Tónlist

Anna Þorvalds frumflytur ný rafverk í kvöld

Tónleikaröðin Flakk hefst á Listahátíð í Reykjavík í kvöld með tónleikum Önnu Þorvaldsdóttur. Á tónleikaröðinni koma fram þrjú tónskáld sem kynna nýja tónlist sína. Þau eiga það sameiginlegt að búa erlendis og koma sjaldan fram á Íslandi. Auk Önnu halda tónleika þau Páll Ragnar Pálsson 1. júní og Berglind María Tómasdóttir 2. júní.

Tónleikar Önnu í kvöld nefnast Samruni. Á þeim mætir skrifuð hljómsveitartónlist raftónlist, tilraunakenndu hip hopi, og drone-tónlist. Anna frumflytur ný rafverk sem unnin eru úr hljómsveitarverkum hennar, en tónleikarnir verða heildarupplifun hins hljóðræna og sjónræna, þar sem einnig verða flutt vídjóverk eftir tónskáldið. Gestir á tónleikunum verður bandaríski raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Mike Gao sem flytur eigin endurhljóðblandanir sem unnar eru úr tónlist Önnu.

Anna Þorvaldsdóttir er eftirtektarvert tónskáld sem þrátt fyrir ungan aldur hefur markað sín spor í nútímatónlist og hlotið verðskuldaða eftirtekt. Hún
hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2012 í flokknum sígild- og samtímatónlist sem tónhöfundur ársins og fyrir hljómplötu ársins, Rhízōma. Anna var einnig tilnefnd fyrir tónverk ársins, Aeriality.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.