Volkswagen og Tata ætla að þróa saman bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 09:00 Tata á meðal annars Jaguar Land Rover. Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent