékk það verkefni upp í hendurnar þegar mjög stutt var í frumsýningu og hafði því mjög skamman tíma til að klára verkið. Þegar þannig er unnið mun verkefnið aldrei ná þeim hæðum sem það annars gæti náð. Við megum ekki gleyma því að JJ var ekki sá sem átti upprunalega að halda utan um stjórnartaumana. Það var leikstjórinn Colin Trevorrow sem var ráðinn til að skrifa og leikstýra myndinni. Hann hætti vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. JJ er svo hent inn í hringiðuna. Honum er í raun vorkunn að þurfa að vinna úr þessu kraðaki sem Johnson skildi eftir sig með The Last Jedi, sem og að fá minni tíma til verksins en hann hefði annars fengið. Þó svo að útgáfu myndarinnar hafi verið seinkað um einhverja mánuði fékk JJ samt minni tíma en Trevorrow hafði verið úthlutað. Hraði er sjaldnast vinur þegar kemur að skrifum.Svo er hitt, það sem er að gerast bakvið tjöldin. Hollywood-framleiðendur eru ekkert endilega gáfaðasta fólkið. Irvin Kershner var einmitt ráðinn af Lucas til að stýra tökum á The Empire Strikes Back því hann var alls ekki Hollywood-maður en kynni þó allt sem slíkur einstaklingur ætti að kunna. Oft hefur maður það á tilfinningunni að nýju myndirnar séu skrifaðar í einhverri nefnd skipaðri fólki í jakkafötum og drögtum, sem er reyndar ekki svo ólíklegt.Svo má hreinlega vera að ekki sé hægt að gera kröfu á að heil brú sé í öllum þessum flækjum og sumstaðar þurfi höfundarnir hreinlega að stökkva yfir götin í brúarsmíðinni. Að vera með allar þessar raddir og væntingar andandi ofan í hálsmálið á þér getur ekki verið hollt fyrir sköpunarkraftinn.Fyrst af öllu horfði ég á The Last Jedi. Í beinu framhaldi horfði ég aftur á The Empire Strikes Back og Return of the Jedi og fannst einfaldleiki þeirra ótrúlega upplífgandi. T.d. í Empire var athyglinni skipt í tvennt, við vorum með Loga á Degobah og með Han Solo og Leiu í Fálkanum. Tvískiptur fókus er alveg nóg en í nýju myndunum erum við oft með fókus á þremur stöðum, skipt milli Rey, Poe og Finn. Þetta þýðir minna pláss til að láta hlutina ganga upp á vitrænan máta, þar sem hver þráður krefst tíma til að hinum nýju gefnu forsendum hverrar sögulínu sé komið á fót, sem og rúm til að vinna úr þeim. Ekki hjálpar meint krafa um að þetta sé allt mun flóknara og glæsilegra (veit ekki hver kom með þá kröfu, sennilega bara eitthvað sem framleiðendurnir halda) og eitthvað þarf því undan að láta. Það sem hefur orðið fyrir valinu er hið vitræna, að hlutir séu útskýrðir á þann máta að þeir gangi upp út frá fyrirfram gefnum lögmálum Stjörnustríðsheimsins. Hinsvegar má að vissu leyti kalla þetta sjálfskaparvíti í boði Disney/Lucasfilm. Eftir því sem þú sækir fleiri spotta og flækir þá meira, verður erfiðara að vinda ofan af þeim. Þau hefðu átt að fara eftir less is more-reglunni.Var Chandler Bing að leikstýra Star Wars?Stjörnustríðskrakkarnir, þeir síðari.Þá kem ég að hinum vandanum, sem er tónninn. Það var mjög gott að horfa á The Last Jedi og fara svo til baka í myndir tvö og þrjú í upprunalega þríleiknum. Þá er mjög auðvelt að bera saman tóninn. Ég verð að játa að ég lét kjánahúmorinn fara ótrúlega mikið í taugarnar á mér í The Last Jedi og það er sennilega það í myndinni sem ég á erfiðast með að sætta mig við. Mig minnir að The Force Awakens hafi ekki verið svona slæm varðandi þetta atriði. Það er Johnson sem rúllar þessum snjóbolta af stað, svo tekur JJ við honum í lokahnykknum og heldur áfram með leyfa leikurunum að notast við leikstíl sem er meira í ætt við gamanþætti í sjónvarpi, heldur en Stjörnustríðsmynd. Ég skoðaði tón gömlu myndanna gaumgæfilega, þar kalla kringumstæðurnar fram þurran húmor á hárfínan máta án þess að það sé verið að æpa á áhorfandann að hann eigi að hlæja, maður bíður næstum því eftir dósahlátri í nýju myndunum. Bara það að Han Solo kalli Leiu prinsessu „your highness-ness“ í Empire Strikes Back er fyndið, án þess þó að kalla að sér of mikla athygli. Solo bætir við einu ness og það steinliggur án þess að það sé verið að troða því í andlitið á manni. Það má vel vera að það sé ekki hægt að gera öllum til geðs en ég veit ekki hver kallaði eftir yo mamma-brandara í Stjörnustríðsmynd. Það er oft talað um að brandararæpa komi úr óöryggi, þetta er eins og Chandler Bing úr Friends hafi fengið að taka við Stjörnustríðstaumunum.Notkun á húmor í upprunalega þríleiknum var ávallt smekkleg og spratt upp úr sögunni. Þegar Irvin Kershner talaði um nálgun sína á The Empire Strikes Back talaði hann um að nota smá húmor. Lykilorðið hér er smá. Fyrrnefndur yo mama-brandari Dameron Poe og svipurinn á Mark Hamill þegar hann þurrkaði sæbeljumjólkina úr skegginu sínu, afsakið mig en þetta er ekki Stjörnustríð.Johnson vildi „koma á óvart“ og hann kom svo sannarlega á óvart með þessu. En það eru til tvær útgáfur af því, óvænt ánægja og óvænt ógleði, sú síðari á við varðandi margt í The Last Jedi. Ekki það að myndin hafi verið alslæm, það er margt virkilega gott „Stjörnustríð“ í henni en hefði leikstjórinn slakað aðeins á og ekki reynt svona mikið á sig hefði hann kannski enst allan leikinn í stað þess að missa boltann á ögurstundu. Eyðilagði improv-bylgjan Stjörnustríð?Þessi drengur sem Rian Johnson notaði í The Last Jedi er nú týndur og tröllum gefinn.Í The Rise of Skywalker tekur JJ Abrams sig til og sópar út mörgu sem Johnson var búinn að leggja grunn að. Sjálfur upplifi ég myndina sem einskonar játningu frá Disney/Lucasfilm um að klúður The Last Jedi, það er eins og þau séu að rétta upp hendur og segja my bad. Það má hinsvegar alveg færa rök fyrir því að JJ sé hér að klúðra færi sem Johnson lagði upp á hann. Atriðið sem um ræðir er í raun spillir en þeir sem hafa séð myndina geta lesið skoðanapistil Devan Coggan um hvernig JJ skiptir um kúrs, á vefsíðu Entertainment Weekly.Hægt er að lýsa The Rise of Skywalker með einu orði: Æðibunugangur. Hún byrjar á harðaspretti og heldur áfram að spila hápressu þar til yfir lýkur. Það á að vinna þennan leik 10-0. En þegar menn gleyma sér í sóknarleiknum þá mun vörnin leka inn mörkum. Líkt og ef um íþróttalið væri að ræða þarf að vera jafnvægi leiknum.Það má að einhverju leyti líkja The Rise of Skywalker við íþróttalið sem pressar svo hátt á vellinum að það lekur inn mörkum þar sem allir eru í sókn. Fyrst að ég er kominn á flug í íþróttasamlíkingunum mætti líkja The Rise of Skywalker við Newcastle-lið Kevins Keegan frá tímabilinu 1995/1996. Þeir voru kallaðir the entertainers og báru nafn með rentu. Þeir glutruðu hinsvegar niður þeirri tólf stiga forystu sem þeir voru komnir með í janúar 1996 og enduðu tímabilið í öðru sæti fjórum stigum á eftir Manchester United. The Rise of Skywalker er eins og þetta lið þeirra Newcastle-manna. Það var skemmtilegt meðan á því stóð en þegar talið var upp úr pokanum í lok tímabils fór titillinn annað.Það er ákveðið ójafnvægi í The Rise of Skywalker, það á að gera svo margt á svo skömmum tíma að oft skortir innstæðu fyrir framvindunni. Svolítið eins og að ætla að spila áðurnefndan hápressubolta en liðið er ekki í nægilega góðu formi til að landa sigrinum. Sitt sýnist hverjum um hvort þessi Rise of Skywalker leikur hafi tapast. Ég ætla að segja þetta jafntefli.Það er margt gott í þessari mynd, hún heldur áhorfandanum við efnið frá upphafi til enda. Hún inniheldur samt sem áður, líkt og The Last Jedi, alltof mikið af tilraunum með húmor sem ég get bara ekki samþykkt sem viðeigandi í Stjörnustríðsmynd. Þessi kvikmyndabálkur er ekki svokallað screwball comedy. Notkun á gríni var gott krydd í Stjörnustríði en hefur að undanförnu lætt sér svo svakalega inn í allan tón myndanna að mér líður á stundum eins og ég sé að horfa á einhverja allt aðra tegund kvikmyndar en upp var lagt með. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að kenna improv-bylgjunni um. Ekki nóg með að hún hafi eyðilagt bandarísku grínmyndina, nú er hún að eyðileggja Stjörnustríð.George Lucas missti stjórn á Empire Strikes BackNewcastle strákarnir skoruðu mörg mörk en fengu of mörg á sig.Það að fara á nýja Stjörnustríðsmynd í bíó er fyrir mann eins og mig líkt og að fara í kirkju. Ég er það Stjörnustríðstrúaður að mér þótti jafnvel forleikir George Lucasar um Jar Jar og félaga ánægjuleg bíóupplifun, allar með tölu. Ég get hinsvegar ekki fyrir mitt litla líf horft á þær aftur, ég bugast af hreinni skelfingu, svo slæmar finnst mér þær. Stirð samtöl, bragðlítil framvinda, rembingslegur leikur Hayden Christensen, Jar Jar Binks, litli Anakin Skywalker, flatneskja Jedi riddaranna o.s.fv. kalla fram líkamleg óþægindi hjá mér og ég get því engan veginn horft á þessar kvikmyndir aftur nema ég ætli að halla mér að sjálfspíningarhvöt (sem ég segi pass við).Hin fullkomna Stjörnustríðsmynd sem ég og margir aðrir erum með í kollinum er að miklu leyti byggð á forskrift The Empire Strikes Back. Samkvæmt frábærri bók Michael Kaminski, The Secret History of Star Wars, var George Lucas staddur í Los Angeles á meðan tökum hennar stóð í London. Hann missti því alla stjórn á framleiðandanum Gary Kurtz sem leyfði leikstjóranum Irvin Kershner að leika lausum hala og úr varð besta Stjörnustríðsmyndin. Ásetningur og metnaður þeirra tveggja til að gera „alvöru“ kvikmynd var á endanum það sem skilaði bestu og þroskuðustu myndinni í öllum bálknum. The Empire Strikes Back var gerð af mikilli tilfinningu, smekkvísi og innsæi fyrir drama á við það sem Lucas hefur aldrei haft, hvað þá JJ Abrams eða Rian Johnson.Skemmst er frá því að segja að framleiðandanum Kurtz var ekki boðið aftur í Stjörnustríðspartíið og Lucas stóð sjálfur vaktina yfir Richard Marquand leikstjóra Return of the Jedi, sem var töluvert barnvænni er fyrirrennari hennar.Lucas getur sjálfum sér um kennt að kröfurnar varðandi Stjörnustríð hafi hækkað með The Empire Strikes Back, hann vildi fá alvöru listamann bakvið myndavélina og það fékk hann. Allir þeir sem hafa fetað í fótspor Kershner fölna í samanburði. Þeir leikstjórar eru börn Spielberg kynslóðarinnar á meðan Kershner er svo gamall að þegar hann fæddist var Wyatt Earp ennþá á lífi (þetta er satt, getið bara gúgglað það).Hann gerði Empire Strikes Back að einhverju meira en poppkorn skemmtiefni. Nú er MTV kynslóðin hinsvegar er að gera Stjörnustríðsmyndir og því borin von að fá kvikmynd sem unnin er út frá öðru en yfirborðsmennsku.Ég er með þá tilgátu að allir þeir Stjörnustríðsnerðir sem eru ósáttir með þessar nýju myndir undir hatti Disney séu einstaklingar sem líti á The Empire Strikes Back sem hátind bálksins. Ég er sem sagt einn af þeim. Sem barn var Return of the Jedi í mestu uppáhaldi en í u.þ.b. þrjúhundraðasta skiptið sem ég horfði á þríleikinn upprunalega áttaði ég mig á hve millikaflinn er í raun frábær. Það mætti jafnvel setja þetta fram sem einskonar þáttaskil í þroska fólks sem hallast að ævintýrum Skywalker-fjölskyldunnar, stundin sem það áttar sig á að The Empire Strikes Back er besta Stjörnustríðsmyndin. Eftir það verður ekki aftur snúið, hún verður það sem allar nýjar myndir eru bornar saman við. Þær fölna að sjálfsögðu allar í þeim samanburði.Þessar nýju myndir Disney veldisins komast ekki nálægt Empire Strikes Back og þær ná ekki heldur að skáka mynd eitt og þrjú í upprunalega þríleiknum.Anakin er óþolandi vælukjóiIrvin Kershner yrði 97 ára á næsta ári ef hann væri enn á lífi.Ef það á að bera þær saman við forleik Lucasar um fall Anakin Skywalker vandast málið. Sjálfur hef ég ekki þol í að horfa á þessar myndir aftur, því verð ég að stóla á minnið. Tilfinning mín gagnvart þessum nýja þríleik er að þær standi forleiknum feti framar. Minningar mínar varðandi forleikinn einkennast af þyngslum, á meðan sá nýi einkennist af meiri léttleika. Forleikinn skorti reyndar margt og sakleysi og björt dirfska var eitt af því (það hefur snúið aftur með Rey). Sagan var í eðli sínu svo myrk og allar tilraunir til að vinna gegn því virkuðu ekki (Jar Jar Binks, einhver?). Þegar þú skapar sögu með mörgum persónum þarftu að útbúa einhverskonar gallerí ólíkra persónugerða til þess að skapa gott jafnvægi. Það hjálpar höfundinum að viðhalda áhugaverðri og ríkulegri framvindu. Drama gengur út á að leiða saman einstaklinga með ólíka sýn og afstöðu til lífsins. Þetta gerir Lucas svo vel í fyrstu atrennu sinni. Logi Geimgengill, Leia prinsessa, Han Solo, Obi Wan-Kenobi, Chewbacca og vélmennin tvö, svo ekki sé talað um Svarthöfða og hans hyski, þetta skapar svo skemmtilega dýnamík á milli þeirra. Lítandi í óskýran baksýnisspegilinn minnir mig að persónudýnamíkin í forleiknum hafi háð þeim myndum. Það eru allir leiðinlegir í þeim, nema náttúrulega Jar Jar Binks! Jediriddararnir eru í eðli sínu bragðdaufir, svo vitrir og yfir allt hafnir, nema þeir halli sér í áttina að myrku hlið máttarins, þá verða þeir óþolandi vælukjóar (já, ég er að tala um þig, Anakin Skywalker). Forleikirnir voru því mögulega svona þungir í vöfum vegna þess hve mikinn skjátíma Jedi-riddararnir fengu og ekki var unnt að finna pláss fyrir neinn sem fór í fótspor Han Solo.JJ Abrams og Lawrence Kasdan skrifuðu The Force Awakens saman og virðast hafa verið meðvitaðir um þetta og persónugalleríið þeirra því fjölbreyttara. Við erum ekki með sjálfumglaðan asna í forgrunni (já, ég er aftur að tala um þig, Anakin), heldur saklausa og áræðna stúlku sem auðvelt er að halda með. Svo röðuðu þeir í kringum hana léttleikandi persónum eins og Finn og Poe. Svo detta Han Solo og Chewbacca inn í dýnamíkina og við endum með ófrumlegt en samt sem áður ánægjulegt Stjörnustríðsævintýri. Byrjunin lofaði góðu en þríleikurinn missti fæturna þegar Johnson tók yfir.Það er margt sem hægt er að læra af þessum nýja þríleik sem Disney/Lucasfilm ættu að geta nýtt sér í gerð næstu mynda. Það er þó spurning hvort þau hafi yfirsýn og æðruleysi til að gera það. Það er í eðli manneskjunnar að halda uppi vörnum fyrir verk sín og það getur tekið mörg ár að öðlast næga fjarlægð til að sjá og sætta sig við hvað fór úrskeiðis.Það eina sem ég vona varðandi framtíð Stjörnustríðs er að framleiðendurnir hafi vit á að setja bremsuna á gamanþáttahúmorinn og horfi meira til að þess að viðhalda þeim lögmálum sem þegar hafa verið lögð niður fyrir söguheiminn. Meira bið ég ekki um. Gagnrýni Stjörnubíó Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þar sem fólk getur nú lesið þúsundir dóma um Star Wars: Rise of Skywalker og næstum tvær vikur eru síðan hún kom út ákvað ég að taka aðeins víðari nálgun á Stjörnustríðsmyndirnar og bera nýja þríleikinn saman við þann upprunlega og velta vöngum yfir þessu fyrirbæri sem er Stjörnustríð. Lokamyndin um ævintýri Skywalker fjölskyldunnar og lagsmanna hennar er nú komin í kvikmyndahús og ber nafnið Star Wars: Rise of Skywalker. Botninn hefur þar með verið sleginn í ferðalagið sem hófst í kvikmyndahúsum árið 1977 þegar Leia prinsessa sendi vélmennið RD-D2 til plánetunnar Tatooine í leit að Obi-Wan Kenobi. Myndirnar eru nú orðnar níu talsins, ef hliðarskrefin Rogue One og Solo eru frátalin. Fáar kvikmyndir í sögunni hafa haft önnur eins áhrif á áhorfendur og kvikmyndaiðnaðinn í heild sinni. Stjörnustríð var ásamt Jaws sú kvikmynd sem hvað mest breytti því hvernig kvikmyndaverin líta á iðnaðinn. Hafi Hollywood ekki sannfærst um að the blockbuster væri framtíðin eftir velgengni Jaws, þá staðfesti Stjörnustríð það svo um munaði, slíkar voru vinsældir myndarinnar, enda voru miðasöluraðirnar í kringum allt hverfið. Tenging hinna fjölmörgu Stjörnustríðsaðdáenda við bálkinn getur verið margslungin og persónubundin. Hægt er að finna allan skalann varðandi hvernig þessir einstaklingar líta á það nýja efni sem hefur litið dagsins ljós síðan Phantom Menace kom út árið 1999. Flestir telja sína afstöðu vera hina einu réttu og reyna eftir fremsta megni að stinga ofan í þá sem eru þeim ósammála. Að skrifa blaðarýni um Star Wars: Rise of Skywalker er vandasamt verk, ekki aðeins vegna allra þeirra óstöðugu Stjörnustríðsaðdáenda sem óvarlegt tal um nýjustu afurðina myndi æra (já, já, kæri Stjörnustríðsaðdáandi, þín skoðun er örugglega betri en mín), heldur er hægt að nálgast myndina á svo marga vegu að erfitt er að velja aðeins eina afstöðu. Þetta er að að ýmsu leyti frábær mynd en bágborin á margan annan máta. Í spjalli fyrir sýningu myndarinnar fyrir meðlimi Óskarsakademíunnar í síðustu viku sagði JJ Abrams að þeir sem elskuðu hana hefðu rétt fyrir sér en einnig þeir sem væru að agnúast út í hana. Hann gerði í framhaldinu athugasemd við þann hneykslunar- og svívirðingarkúltúr sem við búum við á öld internetsins, hvernig normið í umræðunni sé orðið algjörlega laust við núansa og samúð. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá honum og mjög upplífgandi að sjá leikstjóra viðurkenna svona lagað. Ég ætla því að reyna mitt besta að hafa þetta sem sanngjarnast.VHS-upptakan af Stjörnustríði frá 1983 gatslitinDæmigerð röð á frumsýningardag á Return of the Jedi árið 1983.Sama hvaða skoðun fólk hefur á heildargæðum Star Wars: Rise of Skywalker, er ekki hægt að neita að hún er rússíbanareið frá fyrsta andartaki til þess síðasta. Sjaldan hefur barnið í mér fengið að upplifa slíka draumreið í kvikmyndahúsi. Ef mér fannst framvindan og samtölin vera heimskuleg, út úr kú eða taktlaus, gleymdi ég því á svipstundu. Það var svo mikið í gangi á tjaldinu að ég mér gafst ekki ráðrúm til að velta því fyrir mér. Um leið og leikstjórinn JJ Abrams var búinn að kvelja mig með einhverjum misheppnuðum brandara var hann búinn að klippa í aðra senu þar sem einhver hetjan var í háska og því allt gleymt, grafið og fyrirgefið.Get ég hinsvegar sem einstaklingur sem skrifar gagnrýni fyrir fjölmiðil látið galla myndarinnar framhjá mér fara af því það var svo gaman? Liggur það ekki í hlutarins eðli að ég neyðist til að rýna í gegnum verkið og sjá hvernig eindir þess hanga saman, sparka aðeins í ljóshraðadrifið og sjá hvort viðgerðir RD-D2 séu eitthvað annað en aumt spartl? Það hlýtur að vera.Nýi þríleikurinn á við tvö vandamál að stríða frá mínum bæjardyrum séð. Þau varða handverk skrifanna og svo þann kjánalega tón sem er orðinn mjög áberandi.Þegar talað er um annmarka nýja þríleiksins, benda sumir aðdáendur í sífellu á að Stjörnustríðsmyndirnar voru upprunalega hugsaðar sem barnamyndir. Það er að sjálfsögðu rétt og fyrst þetta eru og voru í grunninn myndir fyrir börn og ungmenni af hverju erum við að æsa okkur svona mikið yfir þessu?Vandinn sem steðjar að nýjum Stjörnustríðsmyndum er tvíþættur. Hjá mörgum tengist þetta minningum af upplifun okkar af myndunum þegar við sáum þær fyrst á barnsaldri. Á þeim tíma vorum við að sjálfsögðu ekki komin með þroska og gáfur til að átta okkur á hinum hárfínni núönsum kvikmynda- og frásagnarlistarinnar. Það er því erfitt að ætla að bera saman upplifun sem er svo samofin við barnæsku okkar og það að sjá Stjörnustríð sem fullorðinn einstaklingur. Sjálfur þurfti ég að setja spurningarmerki við upplifun mína af upprunalega þríleiknum og hvernig ég bar hann saman við þessar nýju myndir. Í tilfelli margra af okkur Stjörnustríðsaðdáendunum er þetta ein fyrsta kvikmyndaupplifun okkar. Við höfðum á þeim tíma ekkert til að bera myndirnar saman við, það var spenna, hraði, sprengingar og hávaði, það nægði okkur. Börn eru ekkert að velta fyrir sér hvort heil brú sé í gjörðum persóna út frá undirbyggingu þeirra. Þau eru ekki að pæla í hvort verið sé að brjóta þau lögmál sem myndin hefur þegar ákvarðað. Þau eru bara að bíða eftir næstu sprengingu.Ég hef séð myndirnar í upprunalega þríleiknum mörg hundruð sinnum. Ég er sem sagt það gamall að ekki var mikið úrval sjónvarpsefnis þegar ég var barn. Ég átti myndbandsspólu með fyrstu Stjörnustríðsmyndinni, sem ég tók upp af Ríkissjónvarpinu og það var nokkurn veginn eina skemmtiefnið sem til var á heimilinu. Ég á minningar af því að mamma mín var orðin svo þreytt á að heyra hljóðin úr myndinni að hún hótaði að taka yfir VHS-spóluna ef færi ekki að hætta að skella henni í tækið í tíma og ótíma. Ég veit að ég er langt í frá eina barn níunda áratugarins sem lá yfir upptökunni af þessari útsendingu RÚV á A New Hope í marga mánuði, jafnvel ár. Það er einmitt út af þessu sem svo mörg okkar eigum í flóknu sambandi við Stjörnustríð, svo flóknu að við erum gjörsamlega ófær um að líta á þetta fyrirbæri með hlutlausum hætti, það er of tengt inn í upphaf neyslu okkar á skemmtiefni.Ekki heil brú í björgunaraðgerðumMiðað við