Strútskýringar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. mars 2017 07:00 Stundum talar fólk eins og aldrei fyrr í mannkynssögunni hafi þekkst vitlausar skoðanir byggðar á tilfinningu, skapsveiflum og hagsmunum fremur en þekkingu á staðreyndum og ályktunum af bestu fáanlegum upplýsingum hverju sinni. Ætli það sé ekki ofmælt. Um aldir hafa menn setið á krám og kaffihúsum, í heitum pottum og eldhúsum – og þruglað. Setningar sem hefjast á orðunum „mér finnst …“ hafa ómað gegnum tíðina fullar af sjálfbirgingshætti og fólk með sérviskulegar skoðanir sem ekkert fær haggað – og allra síst veruleikinn – hefur yfirgnæft skynsemisraddir á mannfundum svo lengi sem menn hafa komið saman til að skiptast á skoðunum. Þekking verður til við umhugsun, í samræðum en aldrei einræðum, við skoðun en ekki í skoðunum. Hún nærist á efanum. Hún verður til í opnum huga – ekki gegn betri vitund.Hin sigri hrósandi vanþekkingÞetta vitum við. En með allsherjartengingu hins netvædda mannkyns fær fávísin rödd og rými sem aldrei fyrr – og í kjölfarið sjálfsvirðingu. Hin sigri hrósandi vanþekking breiðist út með ógnarhraða. Þetta er sérlega áberandi í umræðum um loftslagsvandann. Þar er framtíðarsýnin svo ógnvænleg, verði ekkert að gert, og úrræðin sem þarf að grípa til svo róttæk, að mörgum reynist það um megn að horfast í augu við vandann, en freistast til að reyna að drepa málum á dreif með útúrsnúningum, vífilengjum og afneitunum. Þessa iðju mætti kalla strútskýringar, með vísan til hins snjalla nýyrðis „hrútskýring“ sem er þýðing Hallgríms Helgasonar á enska orðinu „mansplaining“ og vísar til áráttu karlmanna til að þagga niður í konum með yfirlætislegum útskýringum á hlutum sem þær þekkja iðulega betur en hrútskýrandinn. Strútskýringar snúast um ólíkar aðferðir afneitunarsinna við að stinga höfðinu í sandinn. Þær magnast enn við þá sjálfsmynd sumra Íslendinga að þeir hafi til að bera „hið glögga búmannsauga“ sem oft fer saman við rótgróna tortryggni í garð vísindamanna: „Ja, það finnst mér ekki …“ segja þeir drjúglátir í umræðu um hlýnun jarðar, eins og það sé fullgilt innlegg í umræðuna að finnast hitt og þetta, og bæta jafnvel við að þeir sjái nú ekki betur en að heldur hafi bæst snjór í fjallið frá því í fyrra.Undanhald samkvæmt áætlunÞetta er undanhald samkvæmt áætlun en óhætt er að segja að barist sé um hvert hús. Þeim fer að vísu fækkandi, úrtölumönnunum, en það er afar óheppilegt að einn eindregnasti strútur landsins sé ráðherra í ríkisstjórninni, Sigríður Andersen, og meira að segja sérstakur talsmaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum, þar sem hún gerir gys að því að flokka rusl og berst fyrir frjálsum og óheftum útblæstri bíla. Strútskýrandinn segist í fyrsta lagi hafa allan rétt á að draga í efa niðurstöður vísindamanna og að fólk sem mótmæli slíku tali sé haldið pólitískri rétthugsun, vilji þöggun og ritskoðun og telji sig yfir aðra hafið – „góða fólkið“. Í öðru lagi segir strútskýrandinn, er ekkert að hlýna í veröldinni. Í þriðja lagi, segir hann: þó að það sé að hlýna í veröldinni er það ekki vegna gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum heldur eru þetta bara eðlilegar sveiflur. Í fjórða lagi bendir hann á að þó að það sé að hlýna á Jörðinni vegna gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum þá séu það góðar fréttir, við getum unað okkur í sólbaði, gróður vex og okkur líður vel. Í fimmta lagi segja þau að þó að hlýnunin muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir líf mannanna hér á Jörðu sé of seint að bregðast við; of dýrt sé að hætta að nota olíu og nær sé að einbeita sér að því að útrýma hungri meðan beðið er eftir því að finnist annar hnöttur þar sem mannkynið getur tekið sér bólfestu. Það er brýnt að lyfta málinu úr skotgröfum vinstri og hægri því að sjálfsögðu þarf að nýta kraft og hugkvæmni einkaframtaks og markaðslausna í samstarfi við opinbera aðila. Kominn er tími til að íhaldsmenn standi undir nafni, hætti þessum sífelldu vífilengjum og strútskýringum og taki upp hið gamla merki Birgis Kjaran og annarra sannra náttúruverndara í Sjálfstæðisflokknum – gerist raunverulegir varðveislumenn, og hætti að fylgja eyðingaröflunum að málum. Við megum engan tíma missa. Við þurfum á öllum að halda. Við þurfum að taka höndum saman öll og styðja nýjan umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, í hennar góðu áformum um að standa við loforðin sem Íslendingar hafa gefið í þessum mikilvægasta málaflokki mannkyns.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stundum talar fólk eins og aldrei fyrr í mannkynssögunni hafi þekkst vitlausar skoðanir byggðar á tilfinningu, skapsveiflum og hagsmunum fremur en þekkingu á staðreyndum og ályktunum af bestu fáanlegum upplýsingum hverju sinni. Ætli það sé ekki ofmælt. Um aldir hafa menn setið á krám og kaffihúsum, í heitum pottum og eldhúsum – og þruglað. Setningar sem hefjast á orðunum „mér finnst …“ hafa ómað gegnum tíðina fullar af sjálfbirgingshætti og fólk með sérviskulegar skoðanir sem ekkert fær haggað – og allra síst veruleikinn – hefur yfirgnæft skynsemisraddir á mannfundum svo lengi sem menn hafa komið saman til að skiptast á skoðunum. Þekking verður til við umhugsun, í samræðum en aldrei einræðum, við skoðun en ekki í skoðunum. Hún nærist á efanum. Hún verður til í opnum huga – ekki gegn betri vitund.Hin sigri hrósandi vanþekkingÞetta vitum við. En með allsherjartengingu hins netvædda mannkyns fær fávísin rödd og rými sem aldrei fyrr – og í kjölfarið sjálfsvirðingu. Hin sigri hrósandi vanþekking breiðist út með ógnarhraða. Þetta er sérlega áberandi í umræðum um loftslagsvandann. Þar er framtíðarsýnin svo ógnvænleg, verði ekkert að gert, og úrræðin sem þarf að grípa til svo róttæk, að mörgum reynist það um megn að horfast í augu við vandann, en freistast til að reyna að drepa málum á dreif með útúrsnúningum, vífilengjum og afneitunum. Þessa iðju mætti kalla strútskýringar, með vísan til hins snjalla nýyrðis „hrútskýring“ sem er þýðing Hallgríms Helgasonar á enska orðinu „mansplaining“ og vísar til áráttu karlmanna til að þagga niður í konum með yfirlætislegum útskýringum á hlutum sem þær þekkja iðulega betur en hrútskýrandinn. Strútskýringar snúast um ólíkar aðferðir afneitunarsinna við að stinga höfðinu í sandinn. Þær magnast enn við þá sjálfsmynd sumra Íslendinga að þeir hafi til að bera „hið glögga búmannsauga“ sem oft fer saman við rótgróna tortryggni í garð vísindamanna: „Ja, það finnst mér ekki …“ segja þeir drjúglátir í umræðu um hlýnun jarðar, eins og það sé fullgilt innlegg í umræðuna að finnast hitt og þetta, og bæta jafnvel við að þeir sjái nú ekki betur en að heldur hafi bæst snjór í fjallið frá því í fyrra.Undanhald samkvæmt áætlunÞetta er undanhald samkvæmt áætlun en óhætt er að segja að barist sé um hvert hús. Þeim fer að vísu fækkandi, úrtölumönnunum, en það er afar óheppilegt að einn eindregnasti strútur landsins sé ráðherra í ríkisstjórninni, Sigríður Andersen, og meira að segja sérstakur talsmaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum, þar sem hún gerir gys að því að flokka rusl og berst fyrir frjálsum og óheftum útblæstri bíla. Strútskýrandinn segist í fyrsta lagi hafa allan rétt á að draga í efa niðurstöður vísindamanna og að fólk sem mótmæli slíku tali sé haldið pólitískri rétthugsun, vilji þöggun og ritskoðun og telji sig yfir aðra hafið – „góða fólkið“. Í öðru lagi segir strútskýrandinn, er ekkert að hlýna í veröldinni. Í þriðja lagi, segir hann: þó að það sé að hlýna í veröldinni er það ekki vegna gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum heldur eru þetta bara eðlilegar sveiflur. Í fjórða lagi bendir hann á að þó að það sé að hlýna á Jörðinni vegna gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum þá séu það góðar fréttir, við getum unað okkur í sólbaði, gróður vex og okkur líður vel. Í fimmta lagi segja þau að þó að hlýnunin muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir líf mannanna hér á Jörðu sé of seint að bregðast við; of dýrt sé að hætta að nota olíu og nær sé að einbeita sér að því að útrýma hungri meðan beðið er eftir því að finnist annar hnöttur þar sem mannkynið getur tekið sér bólfestu. Það er brýnt að lyfta málinu úr skotgröfum vinstri og hægri því að sjálfsögðu þarf að nýta kraft og hugkvæmni einkaframtaks og markaðslausna í samstarfi við opinbera aðila. Kominn er tími til að íhaldsmenn standi undir nafni, hætti þessum sífelldu vífilengjum og strútskýringum og taki upp hið gamla merki Birgis Kjaran og annarra sannra náttúruverndara í Sjálfstæðisflokknum – gerist raunverulegir varðveislumenn, og hætti að fylgja eyðingaröflunum að málum. Við megum engan tíma missa. Við þurfum á öllum að halda. Við þurfum að taka höndum saman öll og styðja nýjan umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, í hennar góðu áformum um að standa við loforðin sem Íslendingar hafa gefið í þessum mikilvægasta málaflokki mannkyns.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun