Enn mikil óvissa um öxlina hans Alexanders Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Berlín skrifar 16. febrúar 2012 08:00 Alexander Petersson hefur ekkert spilað með Füchse Berlin síðan á Evrópumótinu í Serbíu í janúar. Mynd/E.Stefán Það verður mikið um að vera á árinu 2012 hjá Alexander Peterssyni. Lið hans, Füchse Berlin, er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á fullu í Meistaradeildinni. Í sumar gengur hann svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen eins og legið hefur fyrir. Þá er Ólympíuár og Ísland á fína möguleika á að komast til Lundúna. En það sem Alexander er fyrst og fremst að hugsa um þessa dagana er að ná sér góðum af axlarmeiðslum sem hafa plagað hann í nokkurn tíma og ógna nú bæði tímabilinu í Þýskalandi og þátttöku hans í verkefnum landsliðsins. Læknarnir ekki allir sammálaMynd/Nordic Photos/BongartsFréttablaðið hitti á Alexander á kaffihúsi í Berlín í gær, fyrir leik sinna manna gegn Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Alexander tók ekki þátt í leiknum en hann hefur ekkert spilað síðan Ísland mætti Slóveníu á EM í Serbíu. „Það veit enginn hvað þetta þarf langan tíma til að jafna sig," segir Alexander sem er með sýkingu í sinum auk þess sem bein í öxlinni er óeðlilega vaxið. „Ég hef farið til nokkurra lækna sem segja sumir að best væri að laga beinið með aðgerð en aðrir vilja gefa öxlinni tíma til að jafna sig. Læknarnir í Füchse Berlin vilja sleppa við aðgerð en þótt ég myndi fara í hana væri ekki 100 prósent öruggt að það myndi leysa vandann." Aðgerð myndi þýða að Alexander myndi ekki spila meira á tímabilinu. En það er meira í húfi – til að mynda umspilið fyrir Ólympíuleikana og jafnvel leikarnir sjálfir ef landsliðið kemst þangað. „Ég er orðinn betri en ég var í Serbíu og ég finn ekki fyrir öxlinni í daglegum verkum. En það er í raun ómögulegt að segja hvenær ég get kastað bolta á ný. Ég reyndi það í síðustu viku en það gekk ekki vel." Reynir líka óhefðbundnar læknisaðferðirMynd/AFPNýbúið er að senda röntgenmyndir af öxlinni bæði til lækna Flensburg, hans gamla félags, sem og Rhein-Neckar Löwen. Það er því verið að vinna í lausn vandans á mörgum vígstöðvum. Á meðan gengur Alexander til sjúkraþjálfara auk þess sem hann hefur einnig leitað til hómópata sem hefur reynst honum og öðrum íslenskum íþróttamönnum vel. Alexander er til í að reyna allt, með tilheyrandi remedíum og rafmagnsskautum. „Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með öxlina og hómópatinn komst að því að ég væri með skemmdan endajaxl. Þegar það var lagað þá lagaðist öxlin," segir hann og brosir. „Hann hefur reynst nokkrum íslenskum íþróttamönnum vel og hefur gott orð á sér." Romero er brandarakallMynd/AFPÞegar talið berst að sjálfum handboltanum segir Alexander að gengi Füchse Berlin sé merkilega gott miðað við styrk leikmannahópsins. Það eru til dæmis engar stórstjörnur í liðinu. „En það er kannski okkar besti kostur. Dagur [Sigurðsson þjálfari] hefur náð að setja saman mjög góðan hóp. Við erum með mjög góða leikmenn í öllum stöðum en samt fer enginn í fýlu af því að hann fær ekki að spila þann daginn." Hann segir liðsheildina góða og stemninguna líka. Gott dæmi sé hvernig spænski leikstjórnandinn Iker Romero, sem Dagur fékk til liðsins í fyrra, hefur komið inn í liðið. „Mörgum þótti skrýtið að Dagur skuli hafa fengið hann því hann hefur verið mikið meiddur. Hann hefur samt komið inn í leiki og reynst okkur vel. Þess fyrir utan er hann afar skemmtilegur og þó svo að hann tali í raun litla þýsku eða ensku kemur hann öllum til að hlæja með lélegum fimmaurabröndurum með sínu hrognamáli. Hann leggur því sitt af mörkum þar líka." Spennandi tímar hjá LöwenMynd/DienerÍ sumar gengur Alexander svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen og er spenntur fyrir því verkefni. Hann lýsti því í viðtali við Fréttablaðið fyrir áramót að honum hugnaðist illa að flytja fjölskylduna alla á milli landshorna í Þýskalandi á meðan það væri nokkur óvissa í kringum Löwen og framtíð félagsins. Síðustu daga og vikur hafa þó fregnir borist úr herbúðum Löwen sem Alexander líst vel á. „Það eru nokkrir leikmenn að fara frá félaginu og aðrir mjög sterkir að koma inn. Ég er spenntur fyrir því að skipta yfir í sumar. Þó svo að félagið ætli sér stóra hluti og leikmenn ætla sér að ná langt er samt búið að stilla væntingum í hóf. Ég tel afar spennandi verkefni í gangi hjá félaginu." Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Það verður mikið um að vera á árinu 2012 hjá Alexander Peterssyni. Lið hans, Füchse Berlin, er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á fullu í Meistaradeildinni. Í sumar gengur hann svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen eins og legið hefur fyrir. Þá er Ólympíuár og Ísland á fína möguleika á að komast til Lundúna. En það sem Alexander er fyrst og fremst að hugsa um þessa dagana er að ná sér góðum af axlarmeiðslum sem hafa plagað hann í nokkurn tíma og ógna nú bæði tímabilinu í Þýskalandi og þátttöku hans í verkefnum landsliðsins. Læknarnir ekki allir sammálaMynd/Nordic Photos/BongartsFréttablaðið hitti á Alexander á kaffihúsi í Berlín í gær, fyrir leik sinna manna gegn Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Alexander tók ekki þátt í leiknum en hann hefur ekkert spilað síðan Ísland mætti Slóveníu á EM í Serbíu. „Það veit enginn hvað þetta þarf langan tíma til að jafna sig," segir Alexander sem er með sýkingu í sinum auk þess sem bein í öxlinni er óeðlilega vaxið. „Ég hef farið til nokkurra lækna sem segja sumir að best væri að laga beinið með aðgerð en aðrir vilja gefa öxlinni tíma til að jafna sig. Læknarnir í Füchse Berlin vilja sleppa við aðgerð en þótt ég myndi fara í hana væri ekki 100 prósent öruggt að það myndi leysa vandann." Aðgerð myndi þýða að Alexander myndi ekki spila meira á tímabilinu. En það er meira í húfi – til að mynda umspilið fyrir Ólympíuleikana og jafnvel leikarnir sjálfir ef landsliðið kemst þangað. „Ég er orðinn betri en ég var í Serbíu og ég finn ekki fyrir öxlinni í daglegum verkum. En það er í raun ómögulegt að segja hvenær ég get kastað bolta á ný. Ég reyndi það í síðustu viku en það gekk ekki vel." Reynir líka óhefðbundnar læknisaðferðirMynd/AFPNýbúið er að senda röntgenmyndir af öxlinni bæði til lækna Flensburg, hans gamla félags, sem og Rhein-Neckar Löwen. Það er því verið að vinna í lausn vandans á mörgum vígstöðvum. Á meðan gengur Alexander til sjúkraþjálfara auk þess sem hann hefur einnig leitað til hómópata sem hefur reynst honum og öðrum íslenskum íþróttamönnum vel. Alexander er til í að reyna allt, með tilheyrandi remedíum og rafmagnsskautum. „Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með öxlina og hómópatinn komst að því að ég væri með skemmdan endajaxl. Þegar það var lagað þá lagaðist öxlin," segir hann og brosir. „Hann hefur reynst nokkrum íslenskum íþróttamönnum vel og hefur gott orð á sér." Romero er brandarakallMynd/AFPÞegar talið berst að sjálfum handboltanum segir Alexander að gengi Füchse Berlin sé merkilega gott miðað við styrk leikmannahópsins. Það eru til dæmis engar stórstjörnur í liðinu. „En það er kannski okkar besti kostur. Dagur [Sigurðsson þjálfari] hefur náð að setja saman mjög góðan hóp. Við erum með mjög góða leikmenn í öllum stöðum en samt fer enginn í fýlu af því að hann fær ekki að spila þann daginn." Hann segir liðsheildina góða og stemninguna líka. Gott dæmi sé hvernig spænski leikstjórnandinn Iker Romero, sem Dagur fékk til liðsins í fyrra, hefur komið inn í liðið. „Mörgum þótti skrýtið að Dagur skuli hafa fengið hann því hann hefur verið mikið meiddur. Hann hefur samt komið inn í leiki og reynst okkur vel. Þess fyrir utan er hann afar skemmtilegur og þó svo að hann tali í raun litla þýsku eða ensku kemur hann öllum til að hlæja með lélegum fimmaurabröndurum með sínu hrognamáli. Hann leggur því sitt af mörkum þar líka." Spennandi tímar hjá LöwenMynd/DienerÍ sumar gengur Alexander svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen og er spenntur fyrir því verkefni. Hann lýsti því í viðtali við Fréttablaðið fyrir áramót að honum hugnaðist illa að flytja fjölskylduna alla á milli landshorna í Þýskalandi á meðan það væri nokkur óvissa í kringum Löwen og framtíð félagsins. Síðustu daga og vikur hafa þó fregnir borist úr herbúðum Löwen sem Alexander líst vel á. „Það eru nokkrir leikmenn að fara frá félaginu og aðrir mjög sterkir að koma inn. Ég er spenntur fyrir því að skipta yfir í sumar. Þó svo að félagið ætli sér stóra hluti og leikmenn ætla sér að ná langt er samt búið að stilla væntingum í hóf. Ég tel afar spennandi verkefni í gangi hjá félaginu."
Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira