Superman í Hallgrímskirkju Jónas Sen skrifar 2. júlí 2013 15:00 Matthias Giesen Tónlist: Matthias Giesen orgelleikari kom fram á tónleikaröðinni Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. júní. Ég fór á Superman í Kringlubíói á laugardagskvöldið. Eins og við var að búast var mikill hávaði, enda ekki lítið sem gekk á. En hávaðinn var enn meiri á virðulegum orgeltónleikum í Hallgrímskirkju daginn eftir. Ofurmennið þar hét ekki Clark Kent, heldur Matthias Giesen, sem er frá Austurríki. Hann virkaði kurteis og hæglátur (rétt eins og Clark Kent). En svo þegar leikar fóru að æsast héldu honum engin bönd. Hann flaug að vísu ekki um kirkjuna, en hávaðinn úr orgelinu var slíkur að það jaðraði við að vera sársaukafullt. Samt ekki í byrjun. Fyrst á dagskrá var Kontrapunktur nr. eitt og níu úr Fúgulistinni svokölluðu eftir Bach. Fyrir þá sem ekki vita er fúga tónlistarform þar sem einfalt stef er leikið aftur og aftur. Þó aldrei í sömu mynd, heldur eftir flóknum reglum. Þegar um hljómsveitarfúgu er að ræða koma hljóðfærin inn eitt á eftir öðru. Á sama tíma ganga áheyrendur út – einn á eftir öðrum. Eða svo hljómar brandari sem ég las fyrir löngu. Sem betur fer gekk enginn áheyrandi út af tónleikunum nú. Túlkun Giesens var líka hrífandi, mjög látlaus og einföld. Það var eitthvað heiðarlegt við túlkunina, ekki bara á fúgum Bachs, heldur einnig á öllu hinu. Maður fann að leikurinn byggðist á yfirgripsmikilli þekkingu og djúpum skilningi. Smekkvísi réði ávallt för. Egó hljóðfæraleikarans var ekki að þvælast fyrir. Þar var ekkert sem var yfirborðslegt, engin sýndarmennska. Bara tónlist, hrein og ómenguð. Fyrir utan Bach samanstóð efnisskráin af tveimur prelúdíum eftir Albrechtsberger. Svo kom Inngangur, hugleiðsla og „finale“ eftir Kropfreiter, orgelumritun á Orfeusi eftir Liszt og loks Svíta op. 5 eftir Duruflé. Kropfreiter var dálítið tyrfinn, verkið var samið á áttunda áratugnum. Það er barn síns tíma, tilraunakennt eins og margt þá, og tilraunin heppnaðist ekki alltaf. Tónlistin var óttalegt stagl á köflum. Annað var hins vegar skemmtilegt, Liszt var einkar hrífandi, og Duruflé eins og lokahnykkurinn í Superman. Það var svo flott að maður varð alveg frávita. Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með frábærum organista. Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Matthias Giesen orgelleikari kom fram á tónleikaröðinni Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. júní. Ég fór á Superman í Kringlubíói á laugardagskvöldið. Eins og við var að búast var mikill hávaði, enda ekki lítið sem gekk á. En hávaðinn var enn meiri á virðulegum orgeltónleikum í Hallgrímskirkju daginn eftir. Ofurmennið þar hét ekki Clark Kent, heldur Matthias Giesen, sem er frá Austurríki. Hann virkaði kurteis og hæglátur (rétt eins og Clark Kent). En svo þegar leikar fóru að æsast héldu honum engin bönd. Hann flaug að vísu ekki um kirkjuna, en hávaðinn úr orgelinu var slíkur að það jaðraði við að vera sársaukafullt. Samt ekki í byrjun. Fyrst á dagskrá var Kontrapunktur nr. eitt og níu úr Fúgulistinni svokölluðu eftir Bach. Fyrir þá sem ekki vita er fúga tónlistarform þar sem einfalt stef er leikið aftur og aftur. Þó aldrei í sömu mynd, heldur eftir flóknum reglum. Þegar um hljómsveitarfúgu er að ræða koma hljóðfærin inn eitt á eftir öðru. Á sama tíma ganga áheyrendur út – einn á eftir öðrum. Eða svo hljómar brandari sem ég las fyrir löngu. Sem betur fer gekk enginn áheyrandi út af tónleikunum nú. Túlkun Giesens var líka hrífandi, mjög látlaus og einföld. Það var eitthvað heiðarlegt við túlkunina, ekki bara á fúgum Bachs, heldur einnig á öllu hinu. Maður fann að leikurinn byggðist á yfirgripsmikilli þekkingu og djúpum skilningi. Smekkvísi réði ávallt för. Egó hljóðfæraleikarans var ekki að þvælast fyrir. Þar var ekkert sem var yfirborðslegt, engin sýndarmennska. Bara tónlist, hrein og ómenguð. Fyrir utan Bach samanstóð efnisskráin af tveimur prelúdíum eftir Albrechtsberger. Svo kom Inngangur, hugleiðsla og „finale“ eftir Kropfreiter, orgelumritun á Orfeusi eftir Liszt og loks Svíta op. 5 eftir Duruflé. Kropfreiter var dálítið tyrfinn, verkið var samið á áttunda áratugnum. Það er barn síns tíma, tilraunakennt eins og margt þá, og tilraunin heppnaðist ekki alltaf. Tónlistin var óttalegt stagl á köflum. Annað var hins vegar skemmtilegt, Liszt var einkar hrífandi, og Duruflé eins og lokahnykkurinn í Superman. Það var svo flott að maður varð alveg frávita. Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með frábærum organista.
Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira