KR komst í kvöld í fjórðungsúrslit Subway-bikarkeppni karla með því að leggja Fjölni að velli, 99-74, á heimavelli.
KR tók snemma forystuna í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 59-37, KR-ingum í vil.
Jason Dourisseau var stigahæstur KR-inga með 27 stig en Helgi Már Magnússon kom næstur með þrettán. Jakob Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson og Darri Hilmarsson skoruðu allir ellefu.
Hjá Fjölni voru þeir Ægir Þór Steinarsson og Patrick Oliver stigahæstir með fimmtán stig hvor.