Íslenski boltinn

Hlynur: Var sakaður um að skíta yfir andstæðinginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég er bara hundsvekktur og mjög tapsár,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn.

Stjarnan vann góðan sigur, 2-1, á Breiðblik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld og hefur liðið því átta stiga forskot á Blika í efsta sæti deildarinnar.

„Ég er bara mjög ósáttur að hafa misst þær frá okkur, það var ekki ætlunin en mér fannst við eiga skilið eitt stig út úr þessum leik.“

Það fóru nokkur orð á milli þjálfara liðanna eftir leik.

„Ég ætlaði bara að þakka Láka [Þorláki Árnasyni] kurteisilega fyrir leikinn en þá er ég sakaður um það að vera skíta andstæðinginn út fyrir leikinn. Það eina sem ég benti á fyrir leik var að Stjarnan hafði ekki fengið eitt einasta spjald dæmt á sig í mótinu hingað til, það er mögnuð tölfræði.“

„Átta stiga munur á liðunum er bara of mikill munur.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×