sjónvarpsdagskrána á æskuárum höfundar var ekki skrítið að VHS-upptakan af Stjörnustríði hafi verið lúin.Mér fannst ég þurfa að rifja upp fyrri Stjörnustríðsmyndir, svo ég væri ekki að byggja mál mitt á daufum minningum úr barnæsku. Ég hóf reyndar áhorfið með The Last Jedi, fannst ég þurfa að rifja hana upp þar sem ég hafði aðeins séð hana einu sinni. Næst var það Return of the Jedi, þar sem hún er almennt talin síst upprunalegu myndanna og ég vildi bera hann sem nákvæmast saman við Rise of Skywalker. Þriðja myndin sem ég horfði á var The Empire Strikes Back, þar sem oftast er talað um hana sem bestu Stjörnustríðsmyndina. Ég lét A New Hope eiga sig, ástæðan er tvíþætt, annarsvegar var tími minn á þrotum og svo get ég spilað hana í höfðinu á mér frá upphafi til enda.Fyrsti þríleikurinn er í töluvert hærri gæðaflokki en þessar nýju myndir að flestu leyti, það hljóta allir að vera sammála um það. Að sjálfsögðu hefur tæknibrellum fleygt fram og peningarnir sem er verið að ausa í þetta eru meiri. Það er hinsvegar allt hitt sem er verra. Í upprunalegu myndunum var framvindan oftar vel undirbyggð og sagan spratt fram á mun óþvingaðri máta, það er oftar heil brú í atburðunum og öllum öngum sögunnar.Það er ekki þar með sagt að þær séu án galla. Ef þú horfir t.d á fyrstu 40 mínútur Return of the Jedi, er ekki heil brú í þessum björgunaraðgerðum þeirra. Þetta er svo margbrotið og flókið plan að maður veltir fyrir sér hverskonar fáráðlingur ákvað þetta eiginlega. Ef áætlun Loga Geimgengils var aðeins að mæta á svæðið og nota Jedi-mátt sinn til að láta Jabba afhenda sér Han Solo, af hverju gerði hann það ekki bara strax í stað þess að senda allt þetta fólk á undan sér? Og hver var áætlun Leiu prinsessu í fyrri tilraun til björgunar? Ætlaði hún að taka Han Solo með sér og skilja Chewbacca og vélmennin eftir í haldi Jabba? Eins og áður sagði, það er ekki heil brú í þessu. Ég sé reyndar í gúggli mínu að ég er langt í frá sá fyrsti sem setur spurningarmerki við þessa furðuáætlun.Öðru hvoru heyrir maður samt fólk segja: Þetta er Stjörnustríð, þau fljúga um á ljóshraða, nota hugarorku til að hreyfa hluti, það er hvort eð er ekki heil brú í sögusviðinu. Við þetta fólk segi ég: Einmitt, sögusvið er lykilorðið. Þetta eru hinar gefnu forsendur og lögmál töfraheimsins, en það sem gengur ekki er þegar framvindan hættir að vera trúverðug innan rammans sem búið er að gefa áhorfandanum. Þegar götin í rökrænni hugsun fara að vera svo áberandi að mann verkjar í hyggjuvitið þá byrja ég að gagnrýna Stjörnustríð. Rökhyggju skortir Mannleg rækjusamloka skotin niður.Áhorf mitt á Return of the Jedi í vikunni sem leið var í fyrsta sinn sem ég horfði á hana með annað fyrir augum en að skemmta mér og já, það gerðist að mig verkjaði eilítið í hyggjuvitið en þó ekki alvarlega. Ég sætti mig alveg við vafasaman leik og smá væmni í dramatískum senum en í tilfelli Return of the Jedi var það einungis á einhverskonar rökfræðilegum grundvelli sem hún missteig sig en spennan, hasarinn, tóninn og ástæður fyrir gjörðum persóna voru allar í lagi. Og í þeim tilfellum sem hún hrasaði var það minna alvarlegt en í nýja þríleiknum.Vandinn sem steðjar að nýju myndunum hefur ekkert með spennu og hasar að gera, það er nóg af því. Hann tengist þeirri óvirðingu sem hyggjuviti og smekk fullorðinna áhorfenda, sem hafa séð fleiri en tíu kvikmyndir um ævina, er reglulega sýnd. Þegar ég horfði t.d. á Return of the Jedi upplifði ég sjaldan tilgerð, eða að ekki væri innistæða fyrir gjörðum persónanna, hún gekk ágætlega upp á þann máta. En þegar Poe Dameron verður valdur af dauða stórs hluta uppreisnarmanna með fífldirfsku sinni í upphafsatriði Rise of Skywalker og það er næstum einskonar neðanmálsgrein, segi ég hingað og ekki lengra. Þetta er svona atvik þar sem persóna í Stjörnustríðsmynd ætti að stoppa og athuga sinn gang.Reyndar hefðu framleiðendurnir átt að segja Rian Johnson, höfundi og leikstjóra The Last Jedi, að athuga sinn gang þegar hann lét þá fá blaðsíðurnar með þessari upphafssenu, senda hann aftur að skrifborðinu með skottið á milli lappanna og segja honum að finna nýja úrvinnslu á upphafsatriði myndarinnar. Það eina sem ég bið um frá Stjörnustríðsmynd er að atburðir hafi þá vigt í augum persónanna sem ástæður og efni gefa til, sem var almennt hlýtt í gömlu myndunum. Í þessari úrvinnslu Johnsons virðist Poe hreinlega siðblindur. Svo virkar öll þessi sena með Dreadnought geimskipið, sem hann vill endilega sprengja, eins og löng fölsk nóta. Ég man ekki til að þess að minnst hafi verið á þetta Dreadnought geimskip í fyrri myndum. Það er verið að kynna inn eitthvað nýtt fyrirbæri og þegar hann segir: „They´re fleet killers,“ þá finnst manni það bara ódýr handritslausn. Ég upplifi miklu oftar svona handritslausnir í þessum nýju myndum en í þeim gömlu. Þetta gerist oftast þegar búið er að flækja hlutina um of, því þarf að redda sér með lausn sem oft virkar ótrúverðug og út úr kú. Þetta eru bara slöpp skrif, punktur.Johnson virðir að vettugi grunnlögmál frásagnarlistarinnar er varða rökhyggju, sem og samræmi og nákvæmni. Hann tekur lögmál sem þegar hafa verið ákveðin innan Stjörnustríðheimsins og hendir þeim út um gluggann. Spurning hvort geislasverðskast Loga Geimgengils snemma í myndinni hafi verið metafóra til að láta okkur vita að hann bæri enga virðingu fyrir bálknum og því sem á undan kom. Þar sem fyrstu fjörtíu mínútur Return of the Jedi voru í raun absúrd væri hægt að spyrja sig hvort ekki eigi að fyrirgefa JJ og Johnson það sama? Fyrir mér sem listamanni hljóma það sem fráleit rök, ég myndi líta á það sem skyldu mína að gera betur en fyrirrennarar mínir. Þar sem JJ var að kalla eftir því að fólk hugsi aðeins meira áður en það fer að spýja einhverri vitleysu þá tek ég því ákalli og ætla að nota samhyggðarstöðina í heilanum.Fékk JJ Abrams of lítinn tíma?Átti að skilja greyið Chewbacca eftir í höll Jabba?Sjálfur hef ég töluverða reynslu að skáldskaparskrifum, þó aðallega fyrir leikhús en hef hinsvegar tekið að mér að skrifa verk sem líkt og Stjörnustríð inniheldur mikið af persónum og flókna sögu. Ég fékk það verkefni upp í hendurnar þegar mjög stutt var í frumsýningu og hafði því mjög skamman tíma til að klára verkið. Þegar þannig er unnið mun verkefnið aldrei ná þeim hæðum sem það annars gæti náð. Við megum ekki gleyma því að JJ var ekki sá sem átti upprunalega að halda utan um stjórnartaumana. Það var leikstjórinn Colin Trevorrow sem var ráðinn til að skrifa og leikstýra myndinni. Hann hætti vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. JJ er svo hent inn í hringiðuna. Honum er í raun vorkunn að þurfa að vinna úr þessu kraðaki sem Johnson skildi eftir sig með The Last Jedi, sem og að fá minni tíma til verksins en hann hefði annars fengið. Þó svo að útgáfu myndarinnar hafi verið seinkað um einhverja mánuði fékk JJ samt minni tíma en Trevorrow hafði verið úthlutað. Hraði er sjaldnast vinur þegar kemur að skrifum.Svo er hitt, það sem er að gerast bakvið tjöldin. Hollywood-framleiðendur eru ekkert endilega gáfaðasta fólkið. Irvin Kershner var einmitt ráðinn af Lucas til að stýra tökum á The Empire Strikes Back því hann var alls ekki Hollywood-maður en kynni þó allt sem slíkur einstaklingur ætti að kunna. Oft hefur maður það á tilfinningunni að nýju myndirnar séu skrifaðar í einhverri nefnd skipaðri fólki í jakkafötum og drögtum, sem er reyndar ekki svo ólíklegt.Svo má hreinlega vera að ekki sé hægt að gera kröfu á að heil brú sé í öllum þessum flækjum og sumstaðar þurfi höfundarnir hreinlega að stökkva yfir götin í brúarsmíðinni. Að vera með allar þessar raddir og væntingar andandi ofan í hálsmálið á þér getur ekki verið hollt fyrir sköpunarkraftinn.Fyrst af öllu horfði ég á The Last Jedi. Í beinu framhaldi horfði ég aftur á The Empire Strikes Back og Return of the Jedi og fannst einfaldleiki þeirra ótrúlega upplífgandi. T.d. í Empire var athyglinni skipt í tvennt, við vorum með Loga á Degobah og með Han Solo og Leiu í Fálkanum. Tvískiptur fókus er alveg nóg en í nýju myndunum erum við oft með fókus á þremur stöðum, skipt milli Rey, Poe og Finn. Þetta þýðir minna pláss til að láta hlutina ganga upp á vitrænan máta, þar sem hver þráður krefst tíma til að hinum nýju gefnu forsendum hverrar sögulínu sé komið á fót, sem og rúm til að vinna úr þeim. Ekki hjálpar meint krafa um að þetta sé allt mun flóknara og glæsilegra (veit ekki hver kom með þá kröfu, sennilega bara eitthvað sem framleiðendurnir halda) og eitthvað þarf því undan að láta. Það sem hefur orðið fyrir valinu er hið vitræna, að hlutir séu útskýrðir á þann máta að þeir gangi upp út frá fyrirfram gefnum lögmálum Stjörnustríðsheimsins. Hinsvegar má að vissu leyti kalla þetta sjálfskaparvíti í boði Disney/Lucasfilm. Eftir því sem þú sækir fleiri spotta og flækir þá meira, verður erfiðara að vinda ofan af þeim. Þau hefðu átt að fara eftir less is more-reglunni.Var Chandler Bing að leikstýra Star Wars?Stjörnustríðskrakkarnir, þeir síðari.Þá kem ég að hinum vandanum, sem er tónninn. Það var mjög gott að horfa á The Last Jedi og fara svo til baka í myndir tvö og þrjú í upprunalega þríleiknum. Þá er mjög auðvelt að bera saman tóninn. Ég verð að játa að ég lét kjánahúmorinn fara ótrúlega mikið í taugarnar á mér í The Last Jedi og það er sennilega það í myndinni sem ég á erfiðast með að sætta mig við. Mig minnir að The Force Awakens hafi ekki verið svona slæm varðandi þetta atriði. Það er Johnson sem rúllar þessum snjóbolta af stað, svo tekur JJ við honum í lokahnykknum og heldur áfram með leyfa leikurunum að notast við leikstíl sem er meira í ætt við gamanþætti í sjónvarpi, heldur en Stjörnustríðsmynd. Ég skoðaði tón gömlu myndanna gaumgæfilega, þar kalla kringumstæðurnar fram þurran húmor á hárfínan máta án þess að það sé verið að æpa á áhorfandann að hann eigi að hlæja, maður bíður næstum því eftir dósahlátri í nýju myndunum. Bara það að Han Solo kalli Leiu prinsessu „your highness-ness“ í Empire Strikes Back er fyndið, án þess þó að kalla að sér of mikla athygli. Solo bætir við einu ness og það steinliggur án þess að það sé verið að troða því í andlitið á manni. Það má vel vera að það sé ekki hægt að gera öllum til geðs en ég veit ekki hver kallaði eftir yo mamma-brandara í Stjörnustríðsmynd. Það er oft talað um að brandararæpa komi úr óöryggi, þetta er eins og Chandler Bing úr Friends hafi fengið að taka við Stjörnustríðstaumunum.Notkun á húmor í upprunalega þríleiknum var ávallt smekkleg og spratt upp úr sögunni. Þegar Irvin Kershner talaði um nálgun sína á The Empire Strikes Back talaði hann um að nota smá húmor. Lykilorðið hér er smá. Fyrrnefndur yo mama-brandari Dameron Poe og svipurinn á Mark Hamill þegar hann þurrkaði sæbeljumjólkina úr skegginu sínu, afsakið mig en þetta er ekki Stjörnustríð.Johnson vildi „koma á óvart“ og hann kom svo sannarlega á óvart með þessu. En það eru til tvær útgáfur af því, óvænt ánægja og óvænt ógleði, sú síðari á við varðandi margt í The Last Jedi. Ekki það að myndin hafi verið alslæm, það er margt virkilega gott „Stjörnustríð“ í henni en hefði leikstjórinn slakað aðeins á og ekki reynt svona mikið á sig hefði hann kannski enst allan leikinn í stað þess að missa boltann á ögurstundu. Eyðilagði improv-bylgjan Stjörnustríð?Þessi drengur sem Rian Johnson notaði í The Last Jedi er nú týndur og tröllum gefinn.Í The Rise of Skywalker tekur JJ Abrams sig til og sópar út mörgu sem Johnson var búinn að leggja grunn að. Sjálfur upplifi ég myndina sem einskonar játningu frá Disney/Lucasfilm um að klúður The Last Jedi, það er eins og þau séu að rétta upp hendur og segja my bad. Það má hinsvegar alveg færa rök fyrir því að JJ sé hér að klúðra færi sem Johnson lagði upp á hann. Atriðið sem um ræðir er í raun spillir en þeir sem hafa séð myndina geta lesið skoðanapistil Devan Coggan um hvernig JJ skiptir um kúrs, á vefsíðu Entertainment Weekly.Hægt er að lýsa The Rise of Skywalker með einu orði: Æðibunugangur. Hún byrjar á harðaspretti og heldur áfram að spila hápressu þar til yfir lýkur. Það á að vinna þennan leik 10-0. En þegar menn gleyma sér í sóknarleiknum þá mun vörnin leka inn mörkum. Líkt og ef um íþróttalið væri að ræða þarf að vera jafnvægi leiknum.Það má að einhverju leyti líkja The Rise of Skywalker við íþróttalið sem pressar svo hátt á vellinum að það lekur inn mörkum þar sem allir eru í sókn. Fyrst að ég er kominn á flug í íþróttasamlíkingunum mætti líkja The Rise of Skywalker við Newcastle-lið Kevins Keegan frá tímabilinu 1995/1996. Þeir voru kallaðir the entertainers og báru nafn með rentu. Þeir glutruðu hinsvegar niður þeirri tólf stiga forystu sem þeir voru komnir með í janúar 1996 og enduðu tímabilið í öðru sæti fjórum stigum á eftir Manchester United. The Rise of Skywalker er eins og þetta lið þeirra Newcastle-manna. Það var skemmtilegt meðan á því stóð en þegar talið var upp úr pokanum í lok tímabils fór titillinn annað.Það er ákveðið ójafnvægi í The Rise of Skywalker, það á að gera svo margt á svo skömmum tíma að oft skortir innstæðu fyrir framvindunni. Svolítið eins og að ætla að spila áðurnefndan hápressubolta en liðið er ekki í nægilega góðu formi til að landa sigrinum. Sitt sýnist hverjum um hvort þessi Rise of Skywalker leikur hafi tapast. Ég ætla að segja þetta jafntefli.Það er margt gott í þessari mynd, hún heldur áhorfandanum við efnið frá upphafi til enda. Hún inniheldur samt sem áður, líkt og The Last Jedi, alltof mikið af tilraunum með húmor sem ég get bara ekki samþykkt sem viðeigandi í Stjörnustríðsmynd. Þessi kvikmyndabálkur er ekki svokallað screwball comedy. Notkun á gríni var gott krydd í Stjörnustríði en hefur að undanförnu lætt sér svo svakalega inn í allan tón myndanna að mér líður á stundum eins og ég sé að horfa á einhverja allt aðra tegund kvikmyndar en upp var lagt með. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að kenna improv-bylgjunni um. Ekki nóg með að hún hafi eyðilagt bandarísku grínmyndina, nú er hún að eyðileggja Stjörnustríð.George Lucas missti stjórn á Empire Strikes BackNewcastle strákarnir skoruðu mörg mörk en fengu of mörg á sig.Það að fara á nýja Stjörnustríðsmynd í bíó er fyrir mann eins og mig líkt og að fara í kirkju. Ég er það Stjörnustríðstrúaður að mér þótti jafnvel forleikir George Lucasar um Jar Jar og félaga ánægjuleg bíóupplifun, allar með tölu. Ég get hinsvegar ekki fyrir mitt litla líf horft á þær aftur, ég bugast af hreinni skelfingu, svo slæmar finnst mér þær. Stirð samtöl, bragðlítil framvinda, rembingslegur leikur Hayden Christensen, Jar Jar Binks, litli Anakin Skywalker, flatneskja Jedi riddaranna o.s.fv. kalla fram líkamleg óþægindi hjá mér og ég get því engan veginn horft á þessar kvikmyndir aftur nema ég ætli að halla mér að sjálfspíningarhvöt (sem ég segi pass við).Hin fullkomna Stjörnustríðsmynd sem ég og margir aðrir erum með í kollinum er að miklu leyti byggð á forskrift The Empire Strikes Back. Samkvæmt frábærri bók Michael Kaminski, The Secret History of Star Wars, var George Lucas staddur í Los Angeles á meðan tökum hennar stóð í London. Hann missti því alla stjórn á framleiðandanum Gary Kurtz sem leyfði leikstjóranum Irvin Kershner að leika lausum hala og úr varð besta Stjörnustríðsmyndin. Ásetningur og metnaður þeirra tveggja til að gera „alvöru“ kvikmynd var á endanum það sem skilaði bestu og þroskuðustu myndinni í öllum bálknum. The Empire Strikes Back var gerð af mikilli tilfinningu, smekkvísi og innsæi fyrir drama á við það sem Lucas hefur aldrei haft, hvað þá JJ Abrams eða Rian Johnson.Skemmst er frá því að segja að framleiðandanum Kurtz var ekki boðið aftur í Stjörnustríðspartíið og Lucas stóð sjálfur vaktina yfir Richard Marquand leikstjóra Return of the Jedi, sem var töluvert barnvænni er fyrirrennari hennar.Lucas getur sjálfum sér um kennt að kröfurnar varðandi Stjörnustríð hafi hækkað með The Empire Strikes Back, hann vildi fá alvöru listamann bakvið myndavélina og það fékk hann. Allir þeir sem hafa fetað í fótspor Kershner fölna í samanburði. Þeir leikstjórar eru börn Spielberg kynslóðarinnar á meðan Kershner er svo gamall að þegar hann fæddist var Wyatt Earp ennþá á lífi (þetta er satt, getið bara gúgglað það).Hann gerði Empire Strikes Back að einhverju meira en poppkorn skemmtiefni. Nú er MTV kynslóðin hinsvegar er að gera Stjörnustríðsmyndir og því borin von að fá kvikmynd sem unnin er út frá öðru en yfirborðsmennsku.Ég er með þá tilgátu að allir þeir Stjörnustríðsnerðir sem eru ósáttir með þessar nýju myndir undir hatti Disney séu einstaklingar sem líti á The Empire Strikes Back sem hátind bálksins. Ég er sem sagt einn af þeim. Sem barn var Return of the Jedi í mestu uppáhaldi en í u.þ.b. þrjúhundraðasta skiptið sem ég horfði á þríleikinn upprunalega áttaði ég mig á hve millikaflinn er í raun frábær. Það mætti jafnvel setja þetta fram sem einskonar þáttaskil í þroska fólks sem hallast að ævintýrum Skywalker-fjölskyldunnar, stundin sem það áttar sig á að The Empire Strikes Back er besta Stjörnustríðsmyndin. Eftir það verður ekki aftur snúið, hún verður það sem allar nýjar myndir eru bornar saman við. Þær fölna að sjálfsögðu allar í þeim samanburði.Þessar nýju myndir Disney veldisins komast ekki nálægt Empire Strikes Back og þær ná ekki heldur að skáka mynd eitt og þrjú í upprunalega þríleiknum.Anakin er óþolandi vælukjóiIrvin Kershner yrði 97 ára á næsta ári ef hann væri enn á lífi.Ef það á að bera þær saman við forleik Lucasar um fall Anakin Skywalker vandast málið. Sjálfur hef ég ekki þol í að horfa á þessar myndir aftur, því verð ég að stóla á minnið. Tilfinning mín gagnvart þessum nýja þríleik er að þær standi forleiknum feti framar. Minningar mínar varðandi forleikinn einkennast af þyngslum, á meðan sá nýi einkennist af meiri léttleika. Forleikinn skorti reyndar margt og sakleysi og björt dirfska var eitt af því (það hefur snúið aftur með Rey). Sagan var í eðli sínu svo myrk og allar tilraunir til að vinna gegn því virkuðu ekki (Jar Jar Binks, einhver?). Þegar þú skapar sögu með mörgum persónum þarftu að útbúa einhverskonar gallerí ólíkra persónugerða til þess að skapa gott jafnvægi. Það hjálpar höfundinum að viðhalda áhugaverðri og ríkulegri framvindu. Drama gengur út á að leiða saman einstaklinga með ólíka sýn og afstöðu til lífsins. Þetta gerir Lucas svo vel í fyrstu atrennu sinni. Logi Geimgengill, Leia prinsessa, Han Solo, Obi Wan-Kenobi, Chewbacca og vélmennin tvö, svo ekki sé talað um Svarthöfða og hans hyski, þetta skapar svo skemmtilega dýnamík á milli þeirra. Lítandi í óskýran baksýnisspegilinn minnir mig að persónudýnamíkin í forleiknum hafi háð þeim myndum. Það eru allir leiðinlegir í þeim, nema náttúrulega Jar Jar Binks! Jediriddararnir eru í eðli sínu bragðdaufir, svo vitrir og yfir allt hafnir, nema þeir halli sér í áttina að myrku hlið máttarins, þá verða þeir óþolandi vælukjóar (já, ég er að tala um þig, Anakin Skywalker). Forleikirnir voru því mögulega svona þungir í vöfum vegna þess hve mikinn skjátíma Jedi-riddararnir fengu og ekki var unnt að finna pláss fyrir neinn sem fór í fótspor Han Solo.JJ Abrams og Lawrence Kasdan skrifuðu The Force Awakens saman og virðast hafa verið meðvitaðir um þetta og persónugalleríið þeirra því fjölbreyttara. Við erum ekki með sjálfumglaðan asna í forgrunni (já, ég er aftur að tala um þig, Anakin), heldur saklausa og áræðna stúlku sem auðvelt er að halda með. Svo röðuðu þeir í kringum hana léttleikandi persónum eins og Finn og Poe. Svo detta Han Solo og Chewbacca inn í dýnamíkina og við endum með ófrumlegt en samt sem áður ánægjulegt Stjörnustríðsævintýri. Byrjunin lofaði góðu en þríleikurinn missti fæturna þegar Johnson tók yfir.Það er margt sem hægt er að læra af þessum nýja þríleik sem Disney/Lucasfilm ættu að geta nýtt sér í gerð næstu mynda. Það er þó spurning hvort þau hafi yfirsýn og æðruleysi til að gera það. Það er í eðli manneskjunnar að halda uppi vörnum fyrir verk sín og það getur tekið mörg ár að öðlast næga fjarlægð til að sjá og sætta sig við hvað fór úrskeiðis.Það eina sem ég vona varðandi framtíð Stjörnustríðs er að framleiðendurnir hafi vit á að setja bremsuna á gamanþáttahúmorinn og horfi meira til að þess að viðhalda þeim lögmálum sem þegar hafa verið lögð niður fyrir söguheiminn. Meira bið ég ekki um.
Gagnrýni Stjörnubíó Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